Árbók VFÍ - 01.01.1989, Side 191
Hálfleiðarar 189
Hinar fimm almennu stýrilínur, sem stjórna ástandi kerfisins, eru:
ATN: Attention. Þegar línan er há, er skipun á gagnabrautinni.
IFC: Interface clear. Þegar línan verður há, fer kerfið í þekkt ástand. Þessu má líkja við endursetningu kerfisins. Einungis stjórnandi getur gefið þessa skipun.
SRQ: Service request. Lætur stjórnanda vita, að eitthvert tæki þarfnist athygli hans.
REN: Remote enable. Ræður ásamt öðrum skipunum, hvort tæki skuli stýrt frá stjómanda eða stjómborði tækisins sjálfs.
EOI: End or identify. Segir stjórnanda frá lokum gagnaflutninga.
Mynd 4 Dœmi um tengingu þriggja tœkja við IEEE-488
samskiptabrautina. Skammstafanir eru skýrSar í texta.
Á 4. mynd er dæmi um einfalt
tölvukerfi, þar sem diskur og prent-
ari eru tengdir við tölvu. Þar sést,
hversu auðvelt er að tengja fleiri
tæki, til dæmis módald eða teiknara,
inn í keðjuna. Tengingin er einföld
vegna þess, að sérhvert tæki notar
allar brautarlínurnar, og eru það
stýrilínurnar, sem sjá um alla um-
ferð á brautinni undir yfirumsjón
stjórnanda.
Tölvan, sem keypt var, er ekki
með IEEE-488 möguleika. Var því
keypt spjald frá Capital Equipment
Corporation í hana. Með spjaldinu
fylgdi hugbúnaður í nokkrum forrit-
unarmálum, þar á meðal Pascal og
C. Spjaldið gerir tölvuna að stjórn-
anda á brautinni og gerir tölvunni
kleift að stjórna flóknum mæling-
um. Allur hugbúnaður, sem notaður
er við stýringar okkar, er skrifaður í
Turbo Pascal.
Spjaldið og hugbúnaðurinn gerir
öll samskipti við IEEE-488 tæki
einkar auðveld. Sem dæmi má
nefna hina einföldu skipun ENTER
(Vistfang, Strengur, Staða sam-
skipta), sent gefin er til þess að taka
við gögnum. Spjaldið sér þá um að
gera tæki með hinu tiltekna vist-
fangi að sendanda og tekur síðan á
móti gögnum frá því. Þegar því er
lokið er spjaldið tekið úr sendiham.
Tákn, sem koma frá tækinu, eru sett
í Streng og Staða_samskipta fær