Árbók VFÍ - 01.01.1989, Blaðsíða 195
Hálfleiðarar 193
taliö upp í tæplega 17 miljónir. Tegra má yfir langan tíma, þar sem tíðni frá V/F breytunni er
minni en 10 kHz.
Mælingin fer fram á þann hátt, að tölvan sendir IEEE-tækinu byrjunar- og endastöðu
segulsviðs auk stærðar skrefs. Notandi getur einnig ráðið, hversu langan tíma færsla eins
skrefs á að taka. A meðan skrefunin stendur yfir, er spennan tegruð á áðurnefndan hátt. Með
því að breyta skreftímanum má ráða hversu lengi merkið er tegrað og þá um leið minnka suð.
Uppstillingin á 6. mynd sýnir mælingu, þar sem ljómun frá sýni örvuðu samtímis með ljósi og
örbylgjum er mæld sem fall af segulsviði. Ljómunin er mæld með ljósmargfaldara, sem gefur
frá sér straum sem fall af ljósstyrk. Fasalæsti magnarinn mælir strauminn, og fæst þannig
mæling á ljómuninni. I þessari uppstillingu þarf tölvan að sjá um stýringu tveggja tækja auk
stýritækis seguls. Stýring fasalæsta magnarans og hitastýritækisins er sams konar og við
ljómunarmælingarnar, sem áður var lýst. Tekið skal fram, að örbylgjurásin er á engan hátt
stafræn. Því getur mælingin aldrei orðið tölvustýranleg að öllu leyti. Hins vegar getur aflestur
ýmissa spennugilda frá stjómtæki segulhermutækis átt sér stað í mælingunni með V/F
breytunni, þótt myndin sýni reyndar sjálfstæðan IEEE-tengdan magnara. Hefðbundin segul-
hermumæling með tækjum þessum nýtir innbyggða fasalæsta magnara stjómtækisins, enda
eru magnararnir gerðir fyrir föst tíðnisvið þess.
11 Lokaorð
Hér að framan hefur tveimur mæliuppstillingum, sem nýttar eru í eðlisfræði þéttefnis við
Raunvísindastofnun Háskólans, verið lýst með áherzlu á tölvustýringu þeirra. Jafnframt hefur
verið reynt að gera lesandanum nokkra grein fyrir tilgangi mælinganna. Hafa ber í huga, að
mælingar af þessu tagi verða aldrei alsjálfvirkar, enda eðli grunnrannsókna að reyna í sífellu
nýjar leiðir og aðferðir og véfengja niðurstöður. Þótt tölvustýring af því tagi, sem hér hefur
verið rædd, henti ef til vill bezt símælingum og prófunum, þá er því ekki að neita, að notkun
hennar í grunnrannsóknum getur verið mikill búhnykkur, ef rétt er á haldið. Þar sem
tímaspamaður við flóknar mælingar er takmark tölvuvæðingarinnar, þarf ávallt að gæta þess,
að breytingar uppstillinga séu einfaldar og gera megi þær fyrirvaralaust. í ljósi fenginnar
reynslu er það álit okkar, að IEEE brautartengingin uppfylli ýmsar helztu kröfur, sem við
gerum til hennar að þessu leyti.
Tilvitnanir
Einar Örn Sveinbjörnsson og Hafliði P. Gíslason, 1989. Ljómunamiælingar á Li-íbættu GaAs.
I ráðstefnuritinu Eðlisfrœði á Islandi IV. Ritstjórar Jakob Yngvason og Þorsteinn
Vilhjálmsson. Reykjavík: Eðlisfræðifélag Islands. Bls. 57-66.
Hafliði P. Gíslason, 1989. Ljós- og segulhermumælingar á andsætuveilum í hálfleiðurum. í
ráðstefnuritinu Eðlisfrœði á Islandi IV. Ritstjórar Jakob Yngvason og Þorsteinn Vilhjálmsson.
Reykjavík: Eðlisfræðifélag íslands. Bls. 76-95.
Sveinn Ólafsson og Hafliði P. Gíslason, 1989. Mælitækni og tölvustýring ljós- og segul-
hermumælinga. I ráðstefnuritinu Eðlisfrœði á íslandi IV. Ritstjórar Jakob Yngvason og Þor-
steinn Vilhjálmsson. Reykjavík: Eðlisfræðifélag íslands. Bls. 45-56.