Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2007, Blaðsíða 319
Innsetningargrunnur-uppbygging
Mynd 3 sýnir uppbyggingu innsetningargrunnsins með eftirfarandi grunnflokkun [11]:
Skipið, veiðarfærið og veiðiferðin. Skipið fær síðan fjóra undirflokka, en veiðarfærið og
veiðiferðin hvort sinn undirflokkinn.
Það er raunhæft að brjóta skipið niður í nokkra undirflokka, samanber mynd 3, þ.e.: sjálft
burðarvirkið (skrokkinn), framdrifs- og hjálparvélabúnað, annan vélbúnað og síðan
orkunotendur um borð. Eins og sjá má er frekari greining í undir-undirflokka frá þremur
upp í sex fyrir undirflokkana fjóra sem tilheyra skipinu. Skipið sjálft (skrokkurinn) er í
föstum skorðum, þótt það bjóði upp á mögulegar breytingar eins og lengingu. Skips-
skrokkurinn hefur að geyma þrjá undir-undirflokka: 1.1 Aðalmál, 1.2 Þungastærðir, rýrni
lesta og tanka, mæling og 1.3 Skrokkstuðla.
í undirflokki 2 koma aflgjafarnir (notendur eldsneytis) og skrúfubúnaður, skipt í fimm
undir-undirflokka: 2.1 Aðalvél (aðalvélar), 2.2 Skrúfu- (framdrifs-) búnaður, 2.3 Aðal-
vélarrafall (rafalar), 2.4 Hjálparvélasamstæður og 2.5 Katlar.
Varðandi síðastnefnda þáttinn getur þar verið um að ræða afgasketil sem eykur nýtingar-
prósentu aðalvélarinnar. í undirflokki 4 eru orkunotendur greindir eftir meginrýmum í
skipi: vélarými, vistarverur, veiðiþilfar, fiskvinnsluþilfar, fiskilestar og stjórnpallur.
Þar sem umræddur hermir var einungis gerður fyrir algengasta form togveiða, þ.e. eitt
skip dregur eina vörpu, er einungis einn undir-undirflokkur, en mögulegt að bæta við
möguleikum.
Vert er að skoða undirflokk 6 (grunn fyrir veiðiferðina) nánar. Hann hefur að geyma eftir-
farandi fimm undir-undirflokka: 6.1 Hleðsluþungi, særými úr höfn, eldsneytisupplýs-
ingar, 6.2 Grunnupplýsingar um veiðiferðina, 6.3 Veiði- og vinnslutæknilegar upplýs-
ingar, 6.4 Keyrsluupplýsingar fyrir veiðiferð og 6.5 Upplýsingar um veður og sjólag.
Rétt þykir í stórum dráttum að gefa innsýn í hvað framangreindir undir-undirflokkar
hafa að geyma. Grunnupplýsingar hér (undir 6.1) eru innsett gildi fyrir hleðsluþunga og
þar með fæst særými skips úr höfn, eldsneytistegund sem nota á o.fl. Undir 6.2 eru
innsett gildi fyrir veiðiferðina, fyrirhuguð útivist í sjódögum, fjarlægð á mið, val á
Tækni- og vísindagreinar i317