Árbók VFÍ - 01.01.1989, Blaðsíða 246
244 Árbók VFÍ 1988
inni Niigata. Þrátt fyrir þessa fjarlægö urðu gífurlegar skemmdir í borginni einkum af völdum
ysju. I Alaska voru og verulegar skemmdir, einkum jarðskrið, raktar til ysjumyndunar.
Til eru nokkuð góðar lýsingar af ysju í íslenskum jarðskjálftum. Gleggsta lýsingin er þó ef til
vill frásögn Þorvalds Thoroddsen (1899) á atburðum við Víkingavatn í Kelduhverfi í
jarðskjálftum 1885:
„Norðvestan við Víkingavatn eru sléttir sandar, itpp um þá gaus stórkostlega á þrem stöðum,
voru gosstólparnir svartir á lit og 50 - 60 faðma háir, komu gosin í hvert sinn fyrst að austan
og fœrðust svo vestur, þá mynduðust og háir gtgir, sem ýmist skaut upp eða hurfu, það sem
upp spýttist, var mest sandur, en þó voru innan um hraunmolar og rauður leir, sem hér er
vanalega undir jarðvegi nœst hrauninu. A þessum gosum stóð í 15 mínútur. Þegar menn eftir
landskjálftann fóru að skoða verksummerki á söndum sást að hér og þar höfðtt fallið niður stór
stykki, og var hœðarmunurinn 3 álnir við harma, en í miðju voru holurnar dýpri, en þar var
ekki hœgt að mœla fyrir vatni. Stærsta jarðfallið var 60 - 70 faðma ttmmáls, en hin nokkuð
minni, öll vortt þatt full af vatni, 1895 vortt sandhverir þessir nœrri alveg horfnir. “
Lýsing Þorvalds Thoroddsen á áhrifum Suðurlandsskjálfta árið 1896 bendir og eindregið til
þess að ysja hafi víða myndast á Suðurlandsundirlendi í skjálftunum („á söndum koma kringl-
óttar holur sem oftast kasta sandi og vatni hátt í loft upp. “).
Líklegt er og að mikið jarðskrið sem þá varð fyrir ofan bæinn Krók í Holtum nærri Þjórsá
hafi orðið vegna sandysju í vatnsmettuðum jarðvegi.
Nýjasta íslenska dæmið um sandysju í jarðvegi er lýsing Páls Einarssonar o.fl. (1977) á
jarðskjálftunum í Borgarfirði 1974. Þá urðu talsverð skrið í litlum halla (15 gráður) og
höfundar taka fram að þetta hafi orsakast af ysju.
Þessi dæmi sýna að ysja í jarðskjálftum á Islandi er líklega næsta algengt fyrirbrigði enda þótt
því hafi verið fremur lítill gaumur gefinn hingað til. Þannig kann vel að vera að ysja hafi átt
þátt í myndun Skjálftavatnanna svonefndu í Kelduhverfi árið 1975.
Eins og að líkum lætur hafa allmargir eiginleikar efnisins áhrif á það hvort ysja myndast í til-
teknum jarðskjálfta við tiltekna hröðun eða ekki. Áður hefur mettun verið nefnd, en auk
hennar má nefna kornagerð og kornastærðardreifingu efnis, þjöppun þess og spennuástand.
Ennfremur hvort viðkomandi jarðlag hefur áður titrað í jarðskjálfta við svipað spennuástand.
Hér á eftir verður gerð grein fyrir tilhögun þeirra prófana sem gerðar voru og helstu
niðurstöðum.
3 Tilhögun prófana
Gerðar voru svonefndar þríásaprófanir með sveiflandi álagi. Sýni voru tekin af helstu stíflu-
byggingarefnum á virkjunarsvæðum við Þjórsá og Tungnaá.
Tafla 1 sýnir jarðfræðilega greiningu efnanna, tökustað sýna og notkun efnanna í mann-
virkjum.
Tafla 1 Yfirlit yfir sýnin.
Efni
Fokmold
Jökulruðningur
Ármöl
Glersandur
Náma
Notkun
Sultartangi
Kjarnaefni í stíflu
Kjarnaefni í stíflu
Þúfuver
Þúfuver
Vatnsfell
Stoðfylling/sía í stíflu
Frárennslisskurður
Mynd 2 sýnir sáldurferla efnanna. Fínkornóttust er fokmoldin úr Sultartanga. Segja má að
þar sé um „venjulegan íslenskan" fokjarðveg að ræða. Glersandur frá Vatnsfelli er úr lægð á