Árbók VFÍ - 01.01.1989, Blaðsíða 203
Blönduvirkjun 201
ingum á formbreytingum stöðvarhúshellisins, eða sigi lofts og færslu veggja, og prófunum á
bergboltum. Lauslega hefur verið minnst á nokkrar niðurstöður vinnsluathugana hér að
framan, en frekari umfjöllun um þær og aðra þætti rannsókna á byggingartíma verður að víkja
að sinni.
4.1 Færslumælingar
Vegna þunga bergsins umhverfis jarðgöng eða annað manngert rými í berginu, og oft einnig
vegna annars konar spennu í berginu leitar bergið inn í göngin. Þetta getur endað með því að
rýmið hrynji saman, ef spennur eru mjög háar.
Spennurnar umhverfis göng eru háðar upphaflegu spennuástandi, hlutfalli láréttrar og lóð-
réttrar spennu, stærð og lögun jarðganganna og nálægð aðliggjandi ganga. Til viðbótar þessu
er stæðnin háð eiginleikum bergsins, stefnu og eiginleikum veikleikaflata eins og sprungna og
misgengja, jarðvatni og vinnsluaðferðum. Ein megin aðferð til að meta stæðni bergsins er að
fylgjast með formbreytingum þess, en formbreytingarnar endurspegla ofangreinda þætti. Þetta
er gert með s.k. færslumælingum.
Aður en gröftur stöðvarhúshellisins hófst hafði stæðni hans verið metin með ýmsum aðferð-
um, m.a. með tvívíðu „finite element“ reiknilíkani. Þessir reikningar voru unnir hjá Verkfræði-
stofu Sigurðar Thoroddsen, VST (2). Til þess að slíkt líkan sé nothæft þurfa eiginleikar bergs-
ins og spennuástand þess að vera sæmilega vel þekkt. Notuð voru gildi sem að talsverðu leyti
voru áætluð.
Varðandi bergspennur var stuðst við spennumælingar B. C. Haimsons frá 1979. Þessar mæl-
ingar eru túlkaðar af Orkustofnun (3) þannig að á því dýpi sem stöðvarhúsið var fyrirhugað
væri lóðrétt og lárétt spenna nokkuð jafn stórar eða um 6 -7 MPa, eða hlutfall þeirra (k), um
það bil 1,0.
Varðandi áætlun á fjaðurstuðli, E, studdist VST í reikningum sínum við athuganir Bieni-
awski frá 1978 um samband fjaðurstuðuls og Q-gildis (4). Q-gildi er reiknað út frá nokkrum
helstu þáttum er áhrif hafa á eiginleika bergs, samkvæmt kerfi sem þróað var í Noregi til að
meta styrkingarþörf í jarð-
göngum (5).
Q-gildin voru metin eftir
borkjörnum á rannsóknartíma
en einnig í göngunum á bygg-
ingartíma. A mynd 5 er ferill
Bieniawskis sýndur ásamt
dreifingu mældra Q- gilda á
byggingartíma. Samkvæmt
þessu mati virðist Q- gildi í
þóleiít basaltinu oftast vera á
bilinu 2-4.
Mælingar á formbreytingum
eru aðallega tvenns konar.
Annars vegar mælingar á
færslu yfirborðs bergsins mið-
að við fasta punkta á ákveðnu
dýpi í borholu. Þessi mæli-
aðferð getur sýnt hversu langt
færslur eiga sér stað inn í
1 2 4 6 810 40 100 400 1000
BERGGÆÐAMAT Q
Mynd 5 Sambandfjaðurstuðuls og Q-gildis.