Til sjávar - 01.05.2000, Blaðsíða 4
Öryggismál sjómanna
Virk þátttaka er forsenda árangurs
Vinna við gerð lang-
tímaáætlunar um ör-
yggismál sjófarenda er hafin
að frumkvæði samgöngu-
ráðherra, Sturlu Böðvarssonar.
Sérstök verkefnisstjóm var skipuð til
að vinna að framgangi verkefnisins. í
henni em fulltrúar frá samgönguráðu-
neyti, Siglingastofnun íslands og hags-
munaaðilum. Ennfremur hefur Siglinga-
stofnun ráðið Ingimund Valgeirsson,
verkfræðing, til að vinna að verkinu.
Stefnt er að því að þingsályktunar-
tillaga um öryggismál sjómanna verði
lögð fram á Alþingi.
Mörgum spurningum þarf að svara
Málaflokkamir sem verkefninu er skipt
upp í em margvíslegir, t.d.:
Ljósm.: Kristján Maack
• skip og búnaður þeirra
• vinnuaðstæður, öryggisbúnaður og
aðbúnaður um borð
• menntun og þjálfun sjómanna
• heilbrigðisþjónusta við sjómenn
• vitar, staðsetningar- og upplýsinga-
kerfi
• innsiglingar og öryggi í höfnum
• upplýsingar og samskipti milli skipa
og lands
• eftirlit með skipum
• björgunarmál, rannsóknir sjóslysa og
slysaskráning
I áætluninni verður stuðst við saman-
tekt á ýmsum tillögum að úrbótum sem
gerðar hafa verið síðastliðin ár.
Nýleg gögn hefur vantað
Nokkuð hefur vantað upp á nægilega
gott aðgengi að nýlegum gögnum og
upplýsingum um slys og óhöpp.
Ákvarðanataka hefur því oft á tíðum
ekki byggst á nægilega traustum gmnni.
Til að bæta úr þessu er mjög mikil-
vægt að virk þátttaka sé við upplýsinga-
öflun og mótun framkvæmdaáætlun-
arinnar. Sjómenn og aðrir sem láta sig
öryggismál sjómanna varða em hvattir
til að senda inn athugasemdir og
tillögur.
Horft fram í tímann
í þessu verkefni er fyrst og fremst verið
að horfa til hvaða kröfur þarf að gera til
framtíðar. Spurningarnar em margvís-
legar og svörin liggja ekki endilega
fyrir.
• Hver verður þróunin í hönnun og
smíði skipa, búnaðar og tækja?
• Hvemig verður skipastóllinn sam-
settur, fjöldi skipa, stærð þeirra og
gerð?
• Hver verður þróunin í samgöngu-
málum?
• Hvernig þróast samstarf Islendinga
við aðrar þjóðir í öryggismálum
sjófarenda?
• Hvemig skal unnið að því að uppfylla
kröfur alþjóðlegra laga og reglna sem
Island hefur gengist undir?
Með sameiginlegu átaki allra sem að
málinu koma verður vonandi hægt að
mæta kröfum framtíðarinnar og stuðla
að auknu öryggi sjófarenda á nýrri öld.
Sjómennskan er ekkert grín
Á heimasíðu Siglingastofnunar
www.sigling.is/oryggi2000 er kynning á
verkefninu og er öllum sem láta sig
öryggismál sjómanna varða gefinn
kostur á að koma sjónarmiðum og
tillögum að fram til 1. júlí 2000.
Til eru þrjár aðferðir til að koma
ábendingum á framfæri:
• Senda póst merktan „Öryggisáætlun
sjófarenda" til Siglingastofnunar
íslands, Vesturvör 2, pósthólf 120, 202
Kópavogi
• Senda tölvupóst á netfangið:
oryggi2000@sigling.is
• Hringja í Siglingastofnun í sima 560
0000 og ræða við Ingimund Valgeirsson
eða Jón Bernódusson.
Tvö dauöaslys
Sú ánægjulega þróun hefur átt sér
stað á undanfomum ámm að slysum
til sjós hefur fækkað og þá sérstaklega
dauðaslysum. Tilkynnt sjóslys til
Tryggingastofnunar em mun færri nú en
fyrir nokkrum árum þó svo að lítils-
háttar fjölgun hafi orðið 1999 frá árinu
1998 eða 381 í stað 378. Dauðaslys á
fiskiskipum hafa verið sem betur fer fá
sl. þrjú ár en þau vom tvö árið 1999, eitt
1998 og tvö 1997 - öll á bátum undir 12
metrum að lengd. Annað dauðaslysið
árið 1999 má rekja til hífingar á
veiðarfærum og í hinu féll maður fyrir
borð. Þrjú fiskiskip fómst á árinu, öll
undir 12 metrum að lengd líkt og árið
1998. Tvö þeirra sukku og eitt
strandaði.
4