Neytendablaðið - 01.09.1967, Page 3
NBYTENDABLAÐIÐ
S
Stofna ber matsnefndir um iðnaðarvinnu
Erindi Sveins Ásgeirssonar á 29. iðnþingi íslendinga
Neytendasamtökin voru ekki stofn-
uð til höfuðs neinum, og hafa ekki
starfað í þeim anda. Þau eru ekki
stéttarsamtök eins og til dæmis þau,
sem nú halda 29. iðnþing sitt. Neyt-
endur eru alhr þjóðfélagsþegnar frá
vöggu til grafar. I lögum Neytenda-
samtakanna segir: Markmið samtak-
anna er: að gæta hagsmuna neyt-
enda í þjóðfélaginu. Segja má, að
það sé ekkert smáræði, sem þau æth
sér. Og það er það reyndar ekki held-
ur. En þó er það ekki ofurmannlegt,
og það byggist einmitt á því, að allir
eiga hagsmuna að gæta sem neytend-
ur, enda þótt vandamál neytandans
komi misjafnlega niður á mönnum.
Það sem hér er um að ræða, snertir
aðstöðu manna. Hvort þeir eru í
stöðu kaupandans, sem á að borga,
eða seljanda, sem á að fá greitt fyrir
vöru eða þjónustu eða vinnu. Hags-
muna- og kjarabarátta þegnanna í
nútíma þjóðfélagi hefur fyrst og
fremst verið háð frá sjónarmiði selj-
andans í víðtækum skilningi. Enda
er mun auðveldara að bindast sam-
tökum um sjónarmið þeirra í hinum
ýmsu greinum. Og þeir hafa aflað sér
forréttinda, sérréttinda og margs
konar hagsmunaverndar. Um sjónar-
mið neytenda hefur aftur á móti
minna verið hirt með þeim afleiðing-
um, að í stöðu neytandans hafa
menn auðveldlega glatað öllu, sem
þeir töldu sig hafa unnið sem selj-
endur eða framleiðendur.
Sem neytendur hafa menn orðið
að standa einir síns Uðs. Aðstaða
þeirra hefur oft verið slík, að stapp-
ar nær algeru réttleysi í reynd. Það
hahar ávallt á neytandann. Aðstaða
hans hefur verið svo veik ekki að-
eins vegna samtakaleysis heldur
engu síður vegna þess, að þær leiðir,
sem þjóðfélagið hefur boðið neytend-
um til að ná rétti sínum, eru svo
erfiðar, seinfarnar, dýrar og tvísýn-
ar, að til þess að fara þær þarf yfir-
leitt meiri peninga, tíma og kjark
en hann yfirleitt hefur samanlagt.
Sjónarmið neytenda
og Alþingi.
Hinum kjömu fulltrúum á Alþingi,
sem þó eiga fyrst og fremst að hugsa
um þjóðarhag, finnst, sem von er, að
þeir séu skuldbundnari hinum ýmsu
hagsmunahópum í þjóðfélaginu held-
ur en neytendum almennt. Því að
hverjir voru það, sem komu þeim á
framboðslistann ? Og hvemig voru
þeir titlaðir á honum? Það er líka
mála sannast, að lítið hefur borið á
frumvörpum, hvað þá löggjöf, sem
hefðu þann tilgang æðstan og þá
hugsjón að baki að efla hagsmuni
neytenda almennt og tryggja rétt
þeirra og réttarstöðu. Aftur á móti
hafa réttindi framleiðenda og sclj-
enda vöra og þjónustu verið ramm-
lega lögfest á mörgum sviðum. Og að
hrófla við þeim réttindum, sem menn
hafa einu sinni fengið og verða þeim