Siglingamál - 01.01.1984, Síða 1

Siglingamál - 01.01.1984, Síða 1
 Frétta, 1. árg. 1. tbl. Janúar1984. INNGANGUR A undanförnum árum hefur Siglingamálastofnun ríkisins gefió út ritió SIGLINGAMÁL. Sum árin hafa komið út tvö hefti, sum árin aóeins eitt hefti. Fyrsta heftió kom út í júní 1973, það síðasta, nr. 14, kom-út í apríl 1982. Síöan hefur rekstrarfjárstaöa stofnunarinnar verió svo erfió, aó ekkert hefti var hægt aó gefa út á árinu 1983, og ennþá er ekki sjá- anlegt aó hægt veröi aó gefa þetta rit, SIGLINGAMÁL, út á næstunni. Þetta er mjög bagaleg þróun. Siglingamálastofnun ríkisins veröur aó birta reglulega ýms atriöi, m.a. varðandi vióur- kenningu á búnaöi skipa, og koma til skila til eftirlitsmanna, útgeróarmanna og sjómanna ýmsum fróðleik og leióbeiningum, sem hægt er aó vísa til og fletta upp í,eftir því sem með þarf. I því efni má nefna fréttir af þróun á ýmsum öryggisbúnaói skipa, leiðbeiningar er varöa öryggismál o.fl. Til aó bæta úr brýnustu þörf í þessu efni, hefur nú verið ákveöiö fyrst um sinn aö gera tilraun meó aö gefa út frétta- blað svipað því, sem hér kemur út í fyrsta .sinni. 1 þessu fréttabréfi veróur aö sjálfsögöu ekki hægt aö birta lengri greinargeróir, en vonast er til aö á þennan hátt megi takast aö koma til skila í stuttu máli ýmsum þeim atriðum, sem á döfinni eru hverju sinni. Blöðum og tímaritum er heimilt að taka upp og birta efni úr þessu fréttabréfi aö vild, en þess er óskaó aö getið verói heimildar, þegar slíkt efni er birt. Þaö er von Siglingamálastofnunar ríkisins, aö þessi tilraun meó fréttabréf megi koma aó einhverjum notum öllum íslenskum sjó- farendum og öörum þeim, er varöar starfsemi Siglingamálastofn- unar ríkisins Hjálmar R. Bárðarson (siglingamálastjóri) Útgefandi: Siglingamálastofnun ríkisins, Hringbraut 727. 107 Reykjavík — Sími 25844

x

Siglingamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglingamál
https://timarit.is/publication/902

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.