Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2007, Blaðsíða 80
Þjóðarútgjöld, þ.e. neysla og fjármunamyndun
ásamt birgðabreytingum, jukust um 7,4% að
raungildi árið 2006, sem er helmingi minni vöxtur
en árið þar á undan. A undanförnum árum hafa
þjóðarútgjöld vaxið verulega umfram vöxt þjóðar-
tekna, en mismunurinn er halli á viðskiptajöfnuði.
Viðskiptahallinn náði hámarki á síðastliðnu ári og
mældist 26,7% af landsframleiðslu. Áætlað er að
beinn vöruinnflutningur vegna yfirstandandi stór-
iðjuframkvæmda skýri um 35% af vöruskiptahalla
ársins 2006. Aukinn viðskiptahalla það ár má m.a.
rekja til stóraukins halla á mældum þáttatekju-
jöfnuði, tengt breytingum á tekjuflæði af eignum
Islendinga erlendis og erlendra aðila hér á landi.
Verðbólga fór vaxandi framan af ári 2006 og náði
hámarki í ágúst þegar 12 mánaða breyting vísitölu
neysluverðs mældist 8,6%. Það sem helst skýrir
þessa þróun er lækkandi gengi krónunnar, vaxandi launakostnaður og hækkun
íbúðaverðs á landinu öllu um tæp 17%. Draga tók markvisst úr hækkun íbúðaverðs á
árinu sem hafði hinsvegar áhrif til þess að verðbólgan varð minni en ella og nam 6,8%
fyrir árið í heild.
Kaupmáttur ráðstöfunartekna heimilanna hefur aukist umtalsvert síðustu ár. Þannig
jókst kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann á bilinu um 5,7-5,9% á ári á tímabilinu
2004—2006. Á sama tíma hefur árlegur vöxtur einkaneyslu að raungildi verið heldur meiri
eða á bilinu 4,6-12,9% sem gefur til kynna að heimilin hafi í auknum mæli fjármagnað
neysluna með lántökum. Hins vegar ber að hafa í huga að á meðan skuldir heimilanna
sem hlutfall af ráðstöfunartekjum hækkuðu var aukning eigna þeirra að meðtöldum
lífeyrissjóðum meiri. Hreinar eignir heimilanna jukust því á undanförnum árum.
Virkjanir —“ Alver
Fjárfesting vegna stóriðjuframkvæmda
2003-2010.
Heimild: Fjármálaráðuneytið.
Þjóðarútgjöld
Einkaneysla
Nýjar hagtölur benda til þess að verulega hafi hægt á vexti einkaneyslu árið 2006 eftir
gífurlegan vöxt árið 2005. Samkvæmt áætlun Hagstofu íslands jókst magn einkaneyslu
um 4,6% að raungildi á árinu 2006 miðað við fyrra ár. Innan ársins hægði umtalsvert á
~s
Breyting frá mmm Einkaneysla — Einkaneysla á mann
fyrra ári (%) Kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann
15 ----------------------------------------------------------------------
-6 -1-----------------L—J---------------------L__J-----------
1995 1997 1999 2001 2003 2005 2007 2009
______________________________________________________________y
Vöxtur einkaneyslu og kaupmáttar
ráðstöfunartekna á mann 1995-2009.
Heimildir: Seðlabanki Islands, Fasteignamat
rlkisins og Fjármálaráðuneytið.
aukningunni frá árinu 2005. Margvíslegir þættir
lögðust á eitt í þeirri þróun. Eignaverðshækkanir,
bæði fasteigna og verðbréfa, voru mun minni en
fyrri ár. Eftir mikla útlánaaukningu árið 2005 dró úr
aðgengi heimila að lánsfé á árinu 2006 með hærri
vöxtum og auknum skilyrðum. Jafnframt lækkaði
gengi krónunnar umtalsvert á árinu sem hafði áhrif
á að beina eftirspurn inn í hagkerfið. Einkaneyslan
varð því háðari kaupmætti ráðstöfunartekna á árinu
2006, en undanfarin ár, en hartn jókst um 5,9%
samkvæmt áætlun fjármálaráðuneytisins. Hrein
eignastaða heimilanna, miðað við fasteignamat og
lífeyriseignir á móti skuldum heimila við lánakerfið,
hækkaði um tæplega 15% árið 2006, sem þó er
nokkru minna en árið 2005 og munar eflaust nokkuð
um meiri verðbólgu á árinu 2006 í því samhengi.
Jafnframt jukust skuldir heimilanna hraðar en
ráðstöfunartekjur, en árið 2006 námu skuldir heimila
7 8 | Á r b ó k VFl/TFl 2007