Til sjávar - 01.05.2000, Blaðsíða 6
Niðurstöður útboða
Dags. Heiti útboðs Kostnaðaráætlun Lægsta tilboð % Verktaki m. lægsta tilboð Fj. tilboða
23.03.00 Gerðahreppur - Sjóvamir 6.904.000,- 4.593.920,- 66 Ellert Skúlason hf., Njarðvík 5
11.04.00 VopnaQörður - Löndunarbryggja, fylling við stálþil 14.588.570,- 11.757.100,- 81 Eyjólfur Þór Jónsson, Hrísey 6
09.05.00 Hofsós - Trébryggja 5.288.000,- 4.432.000,- 84 Guðlaugur Einarsson, Hafnarfirði 2
11.05.00 Vestmannaeyjar - Friðarhöfn, þekja 11.925.240,- 12.765.660,- 107 Þórður Magnússon - Vélaþjónusta 2
30.05.00 EskiQörður - Hafskipabryggja, þekja og LM hús 24.560.250,- 25.306.270,- 103 Þorsteinn Bjarnason, Fáskrúðsfirði 3
Umburðarbréf
Dags. Heiti Nr. Flokkun
26.01.00 26.01.00 Frestur til úrbóta. GMDSS, STK og losunar- og sjósetningarbúnaður Farbann 02/2000 03/2000 3.5.3.2.I. 3.6.3.1.
Lög og reglur
Dags. Heiti Nr. S01 nr. Gildistaka
07.02.00 14.03.00 31.03.00 09.05.00 09.05.00 09.05.00 Reglugerð um gjöld fyrir skoðun, skráningu, mælingu skipa o.fl. Reglugerð um breytingu á reglugerð um hafnarríkiseftirlit nr. 128/1997 Reglur um slysavamir í höfnum Lög um rannsókn sjóslysa Lög um breytingar á siglingalögum, nr. 34/1985, með síðari breytingum. Lög um breytingu á lögum um tilkynningarskyldu íslenskra skipa, nr. 40/1977, með síðari breytingum 118/2000 188/2000 247/2000 68/2000 69/2000 73/2000 2.2.5.3. 2.2.5.12. 5.1.1. 6.1.3. 07.02.00» 14.03.00* 31.03.00* 01.09.00 01.09.00 01.07.00
* Gildistaka miðast við birtingardag Stjómartíðinda
Hafnarríkiseftirlit
Umsókn um fulla aðild samþykkt
Dagana 9. til 12. maí var
haldinn 33. aðalfundur
Parísarsamkomulagsins um
hafnarríkiseftirlit í South-
ampton á Englandi. Hafnarríkiseftirlit er
skyndiskoðun á kaupskipum sem sigla
undir erlendum fána. Markmiðið er að
koma í veg fyrir siglingar skipa sem
uppfylla ekki lágmarkskröfur um öryggi,
mengunarvarnir og aðbúnað skipverja
eða svonefndra undirmálsskipa.
A fundinum lá m.a. fyrir skýrsla út-
tektarhóps sem var á íslandi í mars sl. til
að kanna hvort íslensk stjórnvöld upp-
fylltu öll skilyrði fyrir fullri aðild að
Parísarsamkomulaginu. í þessari úttekt
var starfsemi Siglingastofnunar íslands
tekin út og könnuð var þjálfun, hæfni og
reynsla skipaskoðunarmanna. Niðurstaða
úttektarhópsins var að mæla með fullri
aðild Islands að samkomulaginu. Tillaga
þessa efnis var samþykkt einróma á
fundinum og verður Island þar með 19.
aðildarríki samtakanna. Aðildin tekur
gildi 1. júlí 2000. Önnur aðildarlönd eru
strandríki Evrópusambandsins, þrettán að
tölu, auk Kanada, Króatíu, Póllands,
Noregs og Rússlands. Þessi ríki hafa
undirritað Parísarsamkomulagið um
hafnarríkiseftirlit (Paris Memorandum of
Understanding on Port State Control)
sem hefur verið í gildi frá 1982. Á
fundinum var ennfremur samþykkt að
veita Slóveníu aukaaðild en Island hefur
verið aukaaðili frá árinu 1996.
Ymis önnur mál voru rædd á
framangreindum fundi, þar á meðal hið
alvarlega mengunarslys sem varð í
desember 1999 þegar
maltneska oliuflutn-
ingaskipið Erika brotnaði í
tvennt og sökk undan
ströndum Frakklands.
Tekin var ákvörðun um að
sérstakt átak yrði í eftirliti
með olíuflutningaskipum
frá byrjun september til
loka nóvember 2000. Her-
ferðin mun beinast að
skipum sem eru eldri en 15
ára og stærri en 3000
brúttótonn.
Eitt af markmiðum
Parísarsamkomulagsins er
að aðildarríki þess skoði
árlega 25% af fjölda ein-
stakra kaupskipa sem koma
til hafnar í viðkomandi
landi. Með samræmdum
aðgerðum tekst að skoða
um 90% til 100% af skipum sem eiga
leið um hafnir aðildarríkjanna á hverju
ári. Á bilinu 400 til 600 erlend kaupskip
koma á ári hverju til íslenskra hafna.
Frekari upplýsingar um hafnarríkiseftirlit
er að finna á www.parismou.org.
Úttektarhópur frá Parísarsamkomulaginu ásamt starfsmönnum
Siglingastofnunar og samgönguráðuneytisins
6