Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.09.1967, Qupperneq 14

Neytendablaðið - 01.09.1967, Qupperneq 14
u NEYTENDABLAÐIÐ neytendum og þar með þjóðinni allri óþarfa tjóni á ári hverju. Hliðstætt þessu í íslenzku viðskiptalífi er hin furðulega tregða við að gefa kvittan- ir fyrir keyptri vöru eða þjónustu, svo að ekki sé minnzt á sundurliðun reikninga. Slíkt á að bjóða, en við- skiptavinurinn ekki að þurfa að biðja um, enda eru þeir margir ragir við það af ótta við að móðga þann, sem þeir eru að borga fé, og gera það reyndar líka ósjaldan, ef þeir herða sig upp í það. Af þessu hafa Neyt- endasamtökin því miður afleita reynslu. Iðnaðarmenn og neytendur. Ég kem svo loks að samskiptum iðnaðarmanna og neytenda. Þá á ég við almenn kaup á iðnaðarvinnu, en ekki í merkingunni verzlunarkaup, þ.e. þegar iðnaðarvinna er keypt til þess síðan að selja aftur til neyt- enda. Að sjálfsögðu hefur oft verið leit- að til samtakanna vegna viðskipta við iðnaðarmenn. Það er ekkert óeðli- legt. Þó að ég segi það hér, að iðn- aðarmenn séu almennt allra beztu og heiðarlegustu menn, þá er það ekk- ert hrós eða skjall, heldur sjálfsagð- ur hlutur, að svo sé. Vitaskuld kom- um við hér að undantekningunum, sem ég hef svo oft orðið að taka fram hér að framan. En ástæða er til þess að minnast þess hér, að litlir karlar geta myndað stóra skugga. 1 táknrænni merkingu er af þeim sök- um rík ástæða og raunar skylda að mínu áliti til þess, að stjórnir sam- taka iðnaðarmanna séu vel á verði um heiður hópsins í hverri grein og þar með um heiðarleik einstakling- anna innan hans. Heiður stéttarinn- ar er ekki einungis siðferðilegt at- riði og samvizkumál, heldur og hreint hagsmunamál. íslenzkir iðnað- armenn væru þá úr öðru cfni en aðr- ir landsmenn, ef þeir þyrftu ekki all- nokkurt aðhald. Mér er ókunnugt um það, hversu oft menn í ábyrgðarstöð- um stéttarfélaga taka félaga sína í karphúsið. Og það er eðlilegt, að ekki sé verið að auglýsa slík innanstéttar- mál. En það verður að segja það, eins og það er, að þegar við höfum haft milligöngu um lausn á ágrein- ingsmálum milli iðnaðarmanna og neytenda, þá höfum við ekki orðið varir við neinar áhygjur út af því, að þeir fengju bágt úr þeirri átt. Hins ber þó vel að gæta, hliðstætt því, sem ég nefndi áðan um vanþekk- ingu kaupmanna á kaupalögunum, að mörgum iðnaðarmanni sé ekki fyllilega Ijóst, hverjar séu skyldur hans samkvæmt lögum né hvar liggi takmörk réttinda hans. Hann getur einnig stuðzt við háttu og venjur annarra, sem hann telur, að hljóti að vera réttmætar og löglegar. Þannig getur hann eins og hver annar gert rangt án betri vitundar. Um hina þarf ekki að fjölyrða, en þeir eiga ekki að komast áfram með slíkt í krafti sérréttinda og sterkrar að- stöðu á ýmsan annan hátt — og það ekki síður stéttarinnar vegna en við- skiptavina hans. Vanefndir loforða. — Óábyrgar kostnaðaráætlanir. Algengustu umkvartanir vegna iðnaðarvinnu varða vanefndir lof- orða, hvað snertir að vinna verk og sérstaklega að Ijúka því innan tilskil-

x

Neytendablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.