Verktækni - 25.01.1988, Síða 5

Verktækni - 25.01.1988, Síða 5
FÉLAGSFRÉTTIR STORIÐJA — Hvert stefnir? — VFÍ-FRÉTTIR Verkfræðingafélag íslands gekkst fyrir hálfs dags ráðstefnu 26. nóv- ember síðastliðinn með ofangreindu heiti. Viðar Ólafsson formaður VFÍ var ráðstefnustjóri og setti hann ráðstefn- una með nokkrum orðum. Dagskrá var annars sem hér segir: Framsöguerindi: Flvaða skilyrði ber að setja stóriðju á íslandi? Guðrún Zoöga aðstoðar- maöur iðnaðarráðherra. Stóriðja á íslandi: Flugmyndir — veru- leiki. Jóhannes Nordal, banka- stjóri Seðlabanka íslands. Orkuverð til stóriðju — samkeppnis- staða islands. Jóhannn Már Mar- iusson, aöstoðarforstjóri Lands- virkjunar. Orkuiðnaöur — fortíð og framtíð. Hjörleifur Guttormsson, alþingis- maður. Umgerð stóriöju á íslandi. Geir A. Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Marels hf. Félagsleg og umhverfisleg sjónarmið í ákvarðanatöku um stóriðju. Kristin Einarsdóttir, alþingis- maður. Stóriðja og heimsbúskapur. Birgir Árnason, forstööumaður á Þjóö- hagsstofnun. Þátttakendur í pallborðsumræðum: Geir Haarde, Jóhannes Nordal, Hjör- leifur Guttormsson, Geir A. Gunn- laugsson, Kristin Einarsdóttir og Jakob Björnsson. Stjórnandi pallborðsumræðna: Jón Steinar Guömundsson, skóla- stjóri Jaröhitaskóla Sameinuöu þjóð- anna á Islandi. Ráðstefnan þótti ágætlega heppn- uð og eru möppur með erindum frummælenda fáanlegar á skrifstofu VFl á kr. 1400. Flér á eftir fer útdráttur úr því sem fram kom hjá ræðumönn- um. Ekki gleyma fjárhags- hliðinni Viöar Ólafsson sagði m. a. i setn- ingarávarpi sínu: „Þegar fram- kvæmdastjórn félagsins ákvað (sum- ar að ráðast í að halda þessa ráö- stefnu höfðu stjórnvöld þá nýlega ákveðið aö leggja hugmyndir um kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði á hilluna í bili. Því var þessi spurning áleitin í hugum margra: Af hverju hef- ur svo lítið orðiö úr áformum um stór- iðju á íslandi um langt árabil? En skjótt skipast veður í lofti. Und- anfarnar vikur hafa nýjar hugmyndir um stóriðju i formi nýs álvers við Straumsvik eða jafnvel beinan orku- útflutning verið til umræðu. Því hefur spurning ráðstefnunnar FIVERT STEFNIR? fengið aukið vægi." Viðar gat þess að iðnaðarráðherra, Friðrik Sófusson, hefði ekki getað mætt á ráðstefnuna þar sem hann væri í Brussel að ræða við fulltrúa EBE um mögulegt álver hér á landi. Því væri Guðrún Zoega aðstoðar- maður hans mætt hér í hans stað. Viðar minnti á hið mikla hlutverk sem verkfræði skipar í uppbyggingu stóriðju, en lagði þó áherslu á að ekki síður bæri að vanda vel fjárhagshlið- ina og vitnaði þar í erindi Sigurðar Thoroddsen um vatnsafl (slands sem flutt var á 50 ára afmæli VFÍ 1962. Viðar sagöi að menn hafi deilt um hvort núverandi stóriðja hafi oröið til góðs eða ills, en minnti á að íhuga þyrfti hvar við værum stödd í tækni- þróun hér á landi ef við hefðum ekki reist þáer virkjanir og verksmiðjur sem nú starfa. Líkur á nýju álveri Guðrún Zoéga, aðstoöarmaður iðnaðarráðherra, greindi frá stefnu hans varöandi stóriðju og sagði m. a. að meginstefnan væri óbreytt frá 1965 er ÍSAL samningurinn var gerð- ur. Það hefði gefist vel að láta erlenda aðila eiga iöjuverin en að íslendingar ættu orkuverin. Guðrún sagði þó að eignarhluti íslenska ríkisins í orkufrekum iðnaöi væri mjög mismunandi. „Áburðar- verksmiðjan er 100% i eigu íslenska ríkisins, en ÍSAL er 100% í eigu Alusuisse. (slendingar eiga um 60% i Kisiliðjunni við Mývatn, og 55% í Járnblendifélaginu á Grundartanga. í samningum við Rio Tinto Zink var gengiö út frá því, að íslenska rikið ætti Formaður VFÍ, Vlöar Ólafsson, setur ráö- stefnuna. 40% í kísilmálmverksmiðjunni á Reyðarfirði. Ástæðan fyrir mismunandi eignar- aðild útlendinga i ÍSAL og Kisiliðj- unni, enda þótt bæði fyrirtækin hafi verið undirbúin á sama tíma, er sú, að í Kísiliðjunni er um námuvinnslu aö ræða, þar sem unnið er úr ís- lensku hráefni." Varðandi nýtt álver sagði Guðrún: „Á vegum nefndar um stækkun ál- vers, undir forystu dr. Jóhannesar Nordal, er unnið að gerð frumhag- kvæmniathugunar um nýtt 180 þús. tonna álver við Straumsvik, og eru nokkrar vonir bundnar við það, að samstarf takist við nokkra evrópska álframleiðendur um stofnun undir- búningsfélags, sem gæti leitttil bygg- ingar þess. Varðandi staðsetningu nýs álvers er Straumsvík besti kostur- inn. Valið er því ekki um Straumsvík eða einhvern annan stað á landinu, heldur um það, hvort álver risi í Straumsvík eða erlendis." „Álver sem sett yrði upp í Straums- vik yrði m. a. til þess að tryggja eig- endum þess hráál til úrvinnslu á eigin vegum. Afkoma slíks fyrirtækis yrði tryggð með aðgangi að mörkuðum, sem eigendur þeirra ráða yfir." Hlutl frumœlenda. F.v.: HJörlelfur Guttormsson, Jóhannn Már Maríusson, Jóhannes > Nordal og Guðrún Zoéga. Varðandi sérsamninga við stóriðju- fyrirtæki sagði Guðrún: „Stefnan er og verður sú, að sem ríkast samræmi verði milli almennra laga um iðjuver hér á landi og starfsemi orkufreku iðnfyrirtækjanna og að samningarnir um stóriðju feli í sér aðeins sérreglur i undantekningartilfellum." „Iðnaðarráðherra hefur nýlega skipað nýja nefnd, er kemur í staðinn fyrir Stóriðjunefnd, Samninganefnd um stóriðju og svokallaða Frum- kvæðisnefnd. Þeirri nefnd, sem er undir forystu Vals Valssonar, banka- stjóra, með aðild fulltrúa stjórnarflokk- annna, er ætlað að mótatillögur varð- andi starf Iðnaðarráðuneytisins um erlendar fjárfestingar hér á landi." „Iðnaðarráðherra hefur þó lagt áherslu á, að ekki verði ráðist í kostn- að við áætlanagerð nema í samráði við aðila í viðkomandi iðngrein. Ekki þýðir að eyða stórfé í rannsóknir á iðjukostum alveg án tengsla við markaðinn og aðila í iðngreininni. Dæmi um slík vinnubrögð eru t. d. trjákvoðumálið og sá mikli kostnaður, sem lagður var í hönnun kísilmálm- verksmiju, áður en Ijóst var hvort af fyrirtækinu yrði." „Á vegum OECD hefur verið unnið markvisst að mótun leiðbeiningar- reglna fyrir fjölþjóðafyrirtæki og sam- þykkti OECD reglur um það árið 1976... Reglurnar fjalla m. a. almennt um það, að fyrirtækin skulu taka fullt tillit til opinberra markmiða almennrar stefnu aðildarríkjanna og sérstaklega varðandi iðnþróun, byggðaþróun, umhverfisvernd, neytendavernd og tilfærslu tækniþekkingar. Einnig er þar fjallað um upplýsingaskyldu fyrir- tækjanna, samkeppnismál, fjármögn- un og skattlagningu, atvinnumál og vísindi og tækni. Ofangreind atriði hafa í auknum mæli mótað stefnu ís- lenskra stjórnvalda i stóriðjumálum. Nefna má, að í samningaumleitunum þeim, sem áttu sér stað við RTZ Metals um Kisilmálmverksmiðju, var itarlega rætt um viðmiðunarreglur þessar og fullt tillit tekið til þeirra i samnings- drögum." Varðandi mengunarmál kvað Guð- rún þau vera á réttri leið, t. d. hefur fluormagn í gróðri í nágrenni Straumsvíkur frá 1982 mælst svipað og þaö var 1969 á fyrsta rekstrarári álversins. FHjá ÍSAL og (J á Grunda- tanga er aðbúnaður starfsfólks með þvi besta sem þekkist á landinu. Þessi fyrirtæki hafa haft forystu um öryggismál á vinnustað og í gerð vinnustaðasamninga. Guðrún sagði siðan: „Meðalstarfsaldur i (SAL er 11,6 ár, en verksmiðjan hefur nú starfað í 18 ár. Meðallaun eru með þvi hæsta sem þekkist hérlendis, og það, ásamt góðum aðbúnaði, veldur því, að starfsmenn standa lengi við. Síðastliðin 5-6 ár hefur gegnum- streymi starfsfólks verið um 3% á ári. Ef til nýrrar stóriðju eða orkufreks iðnaðar kemur mun áfram verða lögð VERKTÆKNI — 25. JANÚAR 1988 5

x

Verktækni

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/900

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.