Siglingamál - 01.01.1984, Blaðsíða 2

Siglingamál - 01.01.1984, Blaðsíða 2
2 Siglingamál Fréttabréf Siglingamálastofnunar ríkisins Ábyrgðarm: Ritst jón: Prentun: Hjálmar R. Bárðarson, Siglingamálast jón. Gunnar H. Ágústsson, Verkfræðingur. Gutenberg. GILDISTAKA ALÞJÓÐASAMÞYKKTARINNAR FRÁ1974 UM ÖRYGGI MANNSLÍFA Á HAFINU Þann 16. október s.l. tók gildi hér á landi alþjóöasamþykkt, sem gerö var í London 1974 um öryggi mannslífa á hafinu. (Safety of Life at Sea, SOLAS 1974). Alþjóóasamþykktin nær m.a. til stærri farþega- og flutningaskipa, sem eru í förum milli landa, og fjallar sam- þykktin um smíói og búnað þeirra svo og um ýmsar ráðstafanir viö flutning á hættulegum farmi. Meö aðild Islands aö samþykktinni og gildistöku hennar hér á landi, hafa íslensk stjórnvöld skuldbundiö sig til aö framfylgja ákvæóum samþykktarinnar gagnvart íslenskum skipum. Alþjóóasamþykkt þessi leysti af hólmi eldri samþykkt um sama efni frá 1960 (SOLAS 1960), sem veriö haföi í gildi hér á landi frá því 1965. 1 alþjóöasamþykktinni frá 1974 er aó finna ákvæöi um eftirfarandi efni: 1. Stööugleiki og floteiginleiki farþegaskipa. 2. Vél- og rafbúnaö farþega- og flutningaskipa. 3. Eldvarnir farþega- og flutningaskipa. 4. Björgunarbúnaöur farþega- og flutningaskipa. 5. Fjarskiptabúnaöur farþega- og flutningaskipa. 6. Ýmsar ráöstafanir til öryggis viö siglingar. 7. Flutningur á hættulegum varningi. 8. Flutningur á korni. 9. Ýmsar ráöstafanir varöandi kjarnorkuknúin skip. Samfara gildistöku samþykktarinnar hefur Sigl- ingamálastofnun rikisins gefiö át reglur, sem fela í sér þau ákvæöi samþykktarinnar, sem varöa íslenska hagsmuni og ástæöa þótti til aö færa í íslenskar reglur. Reglur þessar nefnast: 1. Reglur um vél- og rafbúnaö farþega- og vöru- flutningaskipa. 2. Reglur um eldvarnir vöruflutningaskipa. 3. Reglur um ýmsar ráöstafanir til öryggis viö siglingar. 4. Reglur um flutning á korni. 5. Reglur um flutning á hættulegum varningi. Akvæöi samþykktarinnar varóandi fjarskipta- búnaö farþega- og flutningaskipa höföu áöur verið færö i íslenskar reglur, en þau má finna í reglum um fjarskipti á skipum. Frá því aö alþjóóasamþykktin var gerö 1974, hefur reynst nauösynlegt að endurskoöa ýmis ákvæói hennar vegna þróunar í gerö og smíói skipa. Þannig var áriö 1978 taliö nauðsynlegt aö setja mun ýtarlegri sérákvæöi um olíuflutn- ingaskip. Arió 1981 var svo lokió viö endur- skoóun á ákvæöum 2. kafla samþykktarinnar þ.e. þess hluta hennar, sem fjallar um vélbúnaö og rafbúnað og um eldvarnir. I hinum endurskoöaöa kafla (Amendments 1981) er aö finna ýmis sér- ákvæói fyrir ekjuskip, skip sem flytur hættu- legan varning og skip, þar sem ekki er stööug vaktstaóa í vélarúmi. Auk þess eru ýmis ákvæöi samþykktarinnar gerö ýtarlegri og færð meira til samræmis vió þróun siðustu ára. Þar sem hin endurskoðuðu ákvæöi 2. kafla taka gildi alþjóö- lega 1. nóv. n.k. var, vió útgáfu reglna um vél- og rafbúnað farþega- og vöruflutningaskipa og reglna um eldvarnir vöruflutningaskipa, ákveöiö aó færa hin endurskoðuóu ákvæöi í íslenskar reglur. Akvæöi þessi ná einungis til þeirra skipa, sem smíöi er hafin á eftir gildistöku reglnanna. Reglurnar og þá jafnframt ákvæöi alþjóðasamþykktarinnar ná ekki til eldri skipa þ.e. þeirra skipa, sem eru í notkun i dag, nema í þeim tilvikumaó geröar séu á þeim veru- legar breytingar. Samkvæmt reglunum skulu eldri skip fullnægja ákvæöum þeirrar alþjóóa- samþykktar, sem i gildi var, þegar smiöi þeirra hófst. Af sömu orsökum og fyrr er greint, hefur reynst nauösynlegt aö endurskoöa ákvæöi 3. kafla sam- þykktarinnar um björgunarbúnað. Þeirri endur- skoöun er nýlega lokið og mun Siglingamála- stofnun væntanlega birta reglur þar aö lútandi á þessu ári. Þeir sem kynnu aö hafa áhuga á aö kynna sér ákvæöi SOLAS '74 eóa reglur þær, sem Siglinga- málastofnunin hefur gefiö út, er vinsamlegast bent á aö hafa samband viö stofnunina í síma 25844 . -Ölafur J. Briem. LANOSS^K A'ÓAFíl i 382245 i ÍSUMílS L......

x

Siglingamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglingamál
https://timarit.is/publication/902

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.