Til sjávar - 01.09.1997, Síða 3

Til sjávar - 01.09.1997, Síða 3
Alþingi samþykkir hafnaáætlun í fyrsta sinn Þau tímamót urðu í vor á Alþingi að þingsályktun um hafnaáætlun hlaut í fyrsta skipti formlega afgreiðslu. Vita- og hafnamálastofnun hefur lögum skv. samið hafnaáætlun á tveggja ■> ára fresti en hún hefur ekki hlotið afgreiðslu hjá Alþingi fyrr en nú. , Ríkisframlag í lágmarki í ár Samkvæmt upplýsingum Jóns Levís Hilmarssonar, forstöðumanns tæknisviðs Siglingastofnunar, hefur verið framkvæmt fyrir 1.000 til 1.200 m.kr. í ríkisstyrktum hafnarframkvæmdum síðastliðin ár. Þar af hefur hlutur ríkissjóðs numið um 70% eða í kringum 700-800 m.kr. Fjárveitingar hafa þó ekki náð þeirri fjárhæð, þ.e. skuld ríkissjóðs við hafnarsjóði hefur aukist. í hafnaáætlun fyrir 1997-2000 er framlag til nýrra verkefna nokkru minna en verið hefur þar sem hluti fjármagnsins fer í að greiða niður skuldir við sveitarfélögin. Framlagið i ár er í lágmarki eða 567 m.kr. Árið 1998 hækkar það í 667 m.kr. og áætlun næstu tveggja ára þar á eftir gerir ráð fyrir 693 m.kr. fyrir hvort ár. Að sögn Jóns Levís er stærsta verkefnið í ár, sem nýtur ríkisstyrkjar, dýpkun innsiglingarinnar til Grindavíkur. Önnur stór verkefni á næstu árum eru í Sundahöfn á ísafirði og bygging brimvarnargarða á Þórshöfn og Húsavík. „Áherslan er að færast yfir á hafnir þar sem uppsjávarfiskur, síld og loðna, er unninn, t.d. víða á Austfjörðum og á Suðurlandi. Þar er t.d. um að ræða endurnýjun á stálþiljum í Vestmannaeyjum, Eskifirði og Homafirði”, sagði Jón. Hafnaáætlun fær aukið vægi Samþykkt Alþingis á hafnaáætlun nú er mjög mikilvæg að mati Jóns. Það gefur henni aukið vægi og gerir vinnuna markvissari. Ekki er við því að búast að hafnaáætlun taki miklum breytingum á þessu timabili. ,,Ef bæta á nýjum verkefnum inn á hafnaáætlun þarf samþykki Alþingis. ”, sagði Jón Leví. Endurskoðun hafnaáætlunar hefst strax næsta vetur og verða þá gerð drög að hafnaáætlun fyrir árin 1999-2002. Verðlaun á sjómannadaginn Sérstök viðurkenning til eigenda og áhafna skipa var veitt í níunda sinn á sjómannadaginn, 1. júní sl. Siglinga- stofnun Islands veitir þessa viður- kenningu nú í fyrsta sinn en áður hafði Siglingamálastofnun ríkisins sinnt því hlutverki. Viðurkenningin er fyrir framkvæmd á öryggisreglum og góða umhirðu skips á undanfömum ámm. Hún á að vera hvatning fyrir áhöfn og eigendur skipa að halda þessum málum í sem bestu horfi. Eftirfarandi skip hlutu viðurkenningu árið 1997 (skipaskrárnúnter, nafn og einkennisstafir): 1509 Ásbjöm RE 050 2044 Baldur - 1143 Gestur SU 159 1610 ísleifur VE 63 0363 Ósk KE 005 1019 Sigurborg HU 100 1291 Sæþór EA 101 Upplýsingakerfi um veður og sjólag Hjá Siglingastofnun er hægt að nálgast upplýsingar um veður og sjólag á öllum tímum sólarhringsins. í síma 902- 1000 geta sjófarendur og aðrir fengið upplýsingar frá veðurstöðvum í vitum og höfnum og frá úthafsölduduflum. Þessi þjónusta hefur verið mikið notuð frá því hún komst í gagnið á síðasta ári, ekki síst af sjómönnum en þessar upplýsingar auka öryggi sjófarenda og auðvelda sjósókn. Markmiðið er að veita sambærilega þjónustu fyrir sjófarendur og stjórnendur flugvéla geta fengið um veður og aðstæður til flugs. Upplýsingar á öllum tímum . Veðurathugunarstöðvar hafa verið settar upp á 19 stöðum á landinu í samvinnu við Veðurstofu Islands og mælar til að fylgjast með sjávarföllum. Upplýsingar berast á klukkustundarfresti og birtast á tölvuskjá sem auðvelt er að lesa af. Símsvari er síðan tengdur við tölvurnar sem geyma gögnin og þegar hringt er í 902-1000 fást upplýsingar urn veður og sjólag allt í kringum landið. Eins og myndin hér til hliðar sýnir geta notendur valið á milli fjögurra landsvæða og innan hvers landsvæðis eru nokkrar veðurstöðvar. Alls eru 19 veðurstöðvar tengdar símsvara stofnunarinnar og munu fimm til viðbótar bætast við á næstunni. Úti fyrir ströndum landsins eru 7 öldudufl, við Garðskaga, Straumnes, Grímseyjarsund, Homafjörð, Vestmannaeyjar, Grindavík og Kögur. Frekari upplýsingar um þessa þjónustu er m.a. að finna á heimasíðu Siglingastofnunar. 12 3 4 Dyrhólaey aó Öndverðarnes Siglunes Öndverðarnesi að Siglunesi að Seley Seley að Dyrhólaey 3

x

Til sjávar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Til sjávar
https://timarit.is/publication/903

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.