Verktækni - 25.01.1988, Síða 7
FÉLAGSFRÉTTIR
því að allt bendir til vaxandi sam-
keppni í orkufrekum iðnaði á kom-
andi árum, eins og reyndar á öllum
sviðum útflutningsframleiðslu."
Hvaö kostar orkan?
Jóhann Már Maríusson fjallaði um
mat á orkulindum landsins. Gróft
áætlað mætti fá um 30 TWh/a af raf-
orku úr vatnsafli og 20 TWh/a úr jarð-
hita, eða 50 TWh/a af rafmagni alls.
Nú þegar eru framleiddar 4,2 TWh/a
af rafmagni úr vatnsafli og 0,2 TWh/a
úr jarðhita, þ. e. búið er að virkja um
14% af vatnsaflinu og 0,6% af jarö-
hitatil raforku, eða um 9% af heildinni.
Raforkan er nú seld á sama verði til
dreifiveitna hvar sem er á landinu.
Jóhann sagði siöan:
,,Eitt af skilyrðum þess að hægt sé
að byggja upp raforkukerfið á hag-
kvæman hátt er, að ávallt séu til
nokkrar verkhannaðar virkjanir af
mismunandi stærð. Þá er á hverjum
tíma hægt að velja þá virkjun er best
fellur að þróun orkumarkaðarins."
,,Við útreikninginn á raforkuverði til
stóriðju hafa verið notaðar þrjár að-
ferðir. Sú aðferð, sem flestir þekkja,
er að leggja saman stofnkostnað
þeirra virkjana og flutningsvirkja sem
þarf að reisa vegna þeirrar stóriðju
sem um er að ræða. Þarf þá m. a. aö
taka tillit til þess að stóriðjan hefur
betri nýtingartíma afls en hinn al-
menni markaður og krefst því tiltölu-
lega minni fjárfestingar í virkjunum.
Þegar stofnkostnaðurinn er fundinn,
er árlegur kostnaður reiknaður út og
reiknað með að það afl sem tileinkað
er stóriðjunni, fullnýtist strax. Með því
að deila orkuvinnslugetu í þennan
kostnað fæst sfðan orkuverð sem oft
er kallað Iramleiöslukostnaður. Þessi
útreikningur er þó aðeins ein nálgun
á því hvaða verð ætti að setja á ork-
una til þess aö uppfylla sett skilyrði.
Önnur aðferð til þess að nálgast
eðlilega tölu er að reikna út svokall-
aðan flýtingarkostnað. En hann finnst
með því, að bera saman hagkvæm-
ustu virkjanaleiðir til þess að virkja
fyrir auknar þarfir hins almenna mark-
að eingöngu, og þær hagkvæmustu
fyrir hinn almenna markað að við-
bættri nýrri stóriðju, og finna mismun-
inn á núvirði þeirra fjárfestingarraöa
sem við eiga hverju sinni.
Þriðja aðferðin, sem notuð er, kall-
ast síðan afkomuathugun. í slíkri
athugun er settur upp áætlaður
rekstrarreikningur Landsvirkjunar frá
ári til árs langt fram I tímann með og
án stóriðju. Sama orkuverð til al-
mennings er látiö gilda, í öllum tilvik-
um, en það orkuverð er byggt á hag-
kvæmustu uppbyggingu raforku-
kerfisins fyrir hinn almenna markað
og þeim fjárhagslegu markmiðum
sem að er stefnt."
Landsvirkjun hefur á undanförnum
árum aflað upplýsinga um fram-
leiðslukostnað rafmagns frá nýjum
virkjunum í ýmsum löndum. Þessi
kostnaður virðist einna lægstur hér á
íslandi, jafnvel lægri en frá stærstu
vatnsaflsvirkjunum heims, sem hafa
nýlega verið byggðar eða eru í bygg-
ingu.
Jóhann ræddi þá um undirboð á
raforku og sagði m. a.:
„Kanada, Brazilía og Venezuela,
búa um þessar mundir við mikla um-
framorkugetu í raforkukerfum sínum
og bjóða nú tímabundið raforkuverð
til nýrra álverksmiðja sem liggur á bil-
inu 10-15 mill/kWh. Þar sem vitað er
að þetta orkuverð liggur langt undir
framleiðslukostnaðarverði, telja þó
margir álframleiðendur að viss áhætta
sé tekin með því að reisa nýjar ál-
verksmiðjur í löndum þessum, m.a.
vegna ófyrirséðra hækkana á raf-
orkuverði þegar fram í sækir."
„Það virðist líklegt að til þess að
koma til greina i samkeppninni um ný
álver þurfi l’slendingar aö geta boðið
rafmagnsverð sem liggur á bilinu
14-19 mill/kWh á núgildandi verð-
lagi."
Að lokum sagði Jóhann: „Má þá e.
t. v. hafa I huga að enda þótt ekki
fengist mikill hagnaður frá raforku-
sölunni til stóriðjunnar fyrstu árin,
fylgir slíkri iönaðaruppbyggingu
margvíslegur ágóði annar og má í þvi
samhengi benda á að innlendur virð-
isauki starfsemi ÍSAL á árunum 1981-
1985 nam um 39%, en þar af var
hlutur orkunnar aðeins um 11%."
Tengsl við eðlilega
iðnþróun
Hjörleifur Guttormsson, alþingism.
og fyrrverandi iðnaðarráðherra,
sagði m. a. i upphafi síns máls:
„1982 samþykkti Alþingi stefnumót-
andi tillögu um virkjanaröö og orku-
nýtingu. Þar var gengið út frá að röð
næstu virkjana yrði Blanda — Fljóts-
dalur — Sultartangi auk heimilda til
ýmissa orkuöflunaraögerða á Þjórs-
ár-Tungnaársvæðinu.
Vorið 1982 samþykkti Alþingi sam-
hljóða þingsályktun um iönaöar-
stefnu, þar sem 'eitt af markmiðunum
var orðað þannig: „Að nýta sem þest
þá möguleika til iðnaðarframleiðslu,
sem felast I innlendum orkulindum og
efla innlenda aðila til forystu á þvi
sviði. Orkufrekur iðnaður verði þáttur
í eðlilegri iðnþróun í landinu, og jafn-
framt verði lögð áhersla á úrvinnslu-
iðnað í tengslum við hann."
Á vegum ríkisstjórnar Gunnars
Thoroddsens starfaði orkustelnu-
nefnd, sem m. a. setti fram stefnu-
mörkun varðandi orkufrekan ný-
iðnaö. Meðal forsendna sem nefndin
setti fram fyrir slíkan iðnað voru eftir-
taldar:
• Virk islensk yfirráð, sem fela I sér
að landsmenn eigi traustan meirihluta
( iðnfyrirtækjunum og hafi vald á
tækni, útvegun hráefna og sölu af-
urða.
• Krafa um arðsemi, þar sem m. a.
sé gengið út frá orkuverði sem miöist
við framleiðslukostnað í nýjum virkj-
unum.
• Ríkulegt tillit verði tekið til um-
hverfisverndar, félagslegra þátta og
byggðasjónarmiða. ‘ ‘
Hjörleifur gagnrýndi ÍSAL samn-
ingana og varaði við þeim álviðræð-
um sem nú færu fram viö EBE. Hann
minnti á að hækkun á raforkuverðinu
til ísals, sem samið var um i nóv.
1984 heföi skilað 10,6 milljónum doll-
ara minni tekjum en gert var ráð fyrir
þegar samningurinn var lagður fyrir
Alþingi. Við þetta bætist verðfall doll-
arans um 30%. Hjörleifur varaði ein-
dregið við hugmyndum um að út-
lendingar eignist virkjanir.
Hjörleifur lagði áherslu á mikilvægi
rannsókna og þróunarstarfs, ekki síst
við nýtingu á jarðvarma i tengslum
við matvælaframleiðslu, t. d. fiskeldi
sem nýtt gæti í stórum stil lægri hita
en nýttur hefur verið hingað til á jarð-
hitasvæðum. Hann lagði áherslu á að
fiskeldi fengi orku á sem hagstæö-
ustum kjörum.
Varðandi efnaiðnað eða málm-
bræðslur taldi Hjörleifur að líkurnar á
hagkvæmum og viðráðanlegum fyr-
irtækjum á því sviði færu minnkandi
vegna samkeppni um ódýra orku og
vinnuafl i þróunarríkjum. Þó benti
hann á athuganir á vinnslu natríum-
klórats og magnesíums sem hefðu
lofað góðu.
Hjörleifur ítrekaði nauðsynlega
forystu Iðnaðarráðuneytisins í orku-
málum og eðlilegt væri að fela stofn-
unum á vegum ráðuneytisins og
verkfræðistofum athuganir og úr-
lausnir verkefna i stað þess að treysta
á nefndir. Það yrði að gefa meiri
gaum minni iðnaðarmöguleikum í öll-
um landshlutum sem byggja á orku
og hugviti, og eins og á öðrum svið-
um mega þar markaðsrannsóknir og
vöruþróun sist sitja á hakanum.
I lokaorðum sinum sagöi Hjörleifur
m. a. „I orkuiðnaði eigum við að
beina sjónum okkar meira að gæð-
um en magni, að þjóðhagslega arð-
bærum fyrirtækjum sem falla að getu
og gerð íslensks samfélags, eins og
við viljum sjá það þróast."
Of hár launakostnaður
hér?
Geir A. Gunnlaugsson ræddi um
samkeppnisaðstöðu islands og sagði
m. a.:
„Þegar fjallað er um samkeppnis-
stöðu eða starfsskilyrði stóriðju á (s-
land miðað við önnur lönd er nauð-
synlegt að gera sér grein fyrir því
hvað við höfum upp á að bjóða um-
fram önnur lönd. Sé slíkur saman-
burður okkur ekki hagstæöur þá er
þess ekki að vænta aö á næstunni
verði ráðist í frekari byggingu orku-
frekra iðjuvera."
„I deilu okkar við Alusuisse í byrjun
þesa áratugar var því haldið fram aö
framleiðslukostnaður raforku á (s-
landi væri 17-18 mill/kWst og að það
væri samkeppnishæft orkuverð. Það
raforkuverð var síðan kynnt sem það
orkuverð sem til boða stæði á (slandi.
VERKTÆKNI — 25. JANÚAR 1988
7