Árbók VFÍ - 01.01.1989, Blaðsíða 257
Upplýsingaþjóðfélag 255
að leggja mat á stöðu upplýsingagreina á íslandi. Sú aðferð, sem ég hef valið, er að leiða líkur
að því að við búum í upplýsingaþjóðfélagi eins og Bandaríkjamenn gera. I fyrsta lagi mun ég
bera saman þróunina hér á landi og vestanhafs fram að 1984, þegar bók Johns Naisbitts kom
út, og draga fyrstu ályktanir út frá því. Síðan er ætlunin að bera frekar saman þróunina, sem
orðið hefur eftir 1984, og draga ályktanir af því.
Þróunin hér á landi hefur að flestu leyti verið mjög svipuð og þróunin vestanhafs:
Bændum fækkaði.
Þeim sem luku stúdentsprófi tjölgaði.
Æ fieiri Ijúka háskólaprófi.
Aukin áhersla hefur verið lögð á upplýsingatækni.
Til að forðast allan misskilning langar mig að skjóta hér inn á milli einni skilgreiningu á
upplýsingatækni (Information Technology eða IT).
Margir íslendingar virðast nefnilega nota orðin upplýsingatækni (Information Technology)
og tölvutækni (Computer Technology) jöfnum höndum, eins og þar væri um engan merking-
armun að ræða. A útlendum málum er yfirleitt gerður verulegur munur á þessu tvennu og er
upplýsingatækni oftast skilgreind sem tölvutækni og boðskiptatækni til samans. I hugum
flestra hefur tölvan orðið tákn upplýsingatæknivæðingar, líkt og gufuvélin varð tákn iðn-
væðingar. Það er því ekki að undra, þó að orðið tölvutækni hafi náð slíkri fótfestu. Hér á eftir
mun ég halda mig við þá skilgreiningu, að tölvutækni og boðskiptatækni til samans Sé upp-
lýsingatækni. Og hvað tölvunni, þessu tákni upplýsingatæknivæðingarinnar, viðvíkur, þá eru á
íslandi miðlungsstórar tölvur, litlar tölvur og um 20 þúsund einmenningstölvur, eða ein á
hverja 12 Islendinga.
Lfkt og aðrir, er starfa í upplýsingagreinum, hafa verkfræðingar tekið einmenningstölvuna í
þjónustu sína og kennsla í tölvutækni er fyrir löngu orðinn hluti af námi verkfræðinga.
Tölvufræðsla er á boðstólum í íslenska skólakerfinu allt frá grunnskóla til háskóla. Auk þess
hafa sprottið upp einkaskólar, sem sérhæfa sig í tölvufræðslu. Arangurinn hefur heldur ekki
látið á sér standa. Eru íslendingar nú að mestu lausir við tölvuhrollinn svokallaða. I flestum
iðngreinum hefur upplýsingatæknin rutt sér til rúms átakalaust, andstætt því sem gerst hefur í
mörgum nágrannalöndum okkar. En ekki má gleyma boðskiptatækninni, þó að tölvutæknin sé
mikilvæg. í upplýsingaþjóðfélaginu er nefnilega ekki nóg að ráða yfir tölvutækninni og geta
þar með safnað saman upplýsingum á staðnum og unnið úr þeim fljótt og vel. Það þarf líka að
vera hægt að skiptast á upplýsingum á greiðan og þægilegan hátt, og þar hefur gamli góði
síminn komið til hjálpar. Símakerfið hefur fengið nýtt hlutverk, sem er að flytja upplýsingar
frá og að tölvum og á ntilli tölva.
Þegar Rússar skutu fyrsta gervitunglinu „Sputnik“ á loft árið 1956, þá töldu margir, að þar
með væri stigið fyrsta skrefið að ferðum manna út í geiminn, ferðalögum eins og menn þekktu
úr vísindaskáldsögum eftir Jules Verne. En fyrir okkur sem nú lifum, varð för „Sputniks" til
þess, að farið var að nota gervitungl til koma boðum milli landa og álfa. Með aðstoð Skyggnis
getum við nú hringt til viðskiptavina, vina og ættingja um allan heim og sambandið er eins gott
og þeir töluðu við okkur úr næsta húsi. Með tilkomu farsímans eru þeir líka orðnir fáir staðirnir
í heintinum, sem eru óhultir fyrir boðskiptum unt síma. En síminn er til fleiri hluta nytsam-
legur en tala í, hann hentar líka fyrir tölvuboð eins og áður var getið. Hér á landi er farið að
nota einmenningstölvur tengdar farsíma í bíl til að hafa eftirlit nteð mælabflum, svo dæmi sé
nefnt. En símakerfið má nýta á enn fleiri vegu. Faxið er óðum að taka við af telexi og þar
kemur einmenningstölvan einnig að góðum notum.
Einmenningstölvan mín er til dæmis tengd við símann og getur hringt og sent fax og tekið á
móti faxi allan sólarhringinn. Þetta nýjasta afsprengi upplýsingatækninnar hefur breytt vinnu-