Til sjávar - 01.05.2000, Blaðsíða 1

Til sjávar - 01.05.2000, Blaðsíða 1
Öndvegishús og merkileg mannvirki 2. tbl. 4. árg. ms 1 Öndvegishús og mannvirki Kálfshamarsviti og Horna- fjarðarós hljóta tilnefningu 2 Frá forstjóra 3 Spjall um öryggismál 4 Öryggi 2000 5 Slysavarnir í höfnum 6 ísland fær fulla aðild 7 Óruglað GPS Fjallað er um langtímaáætlun um öryggismál sjó- manna í blaðinu og markmiðum hennar er lýst. Einnig er spjall við Jón Bemódusson um málið. bls. 3 og 4 Nýlega tók gildi reglugerð um slysavamir í höfnum. Mörg slys verða í og við hafnir á ári hverju og því tímabært að kveða skýrt á um slysavamir. bls. 5 Kálfshamarsviti á Skaga og itinsiglingin til Hornafjarðar þykja, að mati sérstakrar dóm- nefndar i verkefninu „ Öndvegis- hús og merkileg mannvirki", vera dœmi um góða byggingar- list á íslandi. Verkefnið er samstarfs- verkefhi Listahátíðar í Reykjavík, Morgun- blaðsins, Arkitektafélags íslands og Listasafns Reykjavíkur. Dómnefnd valdi úr fimmtíu byggingar og mannvirki sem talin eru skara fram úr hvað varðar útlit, hönnun, áhrif á þróun byggingarlistar, notagildi og samspil við umhverfi sitt. í þessum hópi vom Kálfshamars- viti og Hornaíjarðarós. Einnig völdu lesendur Morgunblaðsins hús eða mannvirki sem þeim finnst mikið til koma. Meðal bygginga sem lesendur tilefndu var Knarrarósviti, byggður 1939. Höfundur er Axel Sveins- son verkfræðingur (sjá mynd í Til sjávar, 4. tbl. 1999, bls. 7) Kálfshamarsviti sem er við samnefnda vík við Skaga var byggður 1939 og höfundur er einnig Axel Sveinsson. í umsögn segir: „Valinn sem fulltrúi fyrir vita landsins, sem flestir eru merkileg og vel hönnuð mannvirki. Lóðrétt, hreinskorin form vitans í stíl 4. áratugarins mynda í þessu tilviki sterkan samhljóm með stuðla- berginu í Kálfshamarsvik. Til- sýndar er vitinn tilkomumikið kennileiti i landslaginu, einkum þegar Strandafjöllin blasa við handan flóans “ (sjá mynd hér til hliðar). Sjávar- og leiðigarðar við Hornafjarðarós voru byggðir 1991-1995. Höfundar verksins eru verkfræðingarnir Gísli Viggósson og Sigurður Sig- urðarson á Siglingastofnun. í umsögn segir: „Afar nœrfœrin útfœrsla á sjávar- og leiðigarði. Náttúran í öndvegi, mannvirkið fíngert og Ijóðrœnt. Valið sem dœmi um hafnarmannvirki sem er hugvitsamlega hannað með tilliti til umhverfis og náttúru- afla, en innsiglingin um ósinn er lífœð byggðarinnar á Höfn " (sjá mynd hér að neðan). Langtímaáætlun um öryggismál Reglur um slysavarnir í höfnum

x

Til sjávar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Til sjávar
https://timarit.is/publication/903

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.