Árbók VFÍ - 01.01.1989, Qupperneq 227
Tilkynningakerfi 225
vegar er ekkert því til fyrirstöðu, að kerfið geti séð um annan gagnaflutning milli skips og
lands. I reynd er mjög heppilegt að slíkt gagnaflutningskerfi hafi sem bestar upplýsingar um
staðsetningu skipa. Með því móti verður gagnaflutningurinn mjög hraðvirkur, þar sem ekki
þarf að leita að móttakanda.
Þær tilraunir, sem fram hafa farið til þessa benda eindregið til þess að ekkert sé því til
fyrirstöðu tæknilega, að komið sé upp sjálfvirku gagnakerfi fyrir ströndina. I reynd eru þær svo
langt komnar, að hægt væri að taka ákvörðun á yfirstandandi ári (1989) um hvort kerfið skuli
byggt upp með reglubundna starfrækslu að markmiði. I þessu sambandi er nú unnið að því að
endurmeta þá áætlun, sem gerð var fyrir þrem árum um kostnað við uppbyggingu kerfisins
fyrir alla ströndina. Þótt þessu verki sé ekki lokið er óhætt að fullyrða, að kostnaður við
landkerfið mun ekki hafa afgerandi áhrif á þessa ákvörðun. Verð skipstækisins skiptir mun
meira máli í þessu sambandi, en eins og áður var nefnt er markmiðið, að skipsstöðin, þ.e.a.s.
gagnafjarskiptabúnaðurinn fyrir skip, sé á sambærilegu verði og farsímatæki. Þetta er mjög
háð því hvernig til tekst um framleiðslu þessara tækja. Því hefur verið lögð megináhersla á að
nota staðlaðan búnað, þar sem hann er fáanlegur.
Þar sem öll fjarskiptamannvirki eru sett upp og rekin af hinu opinbera er augljóst, að gagna-
flutningskerfi fyrir sjálfvirka tilkynningaskyldu verður aðeins komið upp fyrir atbeina ríkisins.
Hins vegar má gera ráð fyrir, að tækjabúnaður verði keyptur af notendum en eftirlitsstöðin
rekin af Slysavarnafélaginu sem hluti af Tilkynningaskyldunni. Þau afnot sem hafa má af
kerfinu til almenns gagnaflutnings mun að sjálfsögðu hafa hvetjandi áhrif á þróun þess. Engin
vandkvæði eru á því að þróa sjálfvirka tilkynningakerfið þannig að það geti tengst öðrum
gagnafjarskiptakerfum og hvers konar stafrænum búnaði og tölvukerfum, sem munu í vaxandi
mæli prýða fiskiskip framtíðarinnar.
7 Lokaorð
Rétt og skylt er að geta þess, að unnið hefur verið að þessu verkefni með sérstakri fjárveitingu
frá Alþingi og hefur Samgönguráðuneytið haft umsjón með ráðstöfun þess. Jafnframt veitti
Rannsóknasjóður Rannsóknaráðs styrk til þróunar á skipsstöðinni. Náið samstarf hefur verið
haft um verkefnið við Slysavarnafélag Islands, Póst- og símamálastjórn og Flugmálastjórn.
Öllum þessum aðiljum eru færðar þakkir fyrir veittan stuðning.
Heimildir
1. Carter D.A., “Using Loran-C for Automatic Vehicle Monitoring,” Navigation,
Vol.29, No. 1, 1982.
2. Wolfson J.A. o.tl., “Loran-Based Buoy Position Auditing System,”
USCG Report No. CG-D-09-80, February, 1980.
3. Hunter T. og Ashjaee J., “Land Navigation and Fleet Management with GPS,
Loran and Dead Reckoning Systems,” erindi flutt á PLANS ráðstefnu á vegum IEEE
í nóv. 1988 í Orlando, Florida.