Til sjávar - 01.12.1999, Page 1

Til sjávar - 01.12.1999, Page 1
5.-6. tbl. 3. árg. desember 1999 Fréttabréf Siglingastofnunar 1 Öryggi fiskiskipa 2 Siglingaleiðir olíuskipa 3 Stöðugleiki þekktur 5 Irsk heimsókn 8-9 Óskar í Stórhöfða 12 Frumvörp á Alþingi 15 Vitaverðir kynntir Smíði og búnaður fiskiskipa Nýjar alþjóðlegar reglur í gildi um áramót Þann 1. janúar nk. ú reglugerð um öryggi jiskiskipa sem eru 24 m aö lengd eóa lengri að taka gildi. I reglugerðinni eru ákvœði um hönnun, smíði og búnað þilfars- fiskiskipa. Ari Guðmundsson reifar hér helstu atríði hennar. Reglugerðin gildir fyrir ný fiskiskip sem eru 24 m að lengd eða lengri en ákvæði reglugerðarinnar um neyð- arráðstafanir, fjarskiptabúnað og siglingatæki gilda einnig fyrir eldri skip. Reglugerðin skiptist í tvo meginhluta, annars vegar stutta reglugerð með ákvæðum um gildistöku o.fl. og hins vegar tvo viðauka. Uppsetning á I. viðauka er sú sama og á Torremolinos- alþjóðasamþykktinni um öryggi fiskiskipa, 1977, eins og henni hefur verið breytt með Torremo- linos-bókuninni frá 1993. Auk þess sem I. viðauki inniheldur öll ákvæði bókunarinnar er þar einnig að finna ákvæði tilskipunar Evrópusambandsins (ESB) nr. 97/70. Sum ákvæði tilskipunar- innar eru svæðisbundin og í II. viðauka við reglugerðina er kort yfír svokallað Norðurhafsvæði. I I. viðauka eru loks nokkur íslensk sérákvæði, þ.e. ákvæði sem gilda einungis fyrir íslensk fiskiskip. Sérstaklega er fjallað um Torre- molinos-bókunina og tilskipun ESB annars staðar í þessu blaði. Ákvæði reglugerðarinnar I. viðauki reglugerðarinnar er í raun meginefni Torremolinos- alþjóðasamþykktarinnar, eins og henni hefur verið breytt, þar sem ákvæðum tilskipunar ESB ásamt íslenskum sérákvæðum hefur verið bætt inn á viðeigandi stöðum. Viðaukinn skiptist í eftirfarandi kafla: I Almenn ákvæði, undanþágu- heimildir, eftirlit, útgáfu skírteina o.fl. II Smíði fiskiskipa, vatnsþétt niðurhólfún, lokunarbúnaður og ýmis búnaður. III Stöðugleiki fiskiskipa og sjóhæfni. IV Vélbúnaður, rafmagnskerfi og sjálfvirkni í vélarúmi (tímabundið ómönnuð vélarúm). V Eldvamir, eldskynjun, slökkvibúnaður og slökkvistörf. VI Búnaður til vemdar áhöíhinni. VII Björgunarbúnaður og íyrirkomulag hans. VIII Neyðarráðstafanir, saman- söíhun og æfingar ásamt tilheyrandi þjálfun. IX Fjarskiptabúnaður. Gerð er krafa um svokallaðan GMDSS-búnað. X Siglingatæki og útsýni frá stjómpalli. frh. bls. 6 Fjölbreytt 16 blaðsíðna jólablað Meginefni Til sjávar að þessu sinni er hin nýja „síðasta" vitavörðinn á íslandi, Óskar Jakob reglugerð um öryggi fiskiskipa. Itarlega umfjöllun er Sigurðsson. í blaðinu er einnig að fmna helstu fréttir að fínna á bls. 1 og 6-7. I miðopnu er viðtal við af starfseminni eins og áður.

x

Til sjávar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Til sjávar
https://timarit.is/publication/903

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.