Neytendablaðið - 01.09.1967, Síða 6

Neytendablaðið - 01.09.1967, Síða 6
6 NEYTENDABLAÐIÐ Lesendur skrifi sjálfir sjálfa opnu blaðsins Næstu tvær síður viljum við biðja félagsmenn Neytendasamtakamia sjálfa að skrifa. Ekki vegna þess, að okkur skorti efni í blaðið, heldur höfum við þá trú, að fyrir margan lesandann yrði það gagnlegasta og fróðlegasta efni blaðsins. Það tekur viku að Ijúka að fullu við grein- ina, en sáralítill tími fer í skriftir samanlagt, og það þarf ekkert liug- myndaflug til að semja hana, enga þjálfun í ritstörfum, og réttritun skiptir engu máli. Tölustafi geta allir skrifað. Hví ekki að sinna áskorun okkar og því fremur, sem þér þurfið ekki að sýna neinum ritverkið frekar en yður þóknast? Þess vegna þarf heldur ekki að halda neinu leyndu, enda spillir það sögunni. Hafið þér nokkurn tíma skrifað slíka grein áður? Það er mála sannast, að það mun vera furðu fátítt hér á landi, að slíkar sögur séu skrifaðar, enda þótt alþýðumenntun sé hér á háu stigi, fróðleiksfýsn almenn og mikið lesið og skrifað (og talað, ekki hvað sízt um dýrtíð). Það hafa margir ritsnillingar lýst því, hvílíku fargi sé af þeim létt, þegar þeir hafi lokið við að skrifa sögu. Nú er ekki hægt að lofa því í þessu tilfelli, að svo verði með yður — því miður. Enda engar vangaveltur eða heilastrit við söguritunina. Aftur á móti gæti sagan eftir á, þegar þér reynið að kryfja hana til mergjar, orðið til þess að létta af yður einhverju af því fargi, sem nú hvílir á yður. Og hver veit nema yður dytti í hug að skrifa aðra sögu og hafa hana þá dálítið öðru vísi? Hún gæti kannske orðið skemmtilegri eða að minnsta kosti skynsamlegri. Flest okkar eru þannig gerð, að við njótum þess að kaupa — bara kaupa. Við förum í kjörbúð, eins og litli drengurinn á forsíðunni, og veljum okkur vörumar, eina og eina í einu. En hversu margir skyldu vita nákvæmlega, þegar að kassanum kemur, hvaða upphæð eigi að greiða? Sumir era svo harðbrjósta, að þeir vorkenna ekki einu sinni fullorðnu fólki, sem þarf að tína upp úr vagninum aftur ýmsa hluti og setja þá á sinn stað aftur.

x

Neytendablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.