Siglingamál - 01.01.1984, Blaðsíða 3

Siglingamál - 01.01.1984, Blaðsíða 3
3 BJÖRGUNARBÚNINGAR OG VINNUBÚNINGAR Þróun björgunarbúninqa■ Þaó var £ ma£ ár£ð 1977 að S£gl£ngamálastofnun r£k£sins vakti athygli á björugnarbúningum til notkunar £ skipum. Um þessa búninga var birt grein f maf hefti Siglingamála 1977, og þar m.a. skýrt frá erlendum tilraunum með þessa búninga £ köldum sjó. Vitað er, aó kuldinn £ sjónum er hættulegastur skipreka manni £ norðurhöfum. Siglingamálastofnun rikisins pantaói þvi árið 1977 einn slikan búning, sem Landhelgisgæslan siðan reyndi vió landhelgis- gæslustörf. Siðan hefur Siglingamálastofnun rfkisins viður- kennt 6 gerðir af björgunarbúningum (björgunar- göllum) og 2 geróir af vinnubúningum (flot- göllum) til notkunar £ islenskum skipum, og stöðugt berast beiðnir um viðurkenningar á slfkum búningum. 1 nýjum 3. kafla alþjóðasamþykktarinnar um öryggi mannslifa á hafinu frá 1974 er m.a. gert ráð fyrir björgunargöllum i flutningaskipum. Þessi 3. kafli fjallar um bjargtæki skipa og hann var lagður fyrir þing Alþjóðasiglingamála- stofnunarinnar til staófestingar á þinginu i London 7.-18. nóvember 1983. I þessum nýja 3. kafla eru ákvæói um fjölda slíkra björgunarbúningaí hverju skipi, og meginkröfur um gerð búninganna. Þessi 3. kafli tekur ekki alþjóðlega gildi fyrr en árið 1986, en i athugun er sá möguleiki, að ákvæöi þessa kafla verói aó einhverju leyti látin taka gildi fyrr, að því er varðar ísl- ensk skip. Auk þeirra ákvæða, sem eru £ 3. kafla þessarar alþjóðasamtþykktar, þá hafa Norðurlöndin undan- fariö unnió aö undirbúningi á samnorrænum kröfum um gerð þessara björgunarbúninga. Þetta samstarf er að verulegu leyti á vegum NORDFORSK. Sióast- liöiö sumar var haldinn hér £ Reykjavik Norður- landafundur um þessa björgunarbúninga, og á fundi, sem haldinn var i Helsingfors 1. des. s.l. var rætt um það m.a., hvort Norðurlöndin gætu náð samstöðu um þær kröfur, sem gerðar yrðu til þeirra björgunarbúninga, sem viðurkenndir verða til not- kunar i skipum Norðurlandanna. Björgunarbúningar eða vinnubúningar. Þaó er nauðsynlegt að menn geri sér grein fyrir þvi, að £ notkun eru tvær megingerðir búninga Þar er annarsvegar um að ræða bj örqunarbúninga, sem fyrst og fremst eru ætlaðir til notkunar við sjóslys. Hinsvegar eru til vinnubúningar■ Til björgunarbúninganna eru gerðar miklar kröfur um einangrun gegn kulda, og til flothæfni. 1 þeim er yfirleitt um 5 mm þykkt neoprene-ein- anrgunarefni. I vinnubúningum er mun þynnra einangrunarefni, oftast ekki meira en 3,5 mm að þykkt. Björgunarbúningarnir eru þvi óþjálli til vinnu en vinnubúningarnir. Afastir vett- lingar með þrjá fingur eru á björgunarbúningum, en stundum eru lausir vettlingar á vinnubún- ingum. Reynslan af björgunarbúningum. Björgunarbúningar eru nú komnir um borð i tölu- verðan fjölda skipa, en langflestir eru þeir i notkun við olíuborun á Norðursjávarsvæðinu. Þar er einkanlega um tvær gerðir björgunabún- inga að ræöa, annarsvegar björgunarbúninga, sem ætlaóir eru til notkunar i skipum til björgunar úr sjávarháska, og hinsvegar til notkunar á borpöllum og um borð i þyrlum við vinnu og flutning milli lands og borpalla. Talió er að samtals séu nú alls um 6000 búningar til af báðum þessum gerðum. Nú hefur nokkur reynsla fengist af notkun þessara búninga vió raunhæfar aðstæður, og báðar þessar gerðir hafa verið í ýmsum atriðum gagnrýndar af notendum þeirra. Þegar um björgunargalla til nota í skipum er aö ræða, hefur verið gerð sú krafa, að ein stærð henti öllum mönnum. Þetta hefur verið talið nauðsynlegt til að ekki verði þau mistök, aó stór maður eyddi naumum tima á hættustund til að komast í lítinn búning. Hinsvegar hafa orðió vandræði vegna þess, aó litill maður í of stórum björgunarbúningi getur átt i ýmsum vandræðum. Komið hefur i ljós, aö flotmagn í bakinu hefur verið það mikið, að maöurinn flýtur á grúfu, sem getur jafnvel orðið orsök til drukknunar. Þess- vegna hefur veriö rætt um aó taka í notkun tvær stærðir björgunarbúninga, en þannig að báðar stærðir geti hentað meðalmanni aö stærð. Minni gerðin yrði fyrir mann 1500-1850 mm aó hæð, en sú stærri fyrir mann 1700-2000 mm að hæö. Þá er rætt um að reynt verói að hafa teygjuefni £ bakinu, þannig að loftrými þar minnki. Vett-

x

Siglingamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglingamál
https://timarit.is/publication/902

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.