Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1997, Qupperneq 109
Sameiginlegur rekstur VFÍ/TFÍ 107
styrktarsjóði J.C. Möllers hér heima og sér um afgreiðslu mála sem sjóðnum tengjast.
Bókari færir bókhald VFÍ, TFÍ og hússjóðs, aðstoðar framkvæmdastjóra með innheimtur og
eftirrekstur árgjalda, sendir út reikninga, sér um innkaup fyrir fundi og daglegan rekstur.
Gestir og gangandi hitta fyrst fyrir skrifstofustúlku félagsins, sem auk þess að sjá um síma-
vörslu fyrir VFI og TFI svarar hluta símhringinga og fyrirspurna til SV. Hún sér um félaga-
skráningu og útsendingu gagna, auk ljósritunar, og undirbýr að mestu leyti flestalla fundi
sem í húsi eru haldnir, þ.m.t. er fundarboðun, skráning á sali og kaffiveitingar. Ritvinnsla
lendir að mestu á framkvæmdastjóra, m.a. vegna anna skrifstofustúlku við önnur störf.
Félagslegur skoðunarmaður er Vífill Oddsson verkfræðingur, en reikningslegur endur-
skoðandi er Kristinn Gestsson.
Skrifstofan er opin virka daga frá kl. 9-12 og 13-17. Vegna fundarhalda í hádegi og eftir
hefðbundinn vinnutíma er skrifstofan þó oftast opin meðan einhver starfsemi fer fram í hús-
inu. A föstudögum er reynt að loka kl. 16. Það er orðinn fastur liður að loka skrifstofu í júlí-
mánuði vegna sumarleyfa. Skrifstofan er rekin af VFI og TFI. Sameiginlegum kostnaði er
skipt hlutfallslega eftir félagafjölda eins og hann stendur hjá hvoru félagi í ársbyrjun. VFÍ
stóð straum af 63% útlagðs kostnaðar, en TFI 37%. Félögin standa sjálf undir sérgreindum
kostnaði sbr. samning um samrekstur.
Samkvæmt ársreikningi 1995 er fastur rekstrarkostnaður skrifstofu um 70% af rekstrar-
tekjum, en útgáfustarfsemi, nefndarstörf og önnur sérverkefni um 30%. Ákveðið var í upp-
hafi starfsársins að stefna að auknum fjárframlögum til sérverkefna í þágu félagsmanna.
Framkvæmdastjóra var falið að yfirfara rekstrarkostnað og móta tillögur til lækkunar hans
er nemi a.m.k. 5% á yfirstandandi ári miðað við rekstur sl. árs og 15% árið 1997. Með vísan
til ársreiknings 1996 má sjá að þetta mark hefur náðst.
Aðalfundur í fyrra samþykkti kaup á Internetbúnaði. Nú hefur VFI tengst veraldar-
vefnum og á orðið myndarlegar heimasíður sem greina frá ýmsum atriðum er tengjast
félaginu. Einn félagsmanna, Árni Geirsson verkfræðingur, hefur í sjálfboðavinnu séð
algjörlega um veraldarvafstrið. Hann útbjó heimasíður VFÍ og hefur viðhaldið upplýs-
ingum og sett inn nýjar eftir því sem þörf hefur verið á. Næst á dagskrá eru kaup á full-
komnu faxsenditæki fyrir skjöl sem þurfa að sendast áfram en ekki eru til á ritvinnslu, þ.e.
utanaðkomandi skjöl.
Fundarsalir
Hljóðkerfi í fundarsal, sem aðalfundur samþykkti kaup á í fyrra, er komið í notkun, en á tjöl-
mennari fundum eins og samlokufundum hefur verið kvartað undan hljómburði. Fundarsalir
á 2. hæð eru í notkun alla daga og komast færri að en vilja. Húsrými á 3. hæð í vesturenda
er hugsað fyrir hátíðafundi af ýmsu tilefni, en þar hefur einnig þurft að funda flesta daga.
Gerðardómi VFI og nefndum eins og menntamálanefnd, siðanefnd o.fl. fylgir umtalsvert
magn af skjölum og gerðarbókum sem þarf að halda vel utan um. Fram lil þessa hefur naum-
ast verið hægt að geyma þessi gögn f Verkfræðingahúsi svo vel sé. Nú hafa þeir hinir sömu
fengið nýja og betri fundaraðstöðu og afnot af læstum skápum á 3. hæð. Hátíðasalurinn
hefur stöku sinnum verður leigður út gegn vægu verði, en útleigan hefur ekki skilað umtals-
verðum tekjum. Umgengni leigjenda hefur í nokkrum tilfellum verið ábótavant, m.a. fór
parketgólf illa, en það verður bætt af leigutaka.