Árbók VFÍ - 01.01.1989, Side 223
Tilkynningakerfi 221
Gert er ráð fyrir, að tilteknu hafsvæði sé fyrst og fremst þjónað af einni strandarstöð, þótt
veruleg skörun milli stöðva sé óhjákvæmileg og að mörgu leyti æskileg. Af þessari ástæðu er
ljóst, að búnaður aðalstrandarstöðvar verður að vera tvöfaldur með sjálfvirkri skiptingu milli
tækja, ef bilun verður. Augljóslega er æskilegt, að órjúfaniegur aflgjafi sé á staðnum til að
koma í veg fyrir að truflanir í rafmagnsveitu valdi trutlunum á rekstrinum. Flestar eða allar
fjarskiptastöðvar Pósts- og síma eru nú þegar vel búnar að þessu leyti.
4.2.3 Svæðisstöðvar
Athugun hefur leitt í ljós, að hagkvæmast er að tengja strandarstöðvar tilkynningakerfisins við
miðstöð tilkynningaskyldunnar um almenna gagnanetið. Gert er ráð fyrir að ein eða fleiri
strandarstöð tengist gagnanetinu gegnum svonefnda svæðisstöð. í reynd er gert ráð fyrir að
svæðisstöðin sé í flestum tilvikum venjuleg strandarstöð með sérstökum tengibúnaði við
gagnakerfið. Svæðisstöðin sér unt öll samskipti við miðstöðvartölvuna, sem stjórnar öllunt
aðgerðum kerfisins og samhæfir sendingar allra strandarstöðvanna við venjulegar aðstæður.
Þótt kerfinu sé þannig stjómað frá einum stað er ljóst að gera verður ráð fyrir að sambandið
milli miðstöðvar og svæðisstöðvar geti rofnað, t.d. ef bilun verður í gagnanetinu. Slíkt sam-
bandsrof má hins vegar ekki valda því, að starfsemin á einhverju svæði stöðvist. Til þess að
tryggja áframhaldandi rekstur svæðisstöðvar og tilheyrandi strandarstöðva hefur svæðisstöðin
eigin aðaltölvu, sem getur tekið við stjórn svæðisins, þegar samband við miðstöðina rofnar.
Gert er ráð fyrir að nota einmenningstölvu í þessu skyni. Auk þess að geta tekið við stjórn
svæðisstöðvarinnar, þegar þörf krefur, fylgist einmenningstölvan með öllum samskiptum milli
miðstöðvarinnar og svæðisstöðvarinnar. Hana má því nota til að gefa upplýsingar um öll skip á
viðkomandi svæði. Þetta hefur þann kost, að ekki er nauðsynlegt að sækja slíkar upplýsingar
til miðstöðvartölvu í Reykjavík.
4.2.4 Eftirlitsstöð
Hlutverk eftirlitsstöðvarinnar er að stjórna öllum aðgerðum kerfisins og uppfæra gagnagrunn
um staðsetningu allra skipa, sem eru í kerfinu. Þetta felst í að senda uppkallslista til strandar-
stöðvanna og taka á móti og vinna úr tilkynningum, sem berast frá þeim. Auk þess gefur kerfið
kost á að safna margs konar fleiri gögnum, m.a. um ástand kerfisins sjálfs og ýmsum upplýs-
ingum um ástand um borð í skipum, eins og áður hefur verið lýst. Tölva eftirlitsstöðvarinnar
hefur jafnframt það hlutverk að miðla upplýsingum til starfsmanna Tilkynningaskyldunnar.
Mynd 3 Kolbeinn Gunnarsson verkfrœðingur kemur upp fyrsta loftneti tilkynningakerfisins á fjar-
skiptastöð Flugmálastjórnar á Bláfjöllum.