Neytendablaðið - 01.12.1992, Page 8
Formannsspjall
Ég vona aðfélagsmenn okkar haldi áfram að veita starfsmönnum og
stjórnarmönnum aðhald hér eftir sem hingað til, segir Jóhannes.
legum sjóðum almennings. Kannski tóku
Neytendasamtökin ómakið af íslenskum
stjómvöldum að vissu leyti.
- Við höfum vissulega dæmi um að fé-
lagasamtök eins og okkar sinni þjónustu
við neytendur. Það gildir gjama um fjöl-
menn þjóðfélög eins 0£ Bandaríkin,
Bretland og Frakkland. I skjóli mikils
fólksfjölda geta samtök í þessum löndum
fjármagnað sig að miklu leyti með út-
gáfustarfsemi auk félagsgjalda. Við eig-
um að byggja á þeirri þróun sem hér hef-
ur orðið, en það er brýnt að stjómvöld
viðurkenni mikilvægi þeirrar þjónustu
sem við veitum og taki þátt í að fjár-
magna hana með mun myndarlegri hætti.
Víða annars staðar er litið á kvörtunar-
og leiðbeiningaþjónustu sem eðlilegan
þátt í þeirri samfélagsþjónustu sem hið
opinbera veitir. Hin öflugu samtök í
Bretlandi reka enga kvörtunarþjónustu
eins og við gemm. Hið opinbera sér um
það. I fámennari þjóðfélögum eins og á
Norðurlöndum telja stjómvöld að þessi
þjónusta verði að vera á vegum hins op-
inbera til þess að tryggja að hún sé nógu
góð og öflug. Þessi þjónusta er mjög
kostnaðarsöm.
Fyndist þér œskilegt að ríkið sœi um
þessa þjónustu eins og til að mynda í Sví-
þjóð?
- Alls ekki. En ríkið þarf að viður-
kenna mikilvægi kvörtunar- og leiðbein-
ingaþjónustu og styðja við bakið á henni
í samræmi við það.
■ Máttlítil félög
A þingi Neytendasamtakanna í október
áttu aðeins 9 af 17 neytendafélögum full-
trúa, þótt þingið hafi verið fjölmennt.
Sum félaganna úti á landi halda ekki að-
alfundi. Bendir þetta ekki til þess að eitt-
hvað sé að?
- Við emm með neytendafélög úti á
landi sem eru mjög öflug. Það á einkum
við þau félög sem hafa bolmagn til þess
að hafa starfsmann, gjarna með tilstyrk
verkalýðsfélaganna á staðnum. Annars
staðar er starfíð komið undir áhuga
stjómarmanna. Þeir vinna í sjálfboða-
vinnu og hún getur verið þreytandi.
Starfið er misjafnlega virkt; sums staðar
er það nánast ekkert. Reynslan sýnir okk-
ur bara að starfið byggist mikið á laun-
uðu starfsfólki.
- Æskilegast væri að mínu mati að
þessi litlu félög kæmu sér saman um að
ráða starfsmann fyrir sitt svæði. Hann
myndi svo tengjast félögunum og skrif-
stofunni í Reykjavík. Þannig gætum við
byggt upp markvissara starf um allt land.
■ Vaxtarmöguleikar
Samtökin og umfang starfseminnar hafa
vaxið mjög á undanförnum árum. Er
8
raunhceft að reikna með áframhaldandi
stórfelldum vexti?
- Neytendasamtökin eru raunar fjöl-
mennustu neytendasamtök í heimi miðað
við fólksfjölda. Hins vegar vantar okkur
enn tvö heimili af hverjum þremur í fé-
lagaskrána okkar. Auk þess hljótum við
að vona að stjómmálamennimir fari nú
að taka við sér. í þessu felast vaxtar-
möguleikar okkar. Ef Neytendasamtökin
eiga að geta svarað kröfum almennings,
verða þau enn að eflast talsvert.
Hvaða þœtti í starfseminni þarf eink-
um að auka við og efla?
- Markmiðið er að geta aukið þjónustu
við félagsmenn á ýmsum sviðum. Sam-
tökin þurfa að geta beitt sér með öflugri
hætti en nú í baráttunni fyrir hagsmunum
neytenda. Við þurfum að auka upplýs-
ingastarfið verulega til þess að auðvelda
fólki að átta sig á markaðnum, verði og
gæðum þess vamings og þeirrar þjónustu
sem í boði er. Við þurfum að búa fólk
betur undir það að lifa í flóknu neyslu-
samfélagi.
A undanfömum árum höfum við getað
ráðið fólk með sérmenntun, rekstrarhag-
fræðing og verkfræðing og við það hefur
styrkur okkar aukist. Ljóst er að við þurf-
um að geta haldið áfram á þeirri braut.
Okkur yrði mikill styrkur í því að geta
ráðið löglærðan mann til þess að aðstoða
fólk í kvörtunarmálum og fylgja málum
betur eftir en okkur er kleift nú.
Við höfum í vaxandi mæli getað fjall-
að um fjármál heimilanna, en viljum
leggja enn meiri áherslu á það starf. Til
skamms tíma hefur umræðan á íslandi að
verulegu leyti snúist um krónurnar sem
koma í vasann, en við þurfum ekki síður
að huga að því hvemig þessum krónum
er varið og hvemig við getum fengið sem
mest fyrir þær. Við vitum að margir hafa
þörf fyrir ráðgjöf á þessu sviði.
Umhverfismálin eru okkur ofarlega í
huga. Við höfum leitast við að taka þátt í
umræðunni um þau og beita okkur fyrir
úrbótum. Við höfum hins vegar ekki bol-
magn til þess að beita okkur af þeim
krafti sem æskilegur væri.
Aðild okkar að EES eykur þörfina á
því að fylgjast með markaðnum. Þar eig-
um við mikilvægt, en kostnaðarsamt
verkefni fyrir höndum. Svona gæti ég
haldið áfram, segir Jóhannes.
■ Aðhald félagsmanna
Neytendasamtökin hafa skapað sér á-
kveðinn sess íþjóðfélaginu. Stjórnvöld
hafa þau með í ráðum.fjölmiðlar leita til
þeirra, þátttaka almennings er mikil. Er
ekki viss hœtta á að samtök afþessu tagi
staðni?
- Eg hef ekki heyrt slíka gagnrýni og
óttast ekki stöðnun. Okkar málaflokkur
er mjög í deiglunni, verkefnin eru mörg
og margvísleg. Starfsemin er í hröðum
vexti. Starfsmenn og stjómarmenn eru á-
hugasamir. Almenningur hefur áhuga og
fylgist með okkur. Hvers vegna ættum
við að staðna?
- Fólk er mjög iðið við að hafa sam-
band við okkur og sýnir samtökunum
mikinn áhuga. Við fáum margar ábend-
ingar, því miður fleiri en við ráðum við
að vinna úr. Fólk hringir og lætur okkur
heyra það ef það er óánægt eða ósam-
mála okkur. Fólk hefur einnig samband
við okkur til að lýsa yfir stuðningi við
starf okkar og koma með innlegg í um-
ræðuna og það þykir mér afskaplega
vænt um. Eg vona að félagsmenn okkar
haldi áfram að veita starfsmönnum og
stjórnarmönnum aðhald með þessum
hætti, segir Jóhannes Gunnarsson.
NEYTENDABLAÐIÐ - Desember 1992