Árbók VFÍ - 01.01.1989, Síða 224
222 Árbók VFÍ 1988
Þetta er gert með því að sýna
staðsetningu og ferla skipa á graf-
iskum tölvuskjá, sem líkist fram-
setningu á ratsjárskjá, og með hefð-
bundnum fyrirspurnum notandans
um einstök atriði. Jafnframt fylg-
ist miðstöðvartölvan stöðugt með
ástandi hvers skips og gerir
aðvart, ef skip svara ekki uppkalli
eða einhver frávik verða frá eðli-
legu ástandi.
Augljóst er, að tölva eftirlits-
stöðvarinnar verður að vera öflug
Mynd 4 Skipsstöð i tilraunakeifinu. bæði hvað snertir afkastagetu,
gagnageymslu og grafíska framsetningu. Sérstaklega er mikilvægt, að samskipti manns og
tölvu séu vel hönnuð, þ.e. að upplýsingar séu settar fram á aðgengilegu formi og auðvelt sé að
kalla fram gögn um einstök skip.
5 Tilraunir meö sjálfvirkt tilkynningakerfi
Eins og áður var getið var komið upp einföldu tilraunakerfi á árinu 1984, sem notað var til að
fá fyrstu reynslu af tæknilegri útfærslu slíks kerfis. Hins vegar var Ijóst að þróa yrði mun full-
komnara kerfi til þess að ná þeim markmiðum, sem sett voru fram í upphafi þessarar greinar.
Því var á árinu 1986 hafist handa um þróun kerfis, sem nota mætti til þess að gera rekstrartil-
raunir og gæti orðið fyrsta skrefið í uppbyggingu heildarkerfisins.
Þetta verkefni hefur reynst all viðamikið, enda tók um þrjú ár að koma þessu tilraunakerfi í
gang. Þetta stafar einkum af því, að kerfi af þessari gerð samanstendur af allmörgum einingum
og undirkerfum, sem tengjast saman. Það er vel þekkt að þróunarvinna við slík kerfi vex ekki í
beinu hlutfalli við fjölda þátta. Þetta á ekki síst við um kerfi, sem byggjast á hugbúnaði. I
þróun sjálfvirka tilkynningakerfisins hefur verið lögð áhersla á að staðla hugbúnað og
vélabúnað eftir föngum. Þannig er sami grunnhugbúnaður notaður bæði í skipsstöð og
landsstöðvum, svo dæmi sé nefnt. Á mynd 1 sést strandarstöð í prófun á kerfisverkfræðistofu.
5.1 Tilraunakerfiö
Tilraunakerfið, sem nú er í gangi og unnið er að endurbótum á, getur í aðalatriðum uppfyllt
allar kröfur, sem gerðar eru til endanlegs rekstrarkerfis. Frekari þróun og fullkomnun kerfisins
felst þannig fyrst og fremst í hugbúnaðargerð fremur en breytingum á vélbúnaði.
Miðstöðin, sem er nú til húsa í VR-3, húsnæði verkfræðideildar HÍ, byggist á vinnustöð af
HP-9000/320 gerð, sem er búin I9" litaskjá auk annarra nauðsynlegra jaðartækja og sjá má á
mynd 2. Þessi tölva notar UNIX stýrikerfi og er allur hugbúnaður fyrir miðstöð kerfisins
saminn á C forritunarmálinu. UNIX stýrikerfið og C málið gera hugbúnaðinn að mestu óháðan
vélbúnaðinum og gefur kost á að breyta um tölvu án mikils kostnaðar vegna hugbúnaðar-
breytinga. Mikil áhersla er lögð á framsetningu gagnanna og er nú unnið að þróun hugbúnaðar,
sem notar svonefnt X-Windows gluggakerfi til að setja fram gögn á myndrænu formi og
textaformi. Gert er ráð fyrir að taka þennan nýja hugbúnað í gagnið á komandi vori. Hægt er að
stjórna kerfinu hvort sem er frá þessari aðaltölvu eða frá PC tölvu, sem notuð er jöfnum
höndum í þessu skyni, þegar ekki er þörf fyrir að setja gögnin fram á grafískan hátt.
Auk aðaltölvunnar í VR-3 er miðstöðin búin svæðisstöð, sem getur kallað upp skip og haft