Árbók VFÍ - 01.01.1989, Qupperneq 221
Tilkynningakerfi 219
er ljóst, að helsta markmiðið er að bæta úr þeim takmörkunum, sem þessi þjónusta hefur búið
við. Helst er þá um að ræða, að:
* Stytta verulega tímabilið milli tilkynninga
* Tryggja að tilkynningar berist hratt og örugglega til miðstöðvar
* Gera reglubundið eftirlit að mestu sjálfvirkt
* Tryggja næga afkastagetu, þegar álag er mest á kerfinu
Auk þess er æskilegt að kerfið geti nýst til almennra gagnafjarskipta á milli skips og lands,
enda er slík þjónusta í fullu samræmi við aðalmarkmið tilkynningakerfisins. Þetta markmið
hefur orðið æ mikilvægara eftir því sem hugmyndir manna um gagnaflutning milli hvers konar
farartækja og fastra miðstöðva hafa mótast. Þannig er nú gert ráð fyrir að sjálfvirka tilkynninga-
kerfið megi nota til flutnings á ýmsum upplýsingum til útgerða og annarra aðilja í landi, t.d.:
* Upplýsingum um afla
* Hvers konar upplýsingum um rekstur skipsins
* Veðurgögnum, mælingum á hitastigi sjávar o.s.frv.
* Almennum skeytum milli skips og lands
Þessi markmið ráða miklu um þær tæknilegu kröfur, sem gera verður til kerfisins. Þannig er
talið nauðsynlegt, að ekki líði meira en fimmtán mínútur milli tilkynninga frá hverju skipi.
Þessi niðurstaða fékkst með því að gera sér grein fyrir atburðarásinni, sent færi af stað ef ekki
heyrðist frá skipi, þegar það er kallað upp. Frekari athuganir leiddu í ljós, að miðað við
núverandi stærð flotans mætti komast af með 300 bita/sek. gagnahraða í skeytasendingum.
Þessi niðurstaða er þó háð ýmsum forsendum um dreifingu Ilotans á hafinu og að hægt sé að
halda uppi fjarskiptum samtímis á sömu tíðni, ef nægilega langt er á milli stöðva. í reynd hefur
verið valið að nota 1200 bita/sek. hraða, sem ætti að gefa næga afkastagetu um nokkra framtíð,
jafnvel þótt aðeins verði notuð ein rás um allt land.
Önnur mikilvæg krafa felst í því, að kerfið geti svarað neyðarkalli frá skipi án tafar. Þannig er
talið æskilegt, að ekki líði meira en 10 sekúndur frá því að neyðarskeyti berst til landsstöðvar,
þar til að því hefur verið svarað frá miðstöð. Erfitt getur reynst að uppfylla slíka kröfu, þar sem
leiðin milli fyrstu landsstöðvar og miðstöðvar getur legið um nokkra tengipunkta. Þá er ekki
síður mikilvægt að rekstraröryggi kerfisins sé slíkt, að það verði nánast aldrei óvirkt. 1 versta
falli er nauðsynlegt, að Tilkynningaskyldan verði þegar í stað vör við bilanir, sem kunna að
verða í kerfinu og geti gert
viðeigandi ráðstafanir.
Ljóst er, að hluti af yfir-
standandi verkefni er að
kanna að hve miklu leyti
hægt er að ná þeim mark-
miðum, sem sett hafa verið
fram. Sem dæmi má nefna
að rekstraröryggi er erfitt
að ákveða á annan hátt en
með því að safna reynslu
við væntanlegar rekstrar-
aðstæður. Þetta er t.d. eitt
helsta markmiðið með
yfirstandandi tilrauna-
rekstri. Mynd 2 Bergur Þórisson tölvufrœðingur við þróun hugbúnaðar fyrir
aðaltölvu í miðstöð.