Siglingamál - 01.01.1984, Blaðsíða 1

Siglingamál - 01.01.1984, Blaðsíða 1
ama Fréttabréf l.árg. I.tbl. Janúar1984. INNGANGUR Á undanförnum árum hefur Siglingamálastofnun ríkisins gefió út ritið SIGLINGAMÁL. Sum árin hafa komiö út tvö hefti, sum árin aöeins eitt hefti. Fyrsta heftið kom út í júní 1973, það síðasta, nr. 14, konr út í april 1982. Siðan hefur rekstrarfjárstaða stofnunarinnar verió svo erfió, að ekkert hefti var hægt að gefa út á árinu 1983, og ennþá er ekki sjá- anlegt að hægt verði aó gefa þetta rit, SIGLINGAMÁL, út á næstunni. Þetta er mjög bagaleg þróun. Siglingamálastofnun ríkisins verður að birta reglulega ýms atriói, m.a. varóandi vióur- kenningu á búnaði skipa, og koma til skila til eftirlitsmanna, útgeröarmanna og sjómanna ýmsum fróðleik og leiðbeiningum, sem hægt er aó vísa til og fletta upp í,eftir því sem meó þarf. I þvi efni má nefna fréttir af þróun á ýmsum öryggisbúnaði skipa, leiðbeiningar er varða öryggismál o.fl. Til að bæta úr brýnustu þörf í þessu efni, hefur nú verið ákveðið fyrst um sinn að gera tilraun með að gefa út frétta- blað svipað því, sem hér kemur út í fyrsta .sinni. 1 þessu fréttabréfi verður að sjálfsögðu ekki hægt að birta lengri greinargerðir, en vonast er til að á þennan hátt megi takast að koma til skila í stuttu máli ýmsum þeim atriðum, sem á döfinni eru hverju sinni. Blöðum og timaritum er heimilt að taka upp og birta efni úr þessu fréttabréfi að vild, en þess er óskað að getið verði heimildar, þegar slíkt efni er birt. Það er von Siglingamálastofnunar rikisins, aó þessi tilraun með fréttabréf megi koma að einhverjum notum öllum íslenskum sjó- farendum og öðrum þeim, er varðar starfsemi Siglingamálastofn- unar rikisins Hjálmar R. Bárðarson (siglingamálastjóri) Útgefandi: Siglingamálastofnun ríkisins, Hringbraut 121. 107 Reykjavík — Sími 25844

x

Siglingamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglingamál
https://timarit.is/publication/902

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.