Árbók VFÍ - 01.01.1989, Side 240
238 Árbók VFÍ 1988
Mynd 4 Ahríf rakastigs steypu og inndreypingartíma á inndreypingardýpt vatnsfcelna.
Mat á inndreypingardýpt var framkvæmt með því að brjóta strendingana og skoða þversniðið
eftir að því hafði verið dýft í vatn. Litarmunur vegna mismunandi ísogs múrsins sýndi greini-
lega inndreypingardýptina
Inndreyping mónósflan efnanna var svipuð og er hún sýnd á mynd 4. Þar sést vel hve áhrif
rakastigsins eru mikil og jafnframt, að miklu skiptir, hvernig vatnsfælur eru bornar á flötinn.
Síloxanvatnsfælan gekk nánast ekkert inn í strendingana.
4.4 Áhrif á veörunarþol steinsteypu
Gerðar voru prófsteypur með v/s-hlutfalli u.þ.b. 0,70, 0,55 og 0,46. Tilsvarandi sementsmagn
pr. m3 var u.þ.b. 230, 280 og 340 kg. Fyrir hvert v/s-hlutfall var notuð mismunandi loftblönd-
un þannig að fengist óloftblendin steypa, loftblendin steypa og mikið loftblendin steypa. Loft-
innihald sveiflaðist þannig innan hvers steypuflokks frá u.þ.b. 2-8%.
Frostþol var prófað skv. Nordtest aðferð NT Build 209 með þeirri breytingu að notað var
hreint vatn í stað 3% NaCl upplausnar.
Fyrir prófun voru sýnin inndreypt með 40% mónósílanlausn í 0, 15 og 30 sek., eftir tveggja
daga útþomun á rannsóknastofu frá vatnsmettuðu ástandi.
Á 25 umferða fresti voru sýnin vegin til þess að meta flögnun og þau metin skynmati og
mynduð í samræmi við viðkomandi staðal. Sýnin voru prófuð í 100-150 umferðir. Á mynd 5
hafa niðurstöður verið færðar inn á stöplarit.
Á stöplaritinu kemur eftirfarandi skýrt fram:
a) Óloftblendin steypa
Vatnsfælur hafa mikil áhrif í þá átt að hindra frostskemmdir í steypunni. Þetta kemur einkar
skýrt fram í þeirri steypu, sem er með hæsta v/s-tölu (0,7), en slík steypa er almennt talin
ófrostþolin einkum ef loftblendi er lélegt. Á stöplaritinu sést að sýni án vatnsfælu er nær ónýtt,
með flögnun 4,3 kg/m2. Með vatnsfælu eru sýnin aftur á móti lítið skemmd með flögnun 0,2-
0,8 kg/m2.
Sömu áhrif koma einnig greinilega fram við v/s-tölu 0,56. Eftir 100 umferðir er flögnun 1,1