Til sjávar - 01.09.1997, Síða 5

Til sjávar - 01.09.1997, Síða 5
Vita hafna- og siglingamál undir einni stjórn Siglingastofnun íslands varð formlega til 1. október 1996 með samruna Siglingamálastofnunar ríkisins og Vita- og hafnamálastofnunar. Þjónustustofnun á sviði öryggismála Hin nýja Siglingastofnun er fyrst og ffemst þjónustustofnun á sviði öryggismála og skipulagning hennar er í samræmi við það. upplýsingastreymi ásamt bættri nýtingu mannafla og aðstöðu. Verkefni Siglingastofnunar Verkefni Siglingastofnunar skv. lögum eru eftirfarandi: 1. Að annast þátt ríkisins í framkvæmd hafnalaga. 2. Að hafa umsjón með ríkisstyrktum framkvæmdum við sjóvarnargarða og lendingarbætur. Aösetur Siglingastofnunar viö Vesturvör í Kópavoginum. Stofnunin hefur í tvígang fengið verölaun umhverfisráös Kópavogsbaejar fyrir frágang á lóö og nánasta umhverfi. Liósm.: Kristján Maack Höfuðstöðvar Siglingastofnunar eru í Vesturvör í Kópavogi, þar sem Vita- og hafnamál voru áður til húsa. Um 65 starfsmenn vinna í höfuðstöðvunum en auk þeirra eru starfandi 8 fastráðnir vitaverðir og 7 skipaskoðunarmenn á landsbyggðinni: Vestmannaeyjum, Ólafsvík, ísafirði, Akureyri og á Fáskrúðsfirði. Starfsemi stofnunarinnar er skipt niður í fjögur meginsvið; stjómsýslu-, tækni, rekstrar- og skipaskoðunarsvið. Starfsemi Siglingamálastofnunar og Vita- og hafnamála var nátengd þar sem báðar stofnanirnar fengust við verkefni tengd siglingum, skipaflotanum og öryggi sjófarenda. Með sameiningu þeirra verður framkvæmd samgöngumála á sjó í umsjón einnar stofnunar. Ljóst er að sameinuð stofnun hefur meira bolmagn til að liafa í þjónustu sinni þá sérhæfðu starfsmenn sem þörf er á hverju sinni og stuðlar að betra 3. Að annast framkvæmd laga um eftirlit með skipum, laga um mælingu skipa og laga um skráningu skipa. 4. Að annast framkvæmd laga um vitamál, laga um leiðsögu skipa og laga um kafarastörf. 5. Að annast mál er varða lög og varnir gegn mengun sjávar og reglugerðir samkvæmt þeim, að því leyti sem þau varða skip og búnað þeirra samkvæmt reglum sem umhverfisráðherra setur. 6. Að annast samstarf við alþjóðastofnanir og framkvæmd alþjóðasamninga sem Island er aðili að og varða siglinga-, hafna- og vitamál. 7. Að vera stjómvöldum til ráðuneytis um mál sem em í verkahring stofnunarinnar. Tvær viöurkenningar á fimm árum Umhverfisráð Köpavogs veitti nýverið Siglingastofnun verðlaun fyrir „Athyglivert framlag til umhverfísmála”. Var viðurkenningin veitt fyrir endurgerð á nausti við Fossvog, Vesturvör í Kópavogi. Í umsögn ráðsins segir: „Bátanaustið og vörin hafa verið vel gerð upp og einnig er frágangur á umhverfinu til fyrirmyndar. Svæðið við naustið er fallegur og áhugaverður áningarstaður við útivistarsvæði og í framtíðinni Ijölfama gönguleið.” Arið 1992 veitti umhverfisráð Kópavogs Vita- og hafnamálastofnun verðlaun fyrir frágang á athafnasvæði sínu við Vesturvör. Stofnunin hefur því tvívegis fengið verðlaun á síðustu fimrn árum fyrir frágang á umhverfi sínu. Merkileg saga Árið 1938 fékk Guðni Jónsson úthlutað iandi til ræktunar við Fossvog. Hann hóf þegar að gera vör við fjöruna og byggja bátaskýli - „naust” - við vörina. Þama stundaði Guðni trilluútgerð í fjölda ára. í byrjun seinni heimsstyrjaldar byggði norski herinn skemmu og aðstöðu fyrir sjóflugvélar á landi austan við vörina sem setuliðið tók síðan við. Að stríðinu loknu yfirtók Vita- og hafnamálastjóm mannvirki á staðnum og hafði ýmsa aðstöðu á svæðinu. Það var síðan fyrir 7 árum sem stofnunin flutti alfarið á svæðið. Lóðin var stækkuð til vesturs árið 1990 og síðan hefur stofnunin séð um viðhald naustsins. Á síðustu árum hefur stofnunin endurbyggt naustið frá grunni. Vörin hefur verið lagfærð og varnarveggir endurhlaðnir að hluta. í framtíðinni mun liggja fjölfarin gönguleið um þetta svæði sem tengir saman Garðabæ, Reykjavík og Kópa- vog. 5

x

Til sjávar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Til sjávar
https://timarit.is/publication/903

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.