Árbók VFÍ - 01.01.1989, Page 225
Tilkynningakerfi 223
samskipti við aðrar strandarstöðvar. Þar
sem langdrægi frá VR-3 er lítið var
komið upp strandarstöð í fjarskiptastöð
Flugmálastjórnar í Bláfjöllum á síðast-
liðnu sumri. Þessi stöð, sem sjá má á
mynd 3, hefur mikið langdrægi enda er
hún um 700 metra yfir sjávarmáli. Blá-
fjallastöðin er nú notuð sem millistöð
milli skips og svæðisstöðvar. Tvær aðrar
strandarstöðvar hafa nú verið settar upp í
Vestmannaeyjum og á sunnanverðu
Snæfellsnesi.
Upphaflega voru fjarskiptin á 156 Mhz
tíðnisviði, en hafa nú verið flutt á 70
Mhz. Astæðan er fyrst og fremst sú, að
lægri tíðnin gefur kost á heldur meira
langdrægi auk þess sem 70 Mhz eru nú
lítt notuð fyrir tjarskipti hér á landi.
Merkin eru send með MSK mótun og er
mótaldið af sömu gerð og notað er í
stjórnrás norræna farsímakerfisins.
Gagnahraðinn er 1.200 bitar/sek. sem er
fullnægjandi lil frambúðar, jafnvel þótt
aðeins ein rás verði notuð til að þjóna
öllum flotanum umhverfis landið.
Sjá má helstu þætti skipsstöðvarinnar á Mynd 5 Scemundur E. Þorsteinsson verkfrœðingur
mynd 4, sem sýnir útfærslu slíkrar stöðv- flytur fyrstu skipsstöðina í björgunarbát Slysavarna-
ar í tilraunakerfinu, sem nú er í gangi. félagsins.
Um er að ræða VHF radíótæki, sjálfvirkt Loran-C tæki, stjórneiningu með örtölvu og aflgjafa.
Fyrsta tækið var prófað í björgunarbáti Slysavarnafélagsins í maímánuði 1988 (mynd 5).
Fimm slíkar skipsstöðvar hafa nú verið smíðaðar og eru þrjár þeirra í notkun um borð í
ferjunum Akraborg og Herjólfi og fiskibátnum Aðalbjörgu RE, sem er dagróðrarbátur frá
Reykjavík. Ferjurnar eru sérlega hentugar til slíkra tilrauna vegna þess hve reglulega þær sigla.
Þessi tæki eru sérstaklega útfærð fyrir tilraunarekstur. Þannig er allur búnaðurinn í einum
kassa með lyklaborði og skjá á loki hans, sem er hentugt fyrirkomulag meðan á tilraunum
stendur. Nú er hins vegar unnið að undirbúningi á forframleiðslu skipstækja, sem hafa verið
útfærð í aðskildum einingum. Stefnt er að því að verð skipsstöðvar án Loran-C tækis verði
sambærilegt við verð farsímatækis.
5.2 Reynsla af prófunum
Prófanir sjálfvirka kerfisins hafa nú verið í gangi í rúmlega hálft ár og eru þrjú skip nú búin
skipstækjum eins og áður er getið. I meginatriðum hafa þessar prófanir gengið eftir vonum.
Ljóst er, að gagnaflutningur með 1.200 bita/sek. hraða gengur mjög vel í flestum tilvikum.
Fjarskiptin við Akraborg hafa gengið snurðulaust og hefur sambandi við skipið verið haldið
uppi nánast hvern dag í meira en hálft ár. Þannig má fylgjast mjög nákvæmlega með ferli
skipsins á tölvuskjá eins og fram kemur á mynd 6, þar sem skipið er statt út af Kjalarnesi á leið
til Reykjavíkur. Sjaldgæft er að skeyti tapist í samskiptum milli Akraborgar og Bláfjalla.
Skipsstöðin er fullkomlega sjálfvirk og krefst engra afskipta skipsstjórnarmanna. Aðeins ein