Árbók VFÍ - 01.01.1989, Page 236
4-8
Hákon Ólafsson
Vatnsfælur
gegn grotnunarskemmdum
í steinsteypu
Úrdráttur
Gerð hefur verið rannsókn á áhrifum vatnsfælna á rakajafnvægi í steinsteypu og á veðrunarþol
hennar. Rannsóknin var gerð á tilbúnum sýnum á rannsóknastofu og á húsum í fullum
mælikvarða.
Niðurstöður sýna jákvæð áhrif á veðrunarþo! steypu, einkum þegar hún er rakadræg og illa
loftblendin, einnig á vatnsþéttleika steypu og á rakastig í útveggjum húsa.
Lykilorð: Vatnsfælur, veðrunarþol, rakastig, rakaflæði, alkalíefnahvörf.
1 Inngangur
Rannsóknir þær, sem hér verður greint frá eru í meginatriðum tvíþættar: í fyrsta lagi er um að
ræða rannsóknir á steyptum húsum, þar sem kannað hefur verið, hvort unnt sé að lækka
rakastig í steyptum útveggjum með notkun vatnsfælna og þar með draga úr hættu á grotnunar-
skemmdum í steypu. Hins vegar er um að ræða rannsóknir á rannsóknastofu, sem teknar voru
upp í kjölfar jákvæðra niðurstaðna úr fyrri rannsóknum. Þessum rannsóknum lauk 1988 en þær
voru kostaðar af Steinsteypunefnd.
2 Vatnsfælur
Vatnsfælur er nýyrði yfir flokk efna, sem borin eru á steinsteypu í vökvaformi og veldur því að
steypan hrindir frá sér vatni, sem á henni mæðir, í stað þess að draga það í sig. Efnaflokkur
þessi er stór og má skipta honum í grófum dráttum í þrjá undirflokka, seni nota má á stein-
steypu, þ.e.a.s. sílíkon, síloxan og mónósílan. Sílíkonflokkurinn er stærstur enda hefur sílíkon
verið á markaðnum í langan tíma. Síloxanefnin komu síðar en mónósílan er nýjast. Blöndur úr
Hákon Ólafsson lauk prófi í byggingarverkfræöi
frá NTH í Þrándheimi 1966. Verkfræöingur í
steypurannsóknastofu
NTH 1966-1967, í
ráögjafarverkfræöistofu
Ásbjörn Myklebust í
Þrándheimi 1967-1968 og
í Rannsóknastofnun
byggingariönaðarins frá
1968, yfirverkfræðingur frá
1976, forstjóri frá 1985.
framannefndum flokkum eru einnig til.
Umrædd efni hafa þann meginkost, að
þau hindra að vatn gangi inn í steypuna
án þess að loka henni fyrir rakastreymi í
formi gufu. Er því ekki hætta á að raki,
sem fyrir er í steypunni, lokist inni, en
það er einmitt helsti galli ýmissa sterkra
málningartegunda, sjá mynd 1.
Munur er á umræddum vatnsfælum,
einkum hvað varðar endingu efnanna og
hæfni þeirra til að standast einhliða vatns-
þrýsting. Sílíkon og síloxan mynda himnu
utan á steypunni, sem hrindir frá sér vatni