Árbók VFÍ - 01.01.1989, Síða 222
220 Árbók VFÍ 1988
4 Kerfislýsing
Sjálfvirka tilkynningakerfið byggist einkum á eftirfarandi þáttum:
* Sjálfvirku staðsetningarkerfi, sem veitir stöðugar upplýsingar um staðsetningu
skipsins á stafrænu formi
* Gagnanet með landsstöðvum, gagnasamböndum og skipsstöðvum
* Miðstöð, sem tekur á móti og vinnur úr tilkynningum frá skipum, auk þess að
stjórna rekstri kerfisins
Þessum þáttum verður nú lýst í meiri smáatriðum.
4.1 Staðsetningarkerfi
Loran-C kerfið hefur verið notað af íslenskum fiskiskipum á annan áratug með góðum árangri.
Nánast öll íslensk fiskiskip og margir skemmtibátar eru nú búin slíkum tækjum. Kerfið má
nota á öllum miðum og víðast nægir að gera mælingar í einni keðju til að fá nákvæma
staðsetningu að undanskildum geira norðvestur af Snæfellsnesi. I tilraunakerfinu er notaður
sérstakur Loran-C móttakari fyrir sjálfvirkar tilkynningasendingar. Flestar gerðir Loran-C
tækja á markaðnum eru nú með stöðluðum gagnatengjum, þannig að í flestum tilvikum má
nýta Loran-C tæki sem eru til staðar um borð í skipinu.
4.2 Gagnanetið
Gagnaflutningur í sjálfvirka tilkynningakerfinu byggist á skipsstöðvum, ýmis konar lands-
stöðvum og almenna gagnanetinu.
4.2.1 Skipsstöðin
Skipsstöðin er fyrst og fremst gagnafjarskiptastöð, sem getur tengst tölvum eða öðrum staf-
rænum tækjum skipsins og lesið stöðu átta rofa, sem t.d. má nota til að fylgjast með aðvörunar-
kerfum skipsins. Skipsstöðin getur jafnframt virkað sem endurvarpsstöð, þ.e. borið skeyti milli
skips og lands. Endurvarpi er stjórnað af miðstöðinni, sem hefur upplýsingar um staðsetningu
allra skipa í kerfinu og velur þá leið sem nota skal til fjarskipta milli skips og lands.
Stjórneining sér um og stjómar öllum samskiptum, hlustar eftir uppkalli frá landsstöð, les
nýjustu staðsetningu frá Loran tækinu, og setur saman og sendir tilkynningaskeyti til tal-
stöðvarinnar, þegar uppkall berst. Jafnframt gefur stjórneiningin viðvörun, t.d. ef ne-yðarskeyti
berst frá öðru skipi eða ekki heyrist frá landsstöð. Skipstækið er búið lyklaborði og LCD skjá,
sem notuð eru til að fá upplýsingar um ástand kerfisins og senda skeyti.
4.2.2 Strandarstöð
Hlutverk strandarstöðvar er að geyma og koma áleiðis skeytum milli skips og lands. Talið er
heppilegast að nota VHF stöðvar í þessu skyni, enda þótt langdrægi slíkra stöðva takmarkist
við sjónlínu. Af því leiðir, að allmargar stöðvar þarf til að ná til hafsvæðisins næst ströndinni
eða um þrjátíu stöðvar. Jafnframt er ekki unnt að ná nema um 60 sjómflur til hafs. Á hinn
bóginn er Ijóst, að fjarskipti á metrabylgju eru áreiðanleg, gefa kost á tiltölulega háum
gagnahraða og fjarskiptatækin eru fremur ódýr. Þar sem fjarskipti á metrabylgju hafa verið
mikið notuð á undanförnum árum er fjöldi stöðva þegar í rekstri og því ekki nauðsynlegt að
koma upp sérstökum stöðvum fyrir tilkynningakerfið.
Ljóst er, að nauðsynlegt er að gera sérstakar ráðstafanir til að ná sambandi við skip á
umluktum svæðum, t.d. inni á fjörðum. Því er gert ráð l'yrir sérstökum endurvarpsstöðvum,
sem vinna beint undir stjórn aðalstrandarstöðvar. Þessar stöðvar þurfa aðeins að ná til
takmarkaðs svæðis, þurfa því lítið sendiafl og geta því notast við rafhlöðu. Endurvarpsstöðin
gegnir í reynd sama hlutverki og skipsstöð, sem notuð er til að endurvarpa skeyti til annars
skips.