Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2007, Blaðsíða 85
hefur batnað til muna. Samkvæmt tölum Hagstofunnar um verðþróun sjávarafurða
kemur fram að afurðaverð hefur hækkað um 27,9% á árinu 2006 mælt í íslenskum
krónum og má rekja þessa hækkun fyrst og fremst til lækkunar á gengi krónunnar og
hækkunar á afurðaverði erlendis sem nam um 11,2% á árinu 2006. Einnig breyttist olíu-
verð mikið á árinu.
A árinu 2005 dróst heildarafli íslenskra skipa saman um 3,6% og árið 2006 dróst hann
aftur saman um 4,7% frá því árið á undan. Miklar sveiflur eru í afla einstakra tegunda.
Utflutningsverðmæti sjávarafurða árið 2006 nam rúmlega 124 milljörðum króna sem er
13% aukning frá árinu áður á föstu gengi. Arið 2006 dróst útflutningur sjávarafurða
saman um 4,7% frá árinu áður.
Alframleiðsla jókst um rúmlega 18% á árinu 2006 frá fyrra ári. A sama tíma hækkaði
heimsmarkaðsverðið um 25% og gengi krónunnar lækkaði gagnvart dollar.
A árunum 1998-2005 hefur íslenskur upplýsingatækniiðnaður þróast mikið og á þessum
árum hefur fyrirtækjum í þessum iðnaði fjölgað um 38% og hefur sú fjölgun aðallega
verið í hugbúnaðargerð og ráðgjöf. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Islands störf-
uðu 422 fyrirtæki með ríflega 6.100 starfsmenn í þessum geira árið 2005. Fyrirtæki í þess-
um geira eru gjarnan af minni gerðinni og munu því sveiflur í gengi krónunnar hafa
mikil áhrif á rekstur þeirra.
Erlendir ferðamenn sem komu til landsins 2006 voru rúmlega 398 þúsund og er það
aukning um rúmlega 10% frá árinu 2005. Tekjur af erlendum ferðamönnum árið 2006
voru um 46,8 milljarðar miðað við tæpa 39,8 milljarða árið áður, en það er um 17,7%
aukning.
Vinnumarkaður
1 vinnumarkaðskömiunum Hagstofu Islands árið 2006 mældist meiri vöxtur atvinnu en
nokkru sinni frá því þessar kannanir hófust í upphafi tíunda áratugarins. Fjöldi starfandi
óx um 5,1% frá árinu áður. Aftur á móti jókst vinnutími einungis lítillega, eða um 0,2%,
og vinnumagn því samtals um 5,3%. Fjöldi fólks á vinnualdri (16-74 ára) óx um 3,9%
meðan vinnuaflinu fjölgaði um 5,4% þannig að aukning í atvinnuþátttöku fór saman við
fjölgun fólks á vinnualdri, sem að mestu leyti má rekja til aðflutnings erlendra ríkis-
borgara. Atvinnuþátttaka jókst í öllum aldursflokkum beggja kynja sem má að mestu
rekja til þess að þeir sem hingað flytjast fara allflestir til starfa og hækka með því atvinnu-
þátttökuna. Yngstu aldursflokkar beggja kynja hafa sjaldan mælst með jafnmikla atvinnu-
þátttöku en hún sveiflast meira eftir atvinnuástandi
en atvinnuþátttaka eldri aldurshópa. Til dæmis
hefur atvinnuþátttaka námsmanna aldrei mælst
meiri en á fyrstu tveimur ársfjórðungum 2006, en
auk hagstæðs atvinnuástands hefur kaupmáttur
launa aldrei verið meiri en á undanfömum misserum.
Undanfarin ár hefur vöxtur atvinnu verið misjafn
eftir atvinnugreinum. I landbúnaði hefur störfum
fækkað, jafnvel þótt þar sé að finna starfsemi sem
hefur farið vaxandi. Mannaflanotkun í sjávarútvegi
hefur einnig dregist saman. I veiðum fækkar starfs-
mönnum um 300 á hverju ári en í fiskvinnslu ber
heimildum ekki alveg saman. I öllu falli hefur hlutur
sjávarútvegs á vinnumarkaði dregist umtalsvert
saman á undanförnum árum. Um leið eru vísbend-
ingar um að framleiðni í frumvinnslugreinum hafi
aukist.
Breyting starfandi á vinnumarkaði á milli
ára 1992-2006
Heimild:Vinnumarkaðskannanir Hagstofu
8 3
Tækniannáll