Til sjávar - 01.12.1999, Blaðsíða 14

Til sjávar - 01.12.1999, Blaðsíða 14
Niðurstöður útboða Dags. Heiti útboðs Kostnaðaráætlun Lægsta tilboð % Verktaki m. lægsta tilboð Fj. tilboða 05.10.99 Sauðárkrókur - Dýpkun 13.500.000,- 14.735.000,- 109 Björgun hf. 1 19.10.99 Grenivík - Sjóvöm 5.009.500,- 4.228.000,- 84 Iðufell ehf., Raufarhöfn 5 16.11.99 Eyrarbakki - Sjóvöm 8.651.800,- 5.280.000,- 61 Borgarvirki ehf. 5 Umburðarbréf Dags. Heiti Nr. Flokkun 12.11.99 Ásprautun málms á öxla 12/1999 5.1.14.2. 12.11.99 Slógloki í lokuðu vinnslurými á aðalþilfari 13/1999 5.2.3.Ó. Lög og reglur Dags. Heiti Nr. S01 nr. Gildistaka 10.09.99 Reglur um öryggisbúnað krana og lyftubúnaðar 609/1999 10.09.99 16.09.99 Auglýsing um gildistöku EES-reglugerða um inn- og útflutning tiltekinna hættulegra efna 619/1999 16.09.99 11.10.99 Reglugerð um sprengiefni 684/1999 11.10.99 15.10.99 Reglur um tilkynningarfrest slysa samkvæmt III. kafla laga nr. 117/1993 um almannatryggingar 709/1999 15.10.99 01.12.99 Reglugerð um eftirlitsreglur hins opinbera 812/1999 01.12.99 Öryggisbúnaður Tilurð losunar- og sjósetningarbúnaðar Ljósmyndari: Hjálmar R. Bárðarson Sigmar Þór Svein- björnsson siarfsmaöur Siglingastofnunar hefur tekið saman stutta grein sem segir frá tilurð þess að hafin var smíði á sérstökum losunar- og sjósetn- ingarbúnaði gúmmíbjörgunarbáta. r Iáranna rás hafa mörg skip farist þar sem enginn maður hefur verið til frásagnar. Þessi slys, eins og mörg önnur sjóslys, hafa orðið að vetri til í skamm- deginu, oft í svartamyrkri, kulda og slæmu veðri. Sjóslys hafa einnig orðið þar sem skip fórust mjög snöggt, og fyrir snarræði einstakra manna um borð, tókst að ná gúmmíbjörgunarbát af geymslustað þó skipið væri nánast á hliðinni hálfsokk- ið, og bjarga þar með hluta eða allri áhöfninni. Með hliðsjón af þessu er ekki erfitt að áætla að í þeim tilfellum sem enginn var til frásagnar hefðu mennirnir einfaldlega ekki haft tíma til að ná gúmmíbjörgunarbátnum. Það er erfitt að setja sig í spor manna sem staddir eru úti á rúmsjó á sökkvandi skipi í slæmu veðri í kolsvarta myrkri með skipið á hliðinni og öll ljós að slokkna. Myrkrið verður algjört, nema það takist að sjósetja gúmmíbát, þá er lítið ljós á þaki hans eina ljósið sem sést í myrkrinu. Oft gerast þessi sjóslys þannig að skipin fara á hliðina í einni veltu stoppa þar litla stund, sökkva síðan á örskammri stund eða fara á hvolf. Sjómenn- irnir hafa því lítinn og eflaust stundum engan tíma til að nálgast talstöð, gúmmíbjörgunar- bátinn eða önnur björgunartæki um borð, eins og t.d. björgunarbúninga, neyðarflugelda og þess vegna verður enginn til frásagnar. Skömmu áður en fyrsti búnaðurinn var búinn til fórst bátur þar sem atburðarrás var nákvæmlega eins og hér að ofan er lýst. Þar sem báturinn var á hliðinni, kom brot yfir hann og hreif með sér gúmmí- bátinn sem hafði verið í trékassa uppi á stýrishúsi, við það hentist gúmmíbáturinn í sjóinn og sjómennirnir syntu frá hinu sökkvandi skipi á eftir honum og komust flestir að óuppblásnum gúmmíbátnum. Þar sem hann var óuppblásinn var það næsta verkefni þeirra í ísköldum sjónum, að reyna að taka í línu hans og blása hann upp. Það reyndist mikil raun og þegar loksins tókst að opna flösku bátsins og blása hann upp, höfðu fjórir úr áhöfn örmagnast og drukknað við lilið skips- félaga sinna. Þessar hrikalegu aðstæður og margar aðrar sem komið hafa fram í sjóprófum, voru hafðar í huga þegar verið var að hanna og prófa fyrsta losunar- og sjósetn- ingarbúnaðinn. 14

x

Til sjávar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Til sjávar
https://timarit.is/publication/903

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.