Til sjávar - 01.05.2000, Blaðsíða 2

Til sjávar - 01.05.2000, Blaðsíða 2
Frá forstjóra Mikilvæg öryggismál í brennidepli Að undan- förnu hafa mörg jákvæð teikn verið á lofti í öryggis- málum sjófar- enda. Það er þrennt sem ég vil víkja að í því sambandi. Undirbúningur að gerð fyrstu lang- tímaáætlunar um öryggismál sjómanna er hafin. Samgönguráðherra hefur falið Siglingastofnun íslands að vinna að gerð áætlunarinnar í samráði við sérstaka verkefnisstjórn, hagsmunaaðila og siglingaráð. Ætlunin er að skila til samgönguráðherra tillögum að 5 ára áætlun á komandi hausti, en í framhaldi af því er stefnt að því að áætlunin verði lögð fyrir Alþingi í formi þingsálykt- unartillögu. Ástæða er til að hvetja sjómenn og útgerðarmenn til virkrar þátttöku og skila inn tillögum til úrbóta þannig að sem flest sjónarmið komist að við gerð áætlunarinnar. Starfsmenn Siglingastofnunar hafa tekið þessi mál föstum tökum og sérstakur vinnuhópur hefur verið skipaður til að móta fram- tíðarsýn stofnunarinnar og leggja fram tillögur um skipan öryggismála í næstu framtíð. Ég vænti þess að góð samstaða náist milli hagsmunaaðila og stjórnvalda um að standa hér vel að verki. Á ári hverju eiga sér stað mörg slys í og við hafnir og því mikilvægt að koma þar á sem bestum slysavörnum. Nýlega voru birtar í stjómartíðndum reglur nr. 247/2000 um slysavamir í höfnurn og eru þær settar samkvæmt heimild í reglugerð Ljósm.: Kristján Maack um hafnamál frá 1996. Líkt og gerð langtímaáætlunarinnar er útgáfa þessara reglna mikið fagnaðarefni. Víða hefur vantað nokkuð á að skipulag slysavama í höfnum hafi verið viðunandi. Formlegar reglur hefúr vantað um öryggisbúnað svo sem stiga, björgunarbúnað og lýsingu og hvernig eftirliti með búnaðinum og þjálfún hafnarstarfsmanna skuli háttað og því mismunandi hvemig einstakar hafnir hafa sinnt öryggismálum. Hjá Siglinga- stofnun hafa síðustu 12 árin verið í gildi vinnureglur um öryggisbúnað hafnar- mannvirkja og var þeim fylgt eftir við gerð nýrra mannvirkja og einnig voru þær hafðar til viðmiðunar við endurbætur á eldri mannvirkjum. Hins vegar hefur vantað á að eftirlit með ástandi öryggis- mála væri fullnægjandi eftir að fram- kvæmdum lýkur en með gildistöku ofangreindra reglna stendur það til bóta og er Vinnueftirliti ríkisins ásamt Sigl- ingastofnun ætlað að koma þar að málum. Það er von mín að með aukinni vitund sjómanna, hafnarstarfsmanna og betra eftirliti þá eigi slysum í höfnum eftir að fækka til muna á komandi árum. Þriðja málið sem ég vil nefna sem mikilvægt skref í átt að auknu öryggi sjófarenda er sjálfvirka tilkynninga- skyldukerfið (STK) sem formlega var tekið í notkun 3. maí sl. Það er ósk mín og von að tilkoma þess kerfis ásamt áðurnefndum úrbótum í öryggismálum sjófarenda muni skila sér í fækkun slysa hjá sjómönnum á komandi árum. Hermann Guðjónsson Gagnavinnsluforrit Samið við Skýrr um gerð hugbúnaðar Til sjávar. Fréttabréf Siglingastofiiunar. Utgefandi: Siglingastofnun ístands. Vesturvör 2, 200 Kópavogur. Sími: 560 0000 Bréfasími: 560 0060 Heimasíða: www.sigling.is Netfang: sigling@sigling.is Ritstjóri: Sigurjón Ólafsson (sigurjon@sigling.is) Abyrgðarmaður: Hermann Guðjónsson. Umbrot: Siglingastofnun íslands. Prentun: Prentsmiðjan Oddi hf. Efni tilbúið í prentsmiðju 31. maí 2000. Ljósmyndir á forsíðu: Homaljarðarós, Snorri Aðalsteinsson. Kálfshamarsviti, Guðmundur Ingólfsson Fjölmiðlum er fijálst að nota efni blaðsins ef heimildar er getið. Óskum um áskrift er hægt að koma á framfæri við ritstjóra. Þann 3. maí sl. voru opnuð tilboð í gerð tveggja gagnavinnsluforrita fyrir Siglingastofnun íslands. Um er að ræða endurgerð tveggja eldri forrita en það eldra var smíðað af Skýrr upp úr 1980 og er því um tímabæra endumýjun að ræða. Auk endumýjunar felst verkið í yfirfærslu eldri gagna. Þetta eru annars vegar skipaskrá og hins vegar lög- og réttindaskráning sjómanna. Tilboð bárust frá fjórum aðilum: Nýherja, Skýrr, Tölvumyndum og Hug- viti. Engin kostnaðaráætlun lá fyrir um verkið en lægsta tilboð var frávikstilboð ffá Skýrr upp á tæpar 14,8 m.kr. Hæsta tilboð, sem kom frá Hugviti, hljóðaði upp á tæpar 30,5 m.kr. Nýherji bauð 16,8 m.kr. og Tölvumyndir nokkm hærra eða tæpar 16,9 m.kr. Ákveðið var að ganga til samninga við lægstbjóðanda en ráðgert að skrifa undir samning við Skýrr hf. þann 5. júní 2000. Verklok em 31. mars 2001. 2

x

Til sjávar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Til sjávar
https://timarit.is/publication/903

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.