Árbók VFÍ - 01.01.1989, Blaðsíða 256
4-10
Jón Þór Þórhallsson
Er upplýsingaþjóðfélag
á íslandi?
Ef þessi spurning væri lögð fyrir fólk á förnum vegi, mundu ýmsir eflaust svara því til, að það
væri af og frá. Svo illa væri ekki komið fyrir okkur. Aðrir teldu trúlega, að við byggjum þegar í
upplýsingaþjóðfélagi, og við því væri ekkert að segja. Því er ekki að neita, að orðið upplýsinga-
þjóðfélag hefur hálfneikvæðan hljóm. Hver man ekki vísindaskáldsögurnar, þar sem sögu-
persónurnar þurftu að búa við það ófrelsi, að líf þeirra var eins og opin bók? Upplýsingum var
safnað um sérhvert smáatriði í lífi þeirra. En til að svara spurningunni að framan, þarf fyrst að
skilgreina hvað upplýsingaþjóðfélag er og síðan að skoða íslenskt þjóðfélag með tilliti til
þeirrar skilgreiningar.
í bók, sem Bandaríkjamaðurinn John Naisbitt skrifaði árið 1984 og nefndi Megatrends*,
fjallar hann meðal annars unt upplýsingaþjóðfélagið. Hann vitnar í Daniel Bell, þjóðfélags-
fræðing við Harvardháskóla, sem árið 1956 skilgreindi upplýsingaþjóðfélag þannig:
„Upplýsingaþjóðfélag tekur við af iðnaðarþjóðfélagi.“
Með þessari skilgreiningu má segja, að upplýsingaþjóðfélaginu sé gefið númer, er sýni sæti
þess í röð þjóðfélaga. Sjálfur skilgreinir John Naisbitt upplýsingaþjóðfélagið þannig:
„I upplýsingaþjóðfélagi starfa fleiri í upplýsingagreinum en í iðnaði.“
Skilgreining Johns Naisbitts er nákvæmari en skilgreining Daniels Bells, því hún byggir á
samanburði á starfsmannafjölda í upplýsingagreinum annars vegar og iðnaði hins vegar. Það
er nokkuð ljóst hverjir starfa í iðnaði. En hverjir starfa í upplýsingagreinum? Að mati Johns
Naisbitts eru það aðallega: Stjórnendur, skrifstofumenn, endurskoðendur, lögfræðingar,
viðskiptafræðingar, verkfræðingar, tæknifræðingar, tölvunarfræðingar, læknar, kenn-
arar, félagsráðgjafar, arkitektar, bókasafnsfræðingar, blaðamcnn og fleiri.
Verkfræðingar eru á meðal þeirra sem John Naisbitt segir starfa í upplýsingagreinum.
Einhverjum verkfræðingi kann að koma þetta nokkuð spánskt fyrir sjónir. En dokum aðeins
við og veltum þessu nánar fyrir okkur.
Jón Þór Þórhallsson nam eðlisfræði við háskól-
ana í Karlsruhe og Giessen í Vestur-Þýskalandi.
Lauk doktorsprófi frá háskólanum í Giessen
1967. Rannsóknar-, kennslu- og stjórnunarstörf
við háskóla í Kanada
1967 - 1974. Forstöðu-
maður Reiknistofnunar
Háskólans 1974 - 1977.
Forstjóri SKÝRR frá 1977.
Kennslustörf við Háskóla
íslands frá 1974, dósent í
upplýsingatækni við
viðskiptadeild frá 1981.
Eru verkfræðingar ekki einmitt að fást við
upplýsingar í starfi sínu, taka við upplýs-
ingum, vinna úr upplýsingum og skila frá
sér upplýsingum?
í bók sinni fullyrðir John Naisbitt, að í
Bandaríkjunum starfi meira en 65%
manna í upplýsingagreinum og skili
meira en helmingi af vergri þjóðarfram-
leiðslu Bandaríkjanna. Mér er ekki kunn-
ugt um, að enn hafi verið gerð úttekt á því
hve margir starfa í upplýsingagreinum á
Islandi. Þangað til siík úttekt er gerð,
verðum við að notast við aðrar aðferðir til
* Megatrends. John Naisbitt. Wamer Books 1984