Árbók VFÍ - 01.01.1989, Síða 199
Blönduvirkjun 197
Bor og hleðsluplan fyrir frárennslisgöng:
56 borholur 45 mm, 3 borholur 102 mm
Gólfhleðsla
Miöhleðsla =
Jaðarhleðsla
Sprengiefnisnotkun:
8-9 dyn (30x400mm)/holu
1 dyn (30x400 mm) og
7-8 glyn (30x400mm)/holu
1 dyn (30x400mm) og
3 rör (22x1000mm)/holu
1,1-1,2 kg/m3
Mynd 2 Bor- og hleðslumynstur.
Bor og hleðsluplan fyrir greiningar:
48 borholur 45 mm 39 borholur 45 mm
3 borholur 102 mm 3 borholur 102 mm
Gólfhleðsla = 7-8 dyn (30x400mm)/holu
Miðhleðsla = 1 dyn (30x400mm) og
7 glyn (30x400mm)/holu
Jaöarhleðsla = 1 dyn (30x400mm) og
3 rör (22x100mm)/holu, auk
óhlaðinna hola á milli.
Sprengiefnisnotkun:
1,7-1,9 kg/m3 2,4-2,7 kg/m3
t.d. brots (hruns) að misgengis- eða sprungulleti sem sker jarðgöngin. Gröftur af þessum sökum
varð í heild rúmlega 1.900 m3 eða tæplega 10% af umframgreftrinum.
3.1 Vinnsla, framvinda
Neðanjarðarvirkið var grafið að mestu á hefðbundinn hátt með sprengingum. Um fjórðungur
af stöðvarhúshellinum var þó rippaður nteð ýtu (D8H) og lóðréttu göngin voru heilboruð með
dragbor.
Notkun sprengiefnis er háð þversniði ganganna og er talsvert meiri á rúmmálseiningu í
þrengri göngum en þeim víðari. Til samanburðar eru á mynd 2 sýnd sprengimynstur fyrir
annarsvegar 36 m2 frárennslisgöngin og hinsvegar 15,0 m2 og 9,2 m2greinigöng.
Sprengiefnisnotkunin var breytileg, minnst um 1,1 kg/m3 fyrir frárennslisgöngin en allt að
2,7 kg/m3 fyrir minnstu greinigöngin. Sprengiefnisnotkunin á lengdareiningu breytist þó hlut-
fallslega minna eða aðeins um 3 - 4 kg að meðaltali við að þversnið greiniganganna vex úr 9,2
m2 í 15 m2.
A mynd 3 er sýnd notkun sprengiefnis á fastan rúmmetra (kg/fm3) og einnig fjöldi bormetra á
fastan rúmmetra (bm/fm3) sem fall af þversniði ganganna (m2). Til samanburðar er sýndur
ferill þessara sambanda samkvæmt norskum reynslutölum. Sami ferill gildir í báðum tilfellum.
Það kemur ekki á óvart að reynslutölurnar frá Blöndu fylgja svipuðum ferli og þær norsku,
þó er sprengiefnisþörf við Blöndu rninni en borun meiri. Astæða þessa er, að vegna þess
hversu bergið er sprungið, en samt þétt þarf minni orku til að losa um það í sprengingu og
ekkert orkutap verður um glufur í berginu eins og þekkist í yngri jarðmyndunum. Smá-
sprungna bergið orsakar aftur á móti að borholur eiga til að falla saman og þarf þá að endur-
bora þær. Athugun á borun í aðkomugöngunum leiddi í ljós að heildarbortími óx af þessum
sökum um allt að 50%. 1 tímamælingum kemur endurborunin að mestu fram sem lengri
hleðslutími. Holuhrun orsakaði á sama hátt vandamál við bergboltun í basaltinu.