Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.09.1967, Qupperneq 16

Neytendablaðið - 01.09.1967, Qupperneq 16
NEYTENDABLAÐIÐ 16 Eins gott að vera viss í sinni sök Meðlimir danska Heimilisráðsins krafðir um 7.5 millj. kr. skaða- bætur vegna umsagnar um app- elsínusafa. 1935 var sett á stofn Heimilisráð ríkisins í Danmörku. Meðlimir þess eru 19, skipaðir af innanríkisráðu- neytinu að fengnum tillögum ýmissa samtaka og stofnana að mestu leyti. Þetta hefur fyrst og fremst verið „kvennaráð", þar sem kvenfélög hafa tilnefnt flesta fulltrúana, enda hefur starfsemin aðallega beinzt að störfum húsmóðurinnar. Eru nú í ráðinu 15 konur og 4 karlmenn. Hlut- verk ráðsins er að efla og standa vörð um hagsmuni heimilanna þeirra vegna og þjóðfélagsins í heild. Starf- semin er að öllu leyti kostuð af rík- inu, en útgjöldin voru um 12 millj. ísl. kr. 1966. Ráðið hefur til umráða eigin rann- sóknarstofu, en stofnunin er algjör- lega sjálfstæð sem slík, t.d. í vali á verkefnum, sem hafa verið mjög fjöl- breytileg. Heimilistæki, pottar og pönnur, gólfflísar og gardínur hafa verið tekin til rannsóknar og niður- stöður birtar í ódýriun bæklingum, auk þess sem hvers kyns vandamál heimilanna hafa verið könnuð og al- menn ráð gefin. En síðast og ekki sízt hefur hið danska ráð fjallað um matvæli hvers konar, gæði þeirra og næringargildi, og jafnvel gefið út bæklinga um það, hvað fólk á ýms- um aldri og þyngd ætti að borða. Fyrri hluta þessa árs skeði það svo, að birtar voru niðurstöður rannsókna á ýmsum tegundum ávaxtasafa í dósum. Er skemmst frá því að segja, að salan á gríska app- elsínusafanum Sunfix féll eftir birt- inguna úr 12-18 millj. króna niður í 2 millj. á 8 mánuðum. Niðurstaðan hafði nefnilega orðið sú, að dómi sér- fræðinga ráðsins, að safinn væri þynntur með vatni en auðgaður með amínósýru. En því hefur gríska fyr- irtækið Hjunofix stefnt meðlimum ráðsins persónulega, að ráðið er sjálf- stæð stofnun og óháð í vali á rann- sóknarefnum og ákvörðun um birt- ingu niðurstaða. Ráðið situr þó fast við sinn keip eftir að hafa látið end- urtaka rannsóknina og fá einkarann- sóknastofu til að gera enn aðra. Neytendasamtökin og Heimilisráðið. Frá upphafi hefur verið hið bezta samstarf milli okkar samtaka og ráðsins, og höfum við ástæðu til að vera því þakklátt á margan hátt. Eigi aðeins höfum við birt margt úr bæklingum ráðsins íslenzkum neyt- endum til fróðleiks (m.a. um sjálf- virkar þvottavélar í síðasta blaði), heldur hefur ráðið staðið með Neyt- endasamtökuniun, þegar þau hafa verið lögsótt á nákvæmlega sama hátt og þau eru sjálf nú. Og var það þó danskt þvottaefni, sem um var að ræða, innflutt hingað. Gátum við lagt fram gögn frá ráðinu okkur til stuðnings fyrir Hæstarétti, eftir að meiri hluti stjórnar Neytenda- Framh. á bls. 15.

x

Neytendablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.