Verktækni - 25.01.1988, Síða 15
FRETTIR
DAGSKRÁ NORRÆNS
TÆKNIÁRS Á ÍSLANDI
í niunda tölublaði VERKTÆKNI var
sagt frá „Norrænu tækniári" og að-
draganda þess. Hér verður í stórum
dráttum sagt frá fyrirhugaðri dagskrá
ársins, eins og hún liggur fyrir við
byrjun Tækniárs.
Norrænt tækniár var formlega opn-
að hér á landi 11. janúar. Til að
marka þau tímamót var haldin sam-
koma þann dag í Norræna húsinu,
þar sem boðið var fyrst og fremst
þeim sem hafa lagt hönd á plóginn
við undirbúning ársins, auk fjölmiðla-
manna. Flutt voru ávörp og dagskrá
ársins kynnt.
Eitt af markmiðum Tækniársins er
að kynna almenningi tækni og auka
skilning hans á tæknivæðingu. Eitt
af því sem við bindum hvað mestar
vonir við í þessu tilliti er hugmyndin
um ,,Opið hús“. Helstu rannsókna-
stofnanir, ýmis stærri fyrirtæki og
margar aðrar stofnanir hafa verið
fengin til að hafa opið hús einn
sunnudagseftirmiðdag hvert. Þannig
er stefnt að því að opið hús verði ein-
hversstaðar flesta sunnudaga ársins
á Reykjavíkursvæðinu og eins oft og
við verður komið úti á landi. Með
þessu Opna húsi gefst almenningi
tækifæri til að kynnast starfsemi og
tækni viðkomandi stofnana og fyrir-
tækja. Fyrsta stofnunin sem verður
með opið hús, verður reyndar Ríkis-
útvarpið þann 17. janúar, því næst
kemur Sjónvarpiö þann 24. janúar,
Alverið þann 31. og þannig hver
stofnunin og fyrirtækið af öðru. Enn
geta fyrirtæki bæst í hópinn.
Til að vekja athygli almennings á
Opnu húsi og öðru sem á dagskrá er
á Norræna tækniárinu, þá veröur
Fyrir allmörgum mánuðum kom á
markaðinn forrit frá Borland fyrirtæk-
inu, sem nefndist „TURBO LIGHTN-
'NG" og var það ætlað til þess að
finna ritvillur fyrir notandann. Slíkt var
að vísu ekki nýtt af nálinni, en það
sem var einna merkilegast við þetta
forrit var að það fylgdist með notand-
anum meðan verið var að slá inn text-
ann og „skrækti" ef slegið var inn
orð sem það kannaðist ekki við.
Helsti gallinn við þetta forrit var aft-
or á móti sá aö það réð eingöngu við
enskan texta — gott og blessað ef
menn þurfa ekki á öðru að halda, en
næsta gagnslítið hérlendis. En — viti
menn — nú er komið forrit fyrir ís-
'ensku sem vinnur á svipaðan hátt.
kappkostað að kynna allt slíkt sem
best í fjölmiðlum. Sem dæmi má
nefna, að eitt dagblaðið hefur fengið
Tækniárinu hálfa til eina síðu viku-
lega. Þar er m.a. ætlunin að kynna
sérstaklega þau fyrirtæki og stofnanir
sem opin eru næsta sunnudag.
Þann 18. janúar opnar í Kringl-
unni í Reykjavík sýning u.þ.b. 50
veggspjalda, sem gerð voru í tilefni
50 ára afmælis Rannsóknastofnana
atvinnuveganna. Þar kynna 9 stofn-
anir starfsemi sína. Sýningin verður
opin í hálfan mánuð og fer síðar ef til
vill út á land.
SAMKEPPNI í GRUNNSKÓLUM
Ákveðið hefur verið, í samvinnu við
Menntamálaráðuneytið, að efna til
samkeppni í grunnskólanum meðal
10 ára barna um að búa til myndir er
tengjast tækni framtíðarinna. Verð-
laun verða veitt og fyrirhuguð er sýn-
ing á bestu myndunum í apríl. Sam-
hliða verður efnt til ritgerðarsam-
keppni meðal 12 ára barna um hvað
myndi gerast á „tæknilausum
degi“. Verðlaun verða veitt og bestu
ritgerðirnar birtar. Hugmyndir eru
jafnvel um að gefa bestu myndir og
ritgerðir út í bók.
í samvinnu við Félag raungreina-
kennara er stefnt að því að koma á
samkeppni meðal framhaldsskóla-
nema. Samkeppnin mun sennilega
vera í því formi að nemendur eigi að
leysa eitthvert eftirtalinna verkefna,
eftir eigin vali: 1. Að búa til stutta sjón-
varþsmynd um tækni. 2. Að hanna
sýningarbás þar sem einhver tækni
er kynnt. 3. Uppfinningasamkeppni
Nefnist það PÚKI og er sala að hefj-
ast á því þessa dagana.
Forritið er keyrt á undan ritvinnslu-
forritinu og kemur það sér þá fyrir í
minni tölvunnar. Þegar ritvinnslufor-
ritið er sfðan keyrt, er fylgst með öllu
því sem notandinn slær inn. Sérhvert
orð er síðan athugað og sé það ekki
talið rétt stafsett heyrist „skrækur" í
tölvunni. Notandinn getur þá beðið
um tillögur að réttri stafsetningu (og
látið tölvuna síðan skipta út gamla
orðinu og þvi nýja). Einnig má bæta
orðinu f orðalista, þannig að það
þekkist framvegis.
Þetta forrit vinnur með flestum rit-
vinnslukerfum sem eru á markað-
inum, þar á meðal:
um tækni til að létta Iff fatlaðra. 4.
Tölvutækni til stýringar á einhverju
ferli, (bæði tæki og stýriforrit). 5. For-
ritun á sviði gervigreindar.
Árangri samkeppninnar verður
komið á framfæri opinberlega, verð-
laun veitt og sennilega verður vinn-
ingshöfum boðið í ferð til Stokkhólms
á Nóbelsverðlaunahátíðina.
Biskupsembættið hefur tekið vel i
þá hugmynd að beina því til presta,
að einhvern sunnudag f febrúar eða
mars, taki þeir efnið „Maðurinn,
tæknin og trúin" fyrir f stólræðu.
Svo vel vill til að Ríkisúvarpiö Sjón-
varp hefur ákveðið að auka verulega
hlutdeild íslensks efnis í þættinum
Nýjasta tækni og vísindi á árinu
1988, og er stefn að því að vera með
myndir um íslenskar rannsóknir
mánaðarlega í þættinum það árið.
Einnig eru áætlanir um aö auka
norrænt efni í þættinum.
RÁÐSTEFNUR OG FUNDIR
Ýmsar ráðstefnur eru á döfinni i til-
efni af Norrænu tækniári. Meðal
þeirra sem þegar hafa verið ákveðn-
ar má nefna: Konur i Tæknifræð-
ingafélagi íslands og Verkfræöinga-
félagi islands munu þann 4. mars
halda ráðstefnu um „Konur og
tækni".
Háskóli islands verður með ráð-
stefnu i vor um ,,Áhrif tækni á sam-
félag manna í nútíö og framtíð".
Rannsóknaráð rikisins, Iðntækni-
stofnun o. fl. munu gangast fyrir ráð-
stefnu f maf um efnið „Tækniþróun
og sjálfvirkni í atvinnulífi". (tengsl-
um við ráðstefnuna verður sýning á
sjálfvirknitækni.
Verkfræöingafélag íslands verður
næsta haust með ráðstefnu um
„Tækni og umferðaröryggi'1. Fleiri
ráðstefnur eru í bigerð.
Hópur fyrirtækja í Skýrslutækni-
félagi íslands mun standa fyrir svo-
nefndum „Upplýsingatæknidegi",
Orðsnilld
Ritstoð
Word
Hugsýn
Ritari
PC-Write
Einnig getur það unnið með SIDE-
KICK og öðrum „memory-resident"
kerfum.
Það vinnur á öllum IBM-PC eða
sambærilegum vélum, með DOS
2.00 eða hærra og nægjanlegu minni
(512K æskileg).
Höfundur þessa forrits er Friðrik
Skúlason, starfsmaður Reiknistofn-
unar H.f. og verður forritið til sölu þar
og hjá ýmsum tölvusölum. Verði þess
er stillt mjög í hóf, en það er kr. 3000
(+ 10% söluskattur). □
Friðrik Skúlason
þann 25. september, þar sem þau
munu leggja áherslu á að kynna þátt
upplýsingatækni í starfsemi sinni.
Af öðru sem fyrirhugað er má
nefna skoðanakönnun á viðhorfi
fólks til tækni og tæknivæðingar,
útgáfu tæknispils, og svo verður að
sjálfsögðu lokahóf um miðjan des-
ember, þegar Norrænu tækniári
verður formlega slitið.
Auk þess sem hér hefur verið
nefnt, er margt fleira í bígerð. Verður
frá þvi greint jafnóðum og ákvarðanir
um framkvæmd liggja fyrir. □
Sigurður H. Richter, framkvæmdastj.
Norræns tækniárs 1988
STOFNAÐ
BYGGINGAR-
STAÐLARÁÐ
29. janúar næstkomandi veröur
stofnað Byggingarstaðlaráö sem
verður vettvangur stöölunar í bygg-
ingariðnaði. Ráðið starfar sam-
kvæmt nýsettum reglum um Staöla-
ráð íslands.
Að undanförnu hefur staðið yfir
endurskipulagning staðlamála hér-
lendis. Iðntæknistofnun íslands fer
samkvæmt lögum með staðlamál á
íslandi. Fram til þessa hefur stjórn
Iðntæknistofnunar formlega sam-
þykkt staðla og numið þá úr gildi.
Sú breyting er orðin að stofnað
hefur verið Staðlaráð íslands, sem
hefur tekið viö hlutverki stjórnar Iðn-
tæknistofnunar á sviði stöðlunar.
Staðlaráðið starfar samkvæmt regl-
um, sem samþykktar voru af stjórn
Iðntæknistofnunar.
Staðlaráið hefur samþykkt ramma-
reglur fyrir stöðlun á stærri fagsvið-
um. Byggingarstaðlaráð verður
stofnað fyrst og á það að starfa sam-
kvæmt áðurnefndum reglum.
Auk áðurnefndrar skipulagsbreyt-
ingar hefur ríkisstjórnin ákveöið að
ísland gerist aðili að CEN og
CENELEC, sem er samstarfsvett-
vangur V-Evrópuríkja um stöðlun.
Þetta hefur í för með sér mjög mikla
aukningu í útgáfu staðla vegna þeirra
kvaða sem aðildinni fylgja, en jafn-
framt fáum við islendingar tækifæri til
að fylgjast með og hafa áhrif á gerð
staðlanna.
Undirbúningsfundur að stofnun
Byggingarstaðlaráðs var haldinn 17.
desember sl„ og stofnfundur þess
verður haldinn hinn 29. janúar nk.
Þeir sem áhuga hafa á að gerast
aðilar að Byggingarstaðlaráðinu og
ekki hefur áður verið haft samband
viö, eru beðnir um að hafa samband
við Jóhannes Þorsteinsson, deildar-
stjóra Staðladeildar, Iðntæknistofn-
unar íslands I síma 687000. □ J.Þ.
NÝTT FORRIT TIL
STAFSETNINGARLEIORÉTTINGAR
VERKTÆKNI — 25. JANÚAR 1988
11