Árbók VFÍ - 01.01.1989, Qupperneq 220
218 ÁrbókVFÍ 1988
árum hefur verið unnið að
fjölmörgum rannsókna- og
þróunarverkefnum á þessu
sviði bæði austan hafs og
vestan, sem hafa beinst að
því að gera kleift að fylgjast
með farartækjum á sjó, í
lofti og á landi [ 1,2,3J. Hins
vegar hefur almenn notkun
þessarar tækni ekki hafist
enn, m.a. vegna þess hve
margbreytilegar kröfur eru
gerðar til slíkra kerfa.
Hér á landi eru að mörgu
leyti ákjósanleg skilyrði til
að beita sjálfvirkni til að
fylgjast með skipaflota landsmanna. Þannig er til staðar fullkomið Loran-C kerfi, sem gefur
kost á að gera nákvæma og sjálfvirka staðsetningu nánast hvar sem er í efnahagslögsögu
landsins. Þetta kerfi hafa íslensk fiskiskip jafnframt notað um árabil til staðsetningar á
miðunum. Póstur- og sími hefur komið upp fjölda stöðva á ströndinni til fjarskipta við skip á
hafsvæðinu umhverfis landið, sem jafnframt mætti nota fyrir sjálfvirkan gagnaflutningsbúnað.
Þá kom almennt gagnanet til sögunnar hér á landi fyrir rúmum tveim árum, sem gerir kleift að
flytja gögn milli landshluta án þess að leggja í mikinn kostnað við að leigja sérstakar
símalínur. Síðast en ekki síst heldur Tilkynningaskyldan uppi vakt allan sólarhringinn, þar sem
fylgst er með ferðum fiskiskipa. Allir þessir þættir eru mikilvægir hlutar í sjálfvirku tilkynn-
ingakerfi.
Vinna við sjálfvirkt tilkynningakerfi hófst í smáum stíl árið 1983 og beindist í fyrstu einkum
að því að kanna hvort fýsilegt væri að koma upp slíku kerfi í ljósi þeirrar aðstöðu, sem hér er
fyrir hendi. Því var ljóst, að viðfangsefnið snerist fyrst og fremst um að leita að tæknilegri
lausn, sem uppfyllti þær kröfur, sem gera verður til öryggiskerfis, án þess þó að kostnaður við
uppsetningu og rekstur keyrði úr hófi. I þessu sambandi var ákveðið að koma upp einföldu
tilraunakerfi, sem nota mætti til að prófa og sýna helstu eiginleika sjálfvirks tilkynningakerfis.
Þessum áfanga var náð í lok ársins 1984 og í árslok 1985 lágu fyrir tillögur um útfærslu slíks
kerfis og áætlaðan stofnkostnað. Þar sem einsýnt þótti að hár stofnkostnaður þyrfti ekki að
koma í veg fyrir að sjálfvirku tilkynningakerfi yrði komið upp var hafist handa árið 1986 um
þróun fullkomnara tilraunakerfis, sem nota mætti til rekstrartilrauna. Unnið hefur verið að
þessu viðfangsefni allar götur síðan og hófust tilraunir með þetta nýja kerfi vorið 1988. Síðan
hefur verið unnið að smíði fleiri tækja fyrir landsstöðvar og skipsstöðvar jafnframt því sem
gerðar hafa verið tæknilegar endurbætur á búnaðinum. Stefnt er að því að fjölga skipum í
kerfinu upp í tuttugu á þessu ári (1989) og strandarstöðvum verður fjölgað í þrjár. Þar með
mun yfirstandandi tilraunafasa Ijúka, en gert er ráð fyrir að jafnframt hafi þá verið tekin
afstaða til þess hvort koma eigi upp sjálfvirku tilkynningakerfi fyrir fiskiflotann.
3 Markmiö og kröfur
Kostnaður við að koma upp sjálfvirku tilkynningakerfi fer að sjálfsögðu að verulegu leyti eftir
því hverjar kröfur eru gerðar um hæfni þess, áreiðanleika og afkastagelu. Þar sem miðað er við
að þetta kerfi komi í stað þeirrar tækni, sem tilkynningaskyldan hefur notast við undanfarin ár,
Mynd 1 Brandur St. GuÖmundsson verkfrœðingur við prófanir á
strandarstöð.