Árbók VFÍ - 01.01.1989, Page 196
4-4
Sveinn Þorgrímsson
og Matthías Loftsson.
1 Yfirlit
Blönduvirkjun
Jarögangagerö og rannsóknir
á byggingartíma
Stöðvarhús Blönduvirkjunar og aðliggjandi gangakerfi er eitt umfangsmesta neðanjarðar-
mannvirki sem byggt hefur verið hér á landi. Mynd l sýnir neðanjarðarvirkið, ásamt nokkrum
einkennisstærðum.
Heildarmagn graftrar neðanjarðar varð um 136.000 m3, þar af um 21.000 m3 úr stöðvarhús-
hellinum, og um 115.000 m3 úr jarðgöngum. Jarðgöng eru alls um 3.300 m á lengd.
Aðkomugöngin eru 808 m löng með 12,5% halla frá forskála að stöðvarhúshellinum sem er
um 230 m undir yfirborði. Frárennslisgöngin eru nær lárétt, 1.700 m löng og tengd stöðvarhús-
helli með þremur sográsargöngum, og tengd aðkomugöngum með 235 m löngum sveiflugöng-
um. Þessi göng voru öll ásamt greinigöngum grafin með hefðbundnum sprengiaðferðum.
_____________________________________________ Fallgöngin og einnig kapla- og lyftu-
Sveinn Þorgrímsson lauk BS-prófi í jarðfræði frá
HÍ1972, MS-prófi í mannvirkjajarðfræði frá
Georgia Institute of Technology í Bandaríkjun-
um 1974 og MS-prófi í jarðtækniverkfræði frá
University of Arizona 1978. Sérfræðingur hjá
Orkustofnun 1972-1980.
Verkfræðingur hjá
Landsvirkjun 1980-1981
og hjá NVE í Noregi við
Ulla-Förre virkjunina (2200
MW) 1982-1983.
Staðarverkfræðingur
Landsvirkjunar við Blöndu-
virkjun frá apríl 1983.
Matthías Loftsson lauk BS-prófi í jarðfræði frá HÍ
1979. MS-próf íjarðverk-
fræði frá University of
Waterloo í Canada 1984.
Hjá byggingadeild Lands-
virkjunar við Hrauneyjar-
fossvirkjun 1980-1981 og
Kvíslaveitu 1984.
Eftirlitsverkfræðingur við
Blönduvirkjun frá 1984.
göngin eru lóðrétt með hringlaga þver-
sniði. Þau voru boruð í fullt þvermál, 3,72
m með dragbor. Fallgöngin tengjast stöð-
varhúshellinum með þremur láréttum
greinigöngum. Þversnið greiniganganna
er frá 9 til 22 m2 og samanlögð lengd um
70 m.
Forrannsóknir vegna virkjunar Blöndu
hafa að mestu leyti verið í höndum Orku-
stofnunar. Þær hól'ust að meginhluta til
sumarið 1973. Frá þeim tíma og þar til
bygging virkjunarinnar hófst stóð Orku-
stofnun að rannsóknum á virkjunarsvæð-
inu í samtals 7 ár.
Vegna þessa neðanjarðarvirkis voru
boraðar 9 kjarnaholur, alls um 2.230 bor-
metrar. Auk þess voru gerðar umfangs-
miklar jarðfræði- og jarðeðlisfræðiathug-
anir, rannsóknir á byggingarefni og fleira.
Samanlagður kostnaður við allar for-
rannsóknir vegna Blönduvirkjunar fram
að byggingartíma, eða til ársloka 1983, er
um 3,4% af áætluðum byggingarkostnaði
virkjunarinnar allrar, án fjármagns og
bótakostnaðar.