Árbók VFÍ - 01.01.1989, Page 238
236 ÁrbókVFÍ 1988
veggi eftir nokkurra daga þurrt veður. Veggirnir hafa aðallega verið ómálaðir en þó hafa verið
gerðar nokkrar prófanir á máluðum flötum, þar sem fíngert sprungunet hefur þegar verið
komið fram.
Rakastig steypunnar hefur aðallega verið mælt með leiðnimælum, sem mæla rakastig í ysta
hluta veggs (0-10 cm). Einnig hafa verið teknir borkjarnar í sumum tilvikum og rakastig mælt
með vigtun fyrir og eftir þurrkun. Tilraunir til að mæla hlutlægan raka í mismunandi dýpt í
veggjum hafa hins vegar ekki tekist á fullnægjandi hátt.
Sem dæmi eru sýndar niðurstöður mælinga á fyrsta húsinu, sem tilraunir voru gerðar á, en
það er hlaðið hús með steyptum göflum. Gaflarnir eru hraunpússaðir, ómálaðir og voru með
fíngerðu sprunguneti í yfirborði. Niðurstöður má sjá á mynd 2. Frekari niðurstöður eru birtar í
(1). Myndin sýnir rakastig í ofannefndum steyptum göflum. í upphafi var rakastig í báðum
göflum 6,2%. Gafl 1, sem snýr í austur var meðhöndlaður með sílíkoni, tegund drisil 78, sum-
arið 1980 og síðan aftur með mónósílan, tegund múrsílan 40% upplausn, sumarið 1984 Sést
greinilega að veruleg útþornun hefur átt sér stað. Gafl 2 var aftur á móti ekki meðhöndlaður
fyrr en haustið 1982 og þá með síloxan, tegund Conservado 30, og síðan aftur með múrsílan
sumarið 1983.
I janúar 1983 var boraður 3" kjarni úr gafli 1. Raki mældist 2-3% undir mettunarraka. Þurr-
astur var veggurinn í ytra borði en þar fannst útþomað alkalíhlaup, en hlaup sem hefur þornað
þenst ekki út aftur þótt raki komist að því að nýju. Við skynmat á útliti veggja virðist
sprungumyndun hafa stöðvast en eins og fram kemur hér að framan var áberandi sprungunet í
gafli 1 í upphafi.
Af framannefndum niðurstöðum virðist mega draga þá meginályktun að inndreyping steyptra
útveggja húsa með vatnsfælum geti verið áhrifarík aðgerð til að lækka rakastig í blautum
veggjum og þannig minnka eða hindra grotnun vegna frost- og/eða alkalíverkana. Ljóst er að
áhrifaríkast er að bera vatnsfælur á steyptan flöt. Hins vegar benda mælingar til þess að viss
árangur geti náðst með vatnsfælum, ef um er að ræða málaðan flöt, sem er með útbreiddu
sprunguneti (1). Sprungumar draga þá síður í sig vatn, en hleypa þó raka út úr veggnum.
4 Rannsóknir á rannsóknastofu
4.1 Eftirtaldar rannsóknir voru framkvæmdar:
- Ahrif vatnsfælna á rakadrægni steypu við mismunandi vatnsþrýsting.
- Inndreypingardýpt við mismunandi rakastig.
- Ahrif á veðrunarþol steinsteypu.
- Ahrif á útþornun steinsteypu.
- Ahrif á viðloðun við nýja steypu.
Jafnframt hafa verið gerðar lauslegar athuganir á áhrifum vatnsfælna á viðloðun málningu
við steinsteypu en slíkar mælingar hafa þó í meira mæli verið gerðar á öðrum rannsóknastofum
Hér á eftir verður greint frá niðurstöðum framantalinna rannsókna.
4.2 Áhrif á rakadrægni viö mismunandi vatnsþrýsting
Prófanir voru framkvæmdar á eftirfarandi hátt: Staðlaðir múrstrendingar, 4x4x16 cm, voru
þurrkaðir í ofni við 100 °C í 24 klst. og síðan geymdir á rannsóknastofu. Strendingum var
síðan dýft í viðkomandi tegund af vatnsfælu í 30 sek. Rakadrægni var prófuð með því að
geyma strendinga í vatni við mismunandi vatnsþrýsting og vega þá fyrir prófun og eftir 24 klst.
í vatni. Þannig hafa helstu tegundir vatnsfælna verið prófaðar og má sjá niðurstöður á mynd 3.
Greinilegur munur er á áhrifum hinna þriggja meginflokka af vatnsfælum. Áhrif mónósílan
efna eru mikil, jafnvel við mikinn vatnsþrýsting, áhrif ólígósflana eru minni, en þó veruleg en