Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2007, Blaðsíða 40
Framkvæmdastjórafundur
Fundum framkvæmdastjóra hefur fjölgað nokkuð frá því að Nording var sett á fót. Fjórir
slíkir voru haldnir á síðasta starfsári en framkvæmdastjóri VFI/TFI sótti tvo þeirra.
Meðal verkefna Nording eru:
Gestaaðild, en á síðasta ári var lokið við samkomulag um gestaaðild félagsmanna sem
nú getur varað í allt að þrjú ár. Astralir hafa óskað eftir aðild að samkomulaginu.
CPD, endur- og símenntunarverkefnið, er í fullum gangi.
Hvít bók - (ungviðið og verkfræðin) er verkefni sem er í undirbúningi.
Upplýsingatæknin. Rætt er um að félagsmenn Norrænu félaganna hafi aðgang að
öllum heimasíðum félaganna.
íslandsnefnd FEANI
VFI og TFI eru aðilar að FEANI, Evrópusamtökum verkfræðingafélaga og tækni-
fræðingafélaga. I hverju aðildarlandi starfa landsnefndir og standa VFI og TFI sameigin-
lega að Islandsnefnd FEANI. Félögin skiptast á um að hafa formennsku í nefndinni á
tveggja ára fresti og hefur fulltrúi VFI, Steindór Guðmundsson, gegnt formennsku í
nefndinni síðastliðið starfsár. Nefndarmenn á starfsárinu voru Jóhannes Benediktsson,
Eiríkur Þorbjörnsson og Páll Á. Jónsson fyrir TFÍ og Steindór Guðmundsson, Guðleifur
M. Kristmundsson og Sigurður Brynjólfsson fyrir VFI. Jón Vilhjálmsson situr auk þess í
nefndinni sem formaður Eftirlitsnefndar FEANI á íslandi.
Aðalfundur FEANI er haldinn í september á hverju ári í einhverju aðildarlandartna, sem
nú eru 29 talsins eftir að þrjú lönd bættust við á aðalfundi 2006. Þá fékk Serbía fulla aðild
og Rússland aukaaðild, auk þess sem Frakkland gekk aftur í sambandið eftir nokkurra
ára fjarveru. Auk þess hættu Norðmenn þátttöku tímabundið fyrir nokkrum árum, en
von er á þeim aftur í sambandið á næsta aðalfundi, árið 2007. íslandsnefndin hefur lagt
áherslu á að senda fulltrúa á aðalfundinn á hverju ári og er það að jafnaði formaður
nefndarinnar sem hann sækir og nú var það Steindór Guðmundsson.
FEANI starfar einkum í þremur málaflokkum og haldnir eru nokkrir fundir á ári þar sem
fulltrúar aðildarlandanna hittast og vinna að viðkomandi málaflokki. Þessir málaflokkar
eru í fyrsta lagi endur- og símenntunarmál (Continuing Professional Development,
CPD). I öðru lagi eru það menntamál, úttekt á námsbrautum og eftirlit með veitingu
Eur.Ing.-titilsins (European Monitoring Committee, EMC). I þriðja lagi eru svo
Evrópumálin, áhrif tæknimanna í Evrópu og samskipti við ESB.
íslandsnefnd FEANI hefur ekki tekið virkan þátt í fundum um þessa málaflokka hingað
til, nema þeim fundum sem haldnir eru í tengslum við ársfundinn á hverju ári.
Ársfundur FEANI
Ársfundur FEANI 2006 var haldinn í Prag í Tékklandi dagana 26.-29. september. Þátt-
takendur frá nánast öllum aðildarþjóðunum sóttu fundinn auk starfsfólks skrifstofunnar
í Brussel. Aðalfundurinn sjálfur var haldinn 29. september, en hina dagana voru fundir á
vegum CPD og EMC. Á vegum CPD var ennfremur haldin ráðstefna í hálfan dag um
málefni sem tengist endurmenntunarmálum, „Innovation". Einnig var kynningar- og
umræðufundur („workshop") í hálfan dag um mikilvægustu verkefnin sem eru í gangi
eða hafa verið í gangi hjá FEANI, en þau voru: „International Role of FEÁNI",
„Professional Card for Engineers" og loks „Position Paper: Code of Conduct/Ethics".
3 8| Arbók VFl/TFÍ 2007