Árbók VFÍ - 01.01.1989, Page 251
Stífluefni 249
III, 1983) hafa unnið. Þar sést
að 0,6g hröðun svarar nokkurn
veginn til áhrifa IX.
Ef notuð er líkingin í töflu II,
með láréttri hröðun 0,6g og
gert er ráð fyrir að rd = 1 sést að
hámarkshröðun 0,6g svarar
nokkurn veginn til spennuhlut-
falls 0,4 sem er það spennu-
hlutfall sem var notað í þeim
prófum sem er lýst hér á eftir.
Þá er heldur ekki sama hvort
jarðvegur verður fyrir t.d. 5
sveiflum eða 100 sveiflum af
völdum eins jarðskjálfta. Seed
o.fl. (1975) hafa rannsakað
fjölda jarðskjálfta og komist að
þeirri niðurstöðu að samband
sé milli fjölda „virkra“ sveifla
og stærðar jarðskjálfta skv.
Richterkvarða. Þetta samband
er sýnt í töflu á mynd 8. Þessar
tölur má svo t.d. setja upp í
línurit sem einnig er sýnt á
myndinni.
Eins og áður hefur verið rakið
getur spennuhlutfallið 0,4
svarað til skjálftaáhrifa milli IX
og X á Mercallikvarða. Hér-
lendis er talið að þessi áhrif
svari nokkurn veginn til jarð-
skjálfta af stærð u.þ.b. 7 á
Richterkvarða (sjá Páll Hall-
dórsson o.fl. 1984).
Samkvæmt mynd 8 verður
CJ)
Q
:0
tr
X
cc
<
Q
CJ
Z
>-
a.
3
l
X
1.3
1.2
1.1
0.9
0.7
0.6
0.4
0.2
0.1
1 (n) HOR. DATA UNITS • LIMIT OF DATA TJ > ( :oima 2) i
— 0 MEAN /;
N t EAR F IARD IELD SITE PAC C OIMA/I •1 " 1 i
C i / rn 'i 1
i!
(2 81 GAZLI K ?/
(i J 8) K / !t 1KOVN/ / , i GAZL
FRAN FALL KLIN t S DAM ‘ RANC H * / // /
i / 77 t KOYN/ I i
I [// /
r' „ í / / j /
- s
nz:
3ZE T7TT ~Wr
TXL
AHHRIF SAMKVÆMT M. MERCALLI SKALA
Mynd 7 Samband hröðunar og M. Mercalli áhrifa í
jaröskjálfta. Heimild: Krínitzky and Marcuson 1983.
sýni úr tilteknu jarðlagi, sem prófað er gagnvart sveiflandi álagi við sambærilegar aðstæður og
ríkjandi eru í jarðlaginu í náttúrunni, þ.e. sömu spennur og rúmþyngd, að standast u.þ.b. 15
sveiflur með aflögun 10 prósent til þess að öruggt megi telja að jarðlagið ysjist ekki í
jarðskjálfta sem veldur MM-áhrifum um IX til X.
5 Niðurstöður prófana
Hér að framan hefur verið reynt að taka saman helstu forsendur efnisprófana þeirra sem gerðar
voru til þess að auðvelda mat á niðurstöðum og hafa verður í huga þegar niðurstöður eru
metnar.
Mynd 9 sýnir niðurstöður prófana á glersandi. Sandurinn er fínefnasnauður og fremur eins-
korna (mynd 2). Við 14,7 kN/m3 þurra rúmþyngd ysjast efnið (nær 10% aflögun) við 2-3