Árbók VFÍ - 01.01.1989, Qupperneq 259
Upplýsingaþjóðfélag 257
stofna fyrirtæki í Reykjavík, sem ætlar meðal annars að sérhæfa sig í netrekstri og því að túlka
milli tölva sem tengdareru netinu.
í öðru lagi hefur hugarfarsbreytingin hjá stjómendum haft áhrif á skipulagningu fyrirtækja
þeirra. Skipurit fyrirtækja er yfirleitt nokkuð hefðbundið og deildaskipting miðast í flestum
tilfellum við starfsmannamál, fjármál og framleiðslu, sem heyra þá beint undir forstjóra.
Tölvudeildin heyrir sjaldnast beint undir forstjóra heldur undir fjármáladeildina, sem eflaust
stafar af því að tölvuvæðing fyrirtækja hófst með tölvuvæðingu bókhalds. En þetta er allt að
breytast, einkum hjá stærri fyrirtækjum. Farið er að skipa upplýsingamálum í flokk með
starfsmannamálum, fjármálum og framleiðslu, sem heyra þá beint undir forstjóra. í þessu felst
viðurkenning stjórnenda á mikilvægi upplýsinga og þar með upplýsingatækninnar fyrir fyrir-
tækin, og forstjórinn þurfi að fylgjast vel með slíkum málum.
Gott dæmi um slíkt er fyrirtækið Federal Express, sem hafið hefur flug til íslands eftir að
hafa fest kaup á fragtflugfélaginu Flying Tiger. Federal Express er eitt þeirra fyrirtækja, sem
leggur mikið upp úr því að nýta sér upplýsingatæknina. Ver fyrirtækið um 5% af veltu sinni til
þess. Fyrir bragðið getur Federal Express fylgst með því nákvæmlega, hvar sending er alla
leiðina frá sendanda til viðtakanda, hvort hún er í búk flugvélar, á leiðinni yfir hafið, í sendi-
bíl á leið til viðtakanda eða hvenær viðtakandinn tók við henni. Önnur félög, t.d. flugfélög og
bankar, verja svipuðum hluta af veltu sinni í upplýsingatækni og Federal Express. Þetta hlut-
fall er enn eitthvað lægra hér á landi, en það fer vaxandi.
Af öllu þessu má draga þá ályktun, að á Islandi sé upplýsingaþjóðfélag. Og það má benda á
fleiri atriði því til sönnunar, þó stikla verði á stóru plássins vegna:
Tölvubankar-hraðbankar (komnir)
Beinlínutenging viðskiptavina við banka (komin)
Tölvupóstur (kominn, t.d. hjá Skýrr með 2500 notendur)
Skjalaskipti með aðstoð tölva (á næstu grösum)
Peningaflutningar með aðstoð tölvu (í undirbúningi)
Hönnun með aðstoð tölvu/framleiðsla með aðstoð tölvu (komin)
Tölvuvædd stýring framleiðslu (í nánd)
Öll snerta þessi atriði verkfræðinga, hvort sem þeir eru hönnuðir, ráðgjafar eða notendur, en
verkfræðingar hafa fyrir löngu náð tökum á tölvutækninni. Tölvuvæðing verkfræðistofa hófst
árið 1964 með tilkomu IBM 1620 tölvu Reiknistofnunar Háskólans, en sú tölva var fyrsta
tölvan á fslandi, sem hentaði vel til verkfræðilegra útreikninga. Þá var lögð áhersla á ýmis
konar útreikninga. Nú er tölvan orðin eða er að verða ómissandi verkfæri við alla hönnun, auk
útreikninga. Samfara því hafa ýmsir verkfræðingar komið sér upp upplýsingabönkum, sem
aðrir verkfræðingar sækja í. Því eru samtengingar tölva líka bráðnauðsynlegar verkfræðingum,
til þess að unnt sé að miðla upplýsingum og sækja þær.
í upphafi sagðist ég ætla að leiða lfkur að því, að á íslandi væri upplýsingaþjóðfélag, með því
að bera saman þróunina hér á landi og vestan hafs, og eins þróunina hér á landi, fyrir og eftir
að bókin Megatrends eftir John Naisbitt kom út árið 1984. Þó hér hafi verið stiklað á stóru
plássins vegna, þá er Ijóst, að þróunin hérlendis hefur verið svipuð og þróunin í Bandaríkjun-
um og flest það, sem nýtt er í upplýsingatækniheiminum, er komið til okkar og ekki nóg með
það. Skammstafanir á tækniheitum eru komnar inn í ástkæra ylhýra málið og orðin okkur töm;
CAD/CAM (Computer aided design / Computer aided manufacturing) hefur breyst í HAT/
FAT (Hönnun með aðstoð tölvu / framleiðsla með aðstoð tölvu) o.s.frv. Af því, sent að framan
hefur verið sagt, er varla unnt að draga nerna þá ályktun, að allt bendi til þess, að á Islandi sé
upplýsingaþjóðfélag.