Neytendablaðið - 01.09.1967, Blaðsíða 10
10
NEYTENDABLAÐIÐ
Erindi á iðnþingi
tekið fram í samningi — munnlegum
eða skriflegum.
Það skal skýrt tekið fram hér, að
reynsla Neytendasamtakanna af sam-
skiptum þeirra við seljendur — hing-
að til fyrst og fremst kaupmenn —,
er yfirleitt hin bezta, þótt undantekn-
ingar séu að sjálfsögðu ýmsar. Ef
seljandinn hafnar allri málamiðlun,
en með henni er fundin lausn flestra
mála, þá kemur í ljós það réttleysi
neytandans í reynd, sem ég nefndi
svo áðan. Þá er aðeins ein leið til,
það er að leita til dómstólanna, þá
seinförnu, dýru og tvísýnu leið, en
sá vegarspotti réttlætisins má heita
nær ófær allt árið um kring fyrir
flestar tegundir neytendamála.
Réttur neytandans samkvæmt
kaupalögunum er mikill — í orði. En
fyrir milligöngu Neytendasamtak-
anna og vegna almenns vilja seljenda
til sanngirni er hann einnig oft snar-
lega á borði, þannig að lögin hafa
verið lögð til grundvallar við lausn
mála, þótt engir dómstólar kæmu
nærri — né heldur málskostnaður.
Annað mjög veigamikið atriði varð-
andi samskipti Neytendasamtakanna
og seljenda er það, hve mörgum
þeirra hefur fljótt orðið ljóst, hvaða
hag þeir sem seljendur geti haft af
milligöngu Neytendasamtakanna.
Þau leitast við að ná rétti neytand-
ans, en heldur ekkert umfram það.
Hafi neytandinn engan rétt eða tak-
markaðan, þá fær hann hiklaust að
vita það. Það er eðlilegt, að kaup-
andi rengi seljanda um það mál, en
ekki Neytendasamtökin. Og það gera
þeir ekki heldur, þótt óneitanlega
séu til nokkrar undantekningar í því
efni sem öðrum.
Ágreiningsmál þarf að
leysa skjótlega.
En á ýmsum sviðum getur orðið
erfitt að finna viðunandi og örugg-
lega sanngjarna lausn, og það á ekki
sízt við um ýmis konar þjónustu. En
ýmsar leiðir eru til, sem fara má til
að fá sem skjótasta lausn á ágrein-
ingsmálum kaupanda og seljanda í
þessum efnum, ef samkomulagsvilji
er fyrir hendi og þá sérstaklega af
hendi seljenda, því að það er oftast,
sem á hann reynir. Þegar til kast-
anna kemur, hefur hann mun sterk-
ari aðstöðu í þjóðfélaginu. Hans bláa
nei og þóttafulla þvermóðska getur
því hæglega valdið því, að kaupand-
inn beri meira eða minna tjón að
ósekju.
Við teljum það siðferðilega skyldu
hinna ýmsu samtaka seljanda vöru
og þjónustu að sýna jákvæðan vilja
til úrbóta í þessum efnum. En hér
reynir ekki aðeins á sanngirni, held-
ur einnig á framsýni og hagsýni, því
að það hlýtur að vera hagsmunamál
hverrar stéttar, hverrar iðngreinar
t.d., að ágreiningsmál við neytendur
eða kaupendur séu sem fæst, og að
sem auðveldust leið sé höfð opin til
að leysa úr þeim og þá af aðila, sem
jafnt kaupendur sem seljendur eiga
að geta treyst.
Matsnefndir.
Hér vil ég benda á eina leið, sem
Neytendasamtökin hafa hina beztu
reynslu af. Um árabil hefur starfað
Matnsnefnd í ágreiningsmálum vegna
fatahreinsunar, en í henni eiga sæti
Framh. á bls. 13.