Árbók VFÍ - 01.01.1989, Blaðsíða 219
4-6
Þorgeir Pálsson
Sjálfvirkt tilkynningakerfi
fyrir fiskiskip
1 Inngangur
Eins og kunnugt er hefur Slysavarnafélag íslands rekið Tilkynningaskyldu íslenskra fiskiskipa
um árabil. Þessi þjónusta var tekin upp árið 1968 í kjölfar umræðna um nauðsyn þess að fylgst
yrði með ferðum íslenskra fiskiskipa og eftirgrennslan og leit hafin, ef þeirra væri saknað.
Starfsemi Tilkynningaskyldunnar fer þannig fram, að skipstjórnarmenn setja sig í samband við
næstu strandarstöð Pósts- og síma og gefa upplýsingar um hvar þeir eru staddir. Slíkar tilkynn-
ingar eru jafnframt sendar, þegar látið er úr höfn eða komið til hafnar. Þessum upplýsingum er
síðan komið áleiðis til skrifstofu Tilkynningaskyldunnar í Reykjavík oftast með telexskeyti. Á
síðustu misserum hefur farsíminn einnig verið mikið notaður af sjómönnum til að koma
boðum til Tilkynningaskyldunnar. Allt fram til síðastliðins árs voru þessar upplýsingar færðar
inn í handskrifuð spjöld, sem var tímafrekt starf auk þess sem upplýsingamar voru óað-
gengilegar.
Árið 1988 var þessi vinnsla tölvuvædd, þannig að allar upplýsingar eru nú skráðar í gagna-
grunn tölvunnar. Jafnframt er unnt að vinna beint úr þeim skeytum, sem berast gegnum telex-
ketfið, sem er til mikillar hagræðingar. Eftir sem áður er gagnaflutningurinn frá skipi til lands
hægvirkur, þar sem hann byggist á talsambandi. Einnig getur liðið drjúgur tími frá því að
tilkynning berst frá skipi til lands þangað til hún kemst til skila í tölvu Tilkynningaskyldunnar.
Mjög erfítt er að stytta tímann milli tilkynninga, þar sem slíkt mundi hafa í för með sér aukið
álag á sjómenn og starfsmenn Tilkynningaskyldunnar og strandarstöðvanna.
Þrátt fyrir augljósa annmarka gegnir Tilkynningaskyldan mikilvægu hlutverki, sem felst m.a
f því að veita upplýsingar um hvar flotinn er á hverjum tíma. Þessar upplýsingar hafa t.d. mikla
þýðingu, þegar slys verður og finna þarf nærstödd skip, sem geta komið til hjálpar. Þá er
ónefnt gildi Tilkynningaskyldunnar fyrir fjölskyldur sjómanna, sem leita gjarnan til hennar
varðandi upplýsingar um ferðir einstakra
Þorgeir Pálsson lauk námi frá flugverkfræöi-
deild MIT árið 1971 meö Sc.D. gráöu í stýri- og
mælitækni. Vann um fjögurra ára skeiö hjá The
Analytic Sciences Corp. í
Reading, Mass. viö rann-
sóknir á sviöi stýri- og
staösetningartækni. Varð
dósent viö Háskólann
árið 1976, prófessor áriö
^ 1986 og forstööumaður
H _J|Íhte kerfisverkfræöistofu
Háskólans áriö 1979.
skipa.
2 Aðdragandi
Ljóst er, að nútíma fjarskipta- staðsetning-
ar- og tölvutækni býður upp á möguleika
til að gjörbreyta starfsemi eins og þeirri
sem fram fer á vegum Tilkynningaskyld-
unnar. Þessi tækni hefur jafnframt orðið
aðgengilegri með hverju ári eftir því sem
framboð á örtölvuvæddum tækjum til
staðsetningar og gagnavinnslu um borð í
skipum hefur aukist. Á undanförnum