Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2007, Blaðsíða 22
Skemmtileg árshátíö
Árshátíð VFÍ var að venju haldin fyrsta laugardaginn í febrúar 2007 og tókst hún í alla
staði vel. Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri var heiðursgestur og flutti hátíðar-
ræðu. Gautur Þorsteinsson verkfræðingur var veislustjóri. Jónas Þórir lék undir borðum,
Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Jóhann Sigurðarson fluttu leikhústónlist við undirleik
Jóhartns G. Jóhannssonar og danshljómsveitin Karma lék fyrir dansi.
Á árshátíðinni var Jóhann Már Maríusson byggingarverkfræðingur gerður að heiðurs-
félaga og fjórir verkfræðingar sæmdir heiðursmerki félagsins fyrir vel unnin störf innan
verkfræðinnar eða í þágu félagsins. Verkfræðingamir fjórir em Gunnar Torfason bygg-
ingarverkfræðingur, Oddur Björnsson vélaverkfræðingur, Sigurjón Árnason vélaverk-
fræðingur og Steingrímur P. Kárason vélaverkfræðingur.
Brýr að baki - Brýr á íslandi í 1100 ár
Sturla Böðvarssyni, tæknifræðingi og samgönguráðherra, var í lok janúar 2007 afhent
fyrsta eintak bókarinnar Brýr að baki - Brýr á íslandi í 1100 ár. Bókin er gefin út af
Verkfræðingafélagi Islands og var það Steinar Friðgeirsson, formaður félagsins, sem
afhenti samgönguráðherra bókina. Bókin er samstarfsverkefni VFÍ og Vegagerðarinnar
og er fjórða bindið í tíu binda ritröð sem mun ljúka með 100 ára sögu VFÍ árið 2012. í
ritröðinni er fjallað um hin ýmsu svið sem verk-
fræðingar hafa starfað á en afar lítið er til af slíku
efni á íslensku. í upphafi var mörkuð sú stefna að
ritin skuli vera auðlesin, fróðleg og skemmtileg og
höfða til almennings jafnt sem verkfræðinga.
Bækurnar prýðir fjöldi mynda. Höfundur nýju
bókarinnar er Sveinn Þórðarson, sagnfræðingur,
sem er lesendum fyrri bóka í ritröðinni að góðu
kunnur fyrir vandaðan, lipran og skemmtilegan stíl.
Bókin er vönduð að allri gerð, um 400 blaðsíður,
prýdd 320 myndum sem sumar hverjar hafa aldrei
birst áður. I ritnefnd sátu Einar Hafliðason, for-
maður, Ríkharður Kristjánsson og Pétur Ingólfsson.
Aðrar bækur í ritröð VFÍ eru Frumherjar í verkfræði
á íslandi (2002), Afl í segulæðum - Saga rafmagns á
íslandi í 100 ár (2004) og í ljósi vísindanna - Saga
hagnýtra rannsókna á íslandi (2005).
Sveinn Þórðarson, höfundur bókarinnar,Einar
Hafliðason, formaður ritnefndar. Steinar
Friðgeirsson, formaður VFÍ, Sturla Böðvarsson
samgönguráðherra og Ragnhildur
Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri.
(Ljósm. Logi Kristjánsson)
Samstarf við verkfræðideildir
Verkfræðingafélag íslands hefur lagt mikla áherslu á gott samstarf við verkfræðideild
Háskóla Islands, enda eru slík tengsl báðum aðilum nauðsynleg. Formaður, varafor-
maður og framkvæmdastjóri hafa átt fundi með forseta deildarinnar og skorarfor-
mönnum um málefni verkfræðideildar og félagsins. Verkfræðingafélagið hefur nú þegar
tekið upp samstarf við forystumenn tækni- og verkfræðideildar HR og lýst vilja til nánara
samstarfs til að tryggja sem best gæði verkfræðinámsins við HR. Eins og gagnvart verk-
fræðideild HÍ hafa fulltrúar menntamálanefndar og stjórnar átt fundi með forseta og
deildarstjórum tækni- og verkfræðideildar HR. Skammt er síðan nýr rektor kom að HR
og deildarstjóri tækni- og verkfræðideildar HR, Bjarki Brynjarsson, lét af störfum. Stjórn
VFÍ þakkar þeim Guðfinnu Bjarnadóttur, fráfarandi rektor HR, og Bjarka gott og
árangursríkt samstarf og væntir góðs samstarfs við nýjan rektor og deildarforseta.
2 o
Arbók VFl/TFl 2007