Árbók VFÍ - 01.01.1989, Page 244
Björn Jóhann Björnsson
og Pálmi R. Pálmason
Áhrif sveiflukennds álags
á nokkur stífluefni
Urdráttur
Gerð er grein fyrir fyrstu niðurstöðum prófana í þríásatæki á áhrifum sveiflukennds álags á
nokkur íslensk stífluefni, þ.e. jökulruðning, fokmold, ármöl og glersand frá virkjunarsvæðum
við Þjórsá og Tungnaá, sem ná allt frá Kvíslaveitu suður um Búrfell. Rannsóknirnar sem
gerðar voru á vegum Landsvirkjunar árið 1985, beindust að því að athuga við hvaða ástand
ysja (liquefaction) myndast í efnunum.
Niðurstöður benda til þess að lítil hætta sé á myndun ysju í þessum jarðefnum séu þau
___________________________________________ tiltölulega þétt pökkuð og virkar spennur
100 kPa eða hærri, jafnvel þótt skjálfta-
áhrif skv. MM- kvarða séu IX stig.
Björn Jóhann Björnsson lauk BS-prófi í jaröfræði
frá HÍ1974, M.Sc. prófi í jaröverkfræöi frá Uni-
versity of Idaho, Moscow, USA, 1977. Jarö-
fræöingur hjá Orkustofnun
1974-1975. Verkfræöing-
ur hjá Landsvirkjun 1977-
1986, við Sigöldu- og
Hrauneyjarfossvirkjun
ásamt Kvíslaveitu. Hefur
rekiö verkfræöi- og jarð-
fræöiþjónustuna Stuöui,
Hafnarfirði, síðan 1986.
Páimi Ragnar Pálmason lauk prófi í bygginga-
verkfræði frá NTH í Þrándheimi 1965 með jarð-
tækni og grundun sem aðalfag. Verkfræöingur
hjá VST hf. að mestu síöan, en hefur starfað
erlendis í allmörg ár inn á milli, í Bandaríkjunum,
Kanada og Norðurlöndunum. Ráðgjafi við
virkjunarframkvæmdir
hérlendis m.a.; Þóris-
vatnsmiðiun, Hrauneyjar-
fossvirkjun, Kvíslaveitu,
Sultartangavirkjun og
Blönduvirkjun. Fram-
kvæmdastjóri virkjana-
og véladeildar hjá VST hf.
frá 1987.
1 Inngangur
Allt fram á miðjan síðasta áratug og jafn-
vel lengur hérlendis, hafa jarðskjálftaáhrif
á mannvirki verið metin með því að líkja
eftir skjálftanum með láréttum krafti sem
virkar í massamiðju. Krafturinn er reikn-
aður sem margfeldi massa mannvirkisins
eðah I uta þess og h ugsan legrar jarðskjálfta-
hröðunar, oftast frá 0,07g upp í 0,2g.
Mynd 1 sýnir hvemig slíkur jarðskjálfta-
kraftur hefur reikningslega verið látinn
virka á jarðstíflur. Flestum mun hafa verið
Ijóst að á þennan hátt væri verið að ein-
falda mjög jarðskjálftaáhrif en talið var að
aðferðin væri fullnægjandi.
Helstu ágalla við þessa aðferð má telja
eftirfarandi:
1. Notað er reiknilíkan sem gildir ein-
ungis fyrir kyrrstætt ástand til þess að
líkja eftir sveiflukenndu álagi.
2. Ekki er tekið tillit til þess að jarð-
skjálftahröðun eykst venjulega upp
eftir stíflum.
3. Ekki er tekið tillit til þess að skúf-