Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2007, Blaðsíða 29
hafist handa við að ræða um þennan íðorðalista seint á árinu 2005 og hélt því áfram í árs-
byrjun 2006, en lauk loks umfjöllun sinni eftir árshlé í febrúar 2007. Islensk íðorð yfir
hugtökin í listanum eru mikilvæg vegna nýrrar skipunar raforkusölumála hér á landi.
I febrúar 2006 var tekinn upp þráðurinn við 705. kafla Alþjóðaorðasafnsins, útbreiðslu
loftskeytabylgna, þá í annað sinn. Yfirferð lauk mánuði síðar. Kaflinn var enn til umræðu
í desember, þá í þriðju umferð, en þeirri yfirferð lauk ekki fyrr en í febrúar 2007.
Umræður urðu um störf nefndarinnar í framtíðinni. Menn eru sammála um að æskilegt
væri að ráðast í nýja útgáfu á íslensk-ensku, ensk-íslensku orðasafni í ritröðinni
Raftækniorðasafn. Æskilegt er enn fremur að skoða kennslubækur um rafmagnsfræði,
sem notaðar eru í skólum landsins og yfirfara orðaskrár. Akveðið var að hver nefndar-
maður kynnti sér námsefni, sem nú er notað við kennslu í rafmagnsfræðum og -tækni í
háskólum og öðrum framhaldsskólum. Einnig væri heppilegt að fá kennara á fundi
orðanefndar til að ræða málin við þá og kynna þeim störf nefndarinnar. Sæmundur
Óskarsson tók að sér að kanna málið. Rætt var um að reyna að gefa út RTO 13 og 14 á
næsta vetri, enda var ekki gefin út nein viðbót við Raftækniorðasafn á árinu 2006. Seinna
er e.t.v. rétt að koma orðunum á framfæri á Netinu. llla hefur gengið að semja við
Orðabanka Islenskrar málstöðvar á síðustu misserum um að færa síðustu orðaskrár
ORVFI inn í Orðabankann og er borið við fjárskorti.
Talsverður tími fór í það á þessu ári, eins og raunar á mörgum undanförnum árum, að
ræða um íslenskt íðorð yfir enska heitið „radio". Sýndist þar sitt hverjum, sem fyrr, og
var mikill þungi í fundarmönnum. Skiptust menn í tvo hópa, þá sem vildu finna íslenskt
íðorð yfir hugtakið og þá sem vildu taka upp erlenda heitið lítið breytt og kalla radíó.
Nefndarmenn ræddu nokkuð um nýja „smellinn", „iPod". Nokkrar tillögur hafa komið
fram sem nefndarmenn rifjuðu upp, svo sem spilastokkur, glymskratti, tónhlaða,
tölvukútur, tónkútur, tónstokkur, tónsarpur, ípoti. Orðið „ípoti" hlaut góðar undirtektir.
Ivar Þorsteinsson lagði fram tillögur um skipulag og starfshætti ORVFÍ. Þær voru rædd-
ar á nokkrum fundum, en ekki hafa enn náðst niðurstöður um orðalag sem allir geta sætt
sig við. Umræður verða teknar upp síðar.
Fyrsta umfjöllun um þýðingar Sigurðar Briem á íðorðum í 444. kafla Alþjóðaorðasafnsins
sem fjallar um rafliða hófst á vordögum og lauk fyrstu yfirferð í desember.
Orðanefndinni bárust erindi frá ýmsum aðilum með beiðni um að þýða einstök orð eða
orðalista, eins og hefur verið á undanförnum árum. Nefna má Þýðingarmiðstöð utan-
ríkisráðuneytisins, Eymund hjá Landsneti, Sigurgeir A. Jónsson hjá Tollinum og Helga
Baldursson hjá Iðnskólanum í Reykjavík. Erindunum var öllum sinnt og afgreidd.
Fundir ORVFÍ á árinu 2006 urðu 32. Meðalfundarsókn var 7,1 maður á fundi.
Nefndarmenn voru tíu allt árið að íslenskufræðingi meðtöldum. Fundarsókn nefndar-
manna var því afar góð. Um áramótin 2006/2007 hafði ORVFÍ þar með komið saman á
1118 fundum frá árinu 1971, en þá var fyrst farið að færa fundargerðir reglulega, 31 fund-
ur hefur verið haldinn að meðaltali á ári í 36 ár.
Á árinu 2006 skipuðu eftirtaldir rafmagnsverkfræðingar Orðanefnd RVFÍ: Bergur Jónsson
formaður, Gunnar Ámundason, Gústav Arnar, ívar Þorsteinsson, Jón Þóroddur Jónsson,
Sigurður Briem, Sæmundur Óskarsson, Þorvarður Jónsson og Hreinn Jónasson rafmagns-
tæknifræðingur. Haraldur Bernharðsson Ph.d., íslenskufræðingur og kennari við HI,
hefur starfað með nefndinni sem sérfræðingur og ráðgjafi um íslenskt mál frá hausti 2005.
Bergur Jónsson formaður
Félagsmál Vfí/TFÍ